Komin aftur....

Er að hugsa um að byrja aftur að blogga en samt kannski í breyttri mynd...jafnvel að hafa bloggið bara læst. Þarf að skoða þetta næstu daga hvernig þetta verður.Woundering

Er annars á klakanum eins og er. Er búin að búa í ferðatösku í þrjár vikur eiginlega. Fór semsagt út og eftir 3 daga fórum við Geithafurinn í viku ferðalag til Austurríkis. Það var reglulega gaman og aldrei að vita nema að ferðasaga komi síðar. Vorum rétt komin heim og þá fékk ég þær fréttir að amma mín hafði dáið og kom ég því aftur á miðvikudagskvöldið. En það hefur heldur betur fækkað gamla fólkinu í kringum mann á einu ári. Í sept í fyrra fór amma, síðan amman á neðri hæðinni úti í sumar og svo núna hin amma mín.

En allavega meira síðar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin aftur og endilega bloggaðu á ný  Sendi samúðarkveðju til ykkar.

Sigrún (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 17:05

2 Smámynd: Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir

Gott að sjá bloggið þitt og vonandi heldurðu bara áfram og bestu samúðarkveðjur til ykkar allra.

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 2.10.2008 kl. 19:08

3 identicon

Hæ Lölla  mín. Já það er alltaf erfitt að missa ástvini og ég samhryggist þér með það.

Ekki hætta blogga, gott að fylgjast með þér. Ertu inn i á Facebook?

Kveðja

Magga

magga auður (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 22:46

4 Smámynd: Ólöf

Takk fyrir kvedjurnar   Nei eg er ekki inni a facebook...ekki ennta allavega.

Ólöf , 6.10.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband