Ekki minn dagur !

Suma daga er eiginleg bara best að vera undir feld. Fyrri partur dagsins var þannig hjá mér. Ég þurfti að fara út í morgun og var komin hálfa leið þegar ég finn eitthvað lenda á hendinni á mér...ég er ekki alveg viss hvort þetta var fugladrit eða hvort einhver var að spýta út um gluggann sem ég var að labba fram hjá. Sick En allavega ég hélt ferðinni áfram og fór í búðina til að kaupa smá, er kominn þar að kassanum og er að bíða þar sem það er manneskja fyrir framan mig og svo eru nokkrar fyrir aftan ( bara einn kassi í gangi ) þá sé ég hvar amma gamla kemur inn og allt í lagi með það ég náttúrlega heilsa henni og held áfram að bíða í röð en nei sú gamla kemur að kassanum og treður sér að kassakonunni og segir hátt veistu hver þetta er ???? og bendir á mig hún bíður ekkert eftir svari heldur endurtekur þetta ábyggilega fimm sinnum og konu greyið verður hálf asnaleg og segir nei ekki nema bara ég hef afgreitt hana. Fólkið í kring er farið að horfa og ég farin að óska mér niður um gólfið. Hún var semsagt að tilkynna kassakonunni og öllum í röðinni að ég væri kona barnabarnsins hennar Shocking Svo rauk hún í burtu og talaði við sjálfan sig inn eftir búðinni......bara skelfilegt þegar fólk fer að verða svona ruglað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir

Hva, hún hefur verið svona stolt af tengaömmudótturinni

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 7.5.2008 kl. 16:58

2 identicon

Hérna Ólöf ég var að spá ... sko kemur amma gamla með þér þegar þú mætir á klakann????  

Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 18:02

3 identicon

Já sumir eldast illa...en mikið ferlega hefði ég viljað vera fluga á vegg og sjá svipinn á þér, sorry gat ekki annað en hlegið að þessu

Anna Þóra (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 18:59

4 Smámynd: Ólöf

Kemur amma með á klakann....ja það er nú það. Hún segist allavega ætla með mér...spurning hvort mér tekst að læðast í burtu án þess að hún verði vör við það.

Ólöf , 7.5.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband