Meira bleah...

Ekki mikið að segja frekar en venjulega. Er ennþá föst á facebook þegar ég kemst á netið. Sem er eldsnemma á morgnana eða á kvöldin þar sem tengingin er ekki virk milli 9 og 5 á daginn. Væri mikið til í að fá sítengingu en það er bara ekki í boði hér í bæ enn sem komið er.

Helgin var frekar róleg hér á bæ. Á laugardaginn var almennur frídagur hér og flest allt lokað nema barir og veitingahús en svo var allt opið í gær og planið var að fara í búð og kaupa inn fyrir vikuna en við vorum fljót að snúa við þegar við sáum alla örtröðina sem var kominn rétt eftir opnun. Vorum ekki alveg að nenna því að standa í röð í lengri tíma. Þannig að dagurinn fór í garðvinnu og tilfæringar hér innanhúss þar sem við erum að færa okkur um herbergi og erum að gera það klárt. Það tekst kannski fyrir jól ef að ilmurinn sem er í því verður farinn. En pabbi Geithafursins hefur verið með þetta herbergi og skápurinn var fullur af ilmspjöldum, ilmjurtum og sápum. Ég er ekki að ýkja þegar ég segi að ég fór út með fullan höldupoka af ilmdóti þaðan út ! Get ekki sagt að svona ilmdót sé alveg fyrir mig !Sick

Svo eru reyndar köngulær að angra mig þessa dagana. Á síðustu dögum hefur tvisvar komið fyrir að í eldhúsinu eru risastórar svartar á labbi! Ég hélt ég yrði ekki eldri á laugardagskvöldið þar sem ég var ein heima og mætti einni !!! Sem betur fer kom Geithafurinn heim því að ég hefði ekki getað farið að sofa vitandi af svona flykki frammi, og svona stórar legg ég ekki í að taka...ég var að hugsa um að taka fram ryksuguna og ryksuga kvikindið og henda svo bara öllu draslinu út. Devil


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir

Ég hef einmitt aldei skilið þetta "ilmdót" mér finnst alltaf svo vond lykt af því, þó sérstaklega bílailmur, ég verð alltaf bílveik af því ( sem gerir lyktina af bílnum ekki skárri.  Og kóngulær, ég hef alltaf hrósað sjálfri mér af því að vera ekki hrædd við kóngulær, en miðað við viðbrögðin þegar ég sá kakkalakka í fyrsta skiptið þá er ég viss um að viðbrögðin yrðu eitthvað svipuð ef ég myndi mæta kóngluló á stærð við kött!

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 8.11.2008 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband