Farin aftur af klakanum.

Ég þarf að taka mig til og skrifa ferðasöguna við tækifæri. Er búin að finna íslensku stafina á lyklaborðinu þannig að þetta er allt að koma. Ég kemst reyndar ekki á netið hér nema eftir 5 á daginn og svo bara á kvöldin og um helgar en það er reyndar alveg ok. Það dugar alveg. Smile

Annað er nú ekki að gerast hér....það reyndar liggur nóg fyrir af verkefnum þar sem við erum að breyta um svefnherbergi og eigum eftir að græja það smá. Svo er fullt af dóti sem þar að fara í gegn um frá ömmu gömlu, við fórum um daginn með svo mörg handklæði hingað upp að það er einn skápur svo fullur að ég legg ekki í að opna hann aftur, allavega ekki fyrr ég hef fundið framtíðar pláss fyrir þau. Ég er ekki að ýkja þegar ég segi að þau eru í öllum litum og öllum stærðum og svo mörg að það væri hægt að þvo handklæði hér á 4 mánaða fresti þótt það væru notuð 2 á dag allavega.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jæjjja  hvenar á að blogga meira?  :P 

Þóra (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband