...

Það er spurning hvort maður eigi eitthvað að vera að blogga þar sem á fimmtudaginn var ég búin að skrifa slatti langa færslu og var að fara að ýta á vista og birta þegar allt fór á flug í kringum mig og brothljóð heyrðust úr öllum áttum! Errm Sat líka við tölvuna í skjálftanum 17 júní 2000 en fann mikið meira fyrir þessum. Slatti mikið brotið hér og hitt og annað laskað en meðan fólk er heilt að þá er nú ekki hægt að kvarta. Var ekki alveg í stuði til að fara í vinnuna í gærmorgun eftir svefnlausa nótt þar sem alltaf þegar ég var að sofna að þá kom skjálfti. En það hafðist en mikið er samt gott að vera í helgarfríi !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu Ólöf ýttir þú nokkuð á hrista í staðinn fyrir vista?  

Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 22:20

2 Smámynd: Ólöf

Úff það skyldi þá aldrei vera, skal allavega reyna að passa mig hér eftir að ýta á rétt.

Ólöf , 1.6.2008 kl. 11:17

3 identicon

Já mæli með því að Löllu verði ekki hleypt í tölvuna, átt þú sökina á öllum þessum eftirskjálftum?

Anna Þóra (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband