Nóg að snúast..

Hef haft meira en nóg að snúast síðustu daga. Á föstudaginn var ég í hátt í 3 tíma í klippingu og strípum. Bara ljúft. Smile Hárgreiðslukonan var svo spennt að fá að setja ljósar strípur og að klippa ljóst hár að hún var alveg að fara yfir um !! Ég reyndar leyfði henni bara alveg að ráða hvað hún gerði ..hvort það væru einn eða tveir litir af strípum og hvernig hún myndi klippa. Og ég er bara mjög ánægð með hvað hún gerði og ég held svei mér þá að hún hafi sett þær bestu ljósu strípur sem ég hef nokkru sinni haft.

Laugardagurinn fór í smá verslunarferð þar sem mig vantaði skó. Ekki mjög auðvelt að finna eitthvað í minni stærð hér frekar en annarstaðar reyndar. Óþolandi að vera með svona stórar lappir. Devil

Í dag er ég svo búin að vera að taka til í fataskápum og þvo heilan helling. Var svo að enda við að taka niður gardínur svo að ég geti pússað glugga í fyrramálið. Semsagt nóg að snúast hér þessa dagana....ekki hægt að segja að það sé verkefna skortur allavega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir

Ég er einmitt eins og lukkutröll þessa dagana, sama hvað ég greiði mér mikið stendur hárið allt upp í loftið, en það á að bæta úr því á morgun, vonandi verður útkoman jafn fín og hjá þér.  Ég þarf einmitt líka svo breiða skó svo að ég er alltaf í vandræðum með að finna þá.  Bestu kveðjur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 4.5.2008 kl. 21:34

2 identicon

þér er alveg velkomið að kaupa pæjuskó á mig, svona ef þú finnur ekkert á þig  Nota nr.39 !

Sigrún (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband