Færsluflokkur: Bloggar
10.12.2007 | 08:19
Mánudagur til mæðu !
Þótt að skólinn sé búinn að þá var nú ekkert sofið út hér í morgun. Ég var komin út á sama tíma og venjulega þar sem ég þurfti að fara á pósthúsið þar sem ég ætlaði að fá eyðublað til að fylla út svo að Geithafurinn gæti sent pakkann á morgunn. Það er nefninlega betra að senda hann frá Ravenna en héðan þar sem ég veit svei mér ekki hvað ætti að kalla þær sem vinna hér! En allavega ekkert fékk ég eyðublaðið þar sem þær bara hringsnérust og höfðu sko aldrei séð svona áður. Þetta er semsagt ósköp venjulegt eyðublað þar sem maður setur innihaldslýsingu. En Þetta pósthús stendur allavega ekki undir nafni. Jú þú getur sent venjuleg bréf en ekki mikið meira þá fara að vera vandræði. En hann verður bara að fylla þetta út á morgun á staðnum enda sossum ekki mikið mál, ég ætlaði bara að flýta fyrir og gera þetta heima.
En annars er bara ljúft að þurfa ekki að fara í skólann í dag. En hef samt alveg nóg að gera hér heima við. Þarf að fara í tiltektargírinn, og svo jafnvel að skreyta eitthvað smá meira.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.12.2007 | 11:40
Jóla...jóla...

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2007 | 21:58
Föstudagur.
Get ekki annað sagt en það hafi verið ljúft að klára síðasta skóladaginn. Ekki það að þetta er búið að vera þrælgaman, en það verður mjöööög ljúft að geta sofið aðeins lengur á mánudaginn en best verður að losna við rútuferðirnar !! Hef ekki tölu á hvað oft þessar fjórar vikur að það hefur munað hársbreidd að rútan hafi lent í árekstri. Ansi oft sem maður hefur henst til þar sem þeir hafa snarhemlað og allskonar svona skemmtilegt.
Spurning hvort að ég skreyti loksins um helgina, get eiginlega ekki annað þar sem mér sýnist að allir grannarnir séu komnir í skreytingar gírinn. Ég þarf reyndar ekki að leggja mig neitt fram þar sem hér virðist allt snúast um að henda þessu bara einhvernvegin upp og láta svo allt blikka. Ótrúlega smart eða þannig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2007 | 14:20
Einn dagur !!


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2007 | 14:56
Arrrrggg.


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2007 | 16:53
Síðasta skólavikan.
Já síðasta skólavikan er runnin upp. Það verða viðbrigði að þurfa ekki að fara í skólann á morgnana. Ég verð samt ósköp fegin að sleppa við allar þessar rútuferðir ! En væri alveg til að vera lengur í skólanum. Sé til eftir áramót þar sem nemendum núna fer fækkandi með hverri vikunni og svo eru víst alltaf mjög fáir í janúar. Þótt það sé fínt að vera fá að þá vil ég nú helst hafa nokkra samnemendur, held einhvernvegin að það sé skemmtilegra.
En í morgun fékk ég nýjan kennara, mér leist nú bara eiginlega ekkert á hana fyrst ! Sú sem var síðustu viku var svo hress og sífellt hlæjandi en þessi er þvílíkt alvarleg og stekkur varla bros. Ég var komin korter fyrir tímann í morgun eins og alla morgna og yfirleitt er maður bara koma sér fyrir og ég fer og kaupi mér vatn og svona smálegt. En nei ekki í morgun ! Þegar hún sá að ég var komin að þá var bara strax inn í stofu og lokað og byrjað að kenna ! En þegar leið á tímann að þá fór hún svona aðeins að koma til og brosa út í annað. Held allavega að þetta eigi alveg að sleppa í eina viku. Ég ætla svo með bók um Ísland með mér á morgun þar sem hún var alveg viss um það að Ísland væri bara einn ísjaki....bara ís og meiri ís. En það er bara gaman að þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2007 | 21:01
Hádegisverður og fiskar.
Við fórum í mat til gömlu hjónanna í dag, ég var búin að segjast ætla að borða það sem væri á borðum og varð að standa við það. Fyrst var kartöflu pasta nokkurskonar í tómat og svínakjötssósu. Þetta var fínt ! Svo komu svínakjötsbitar sem voru svo feitir að ég hef aldrei séð annað eins...ég tók mér einn og krukkaði smá í hann en gat ekki hugsað mér að borða þetta og með þessu var grænt gubb.
Það var einhverskonar kál steikt á pönnu og það leit skelfilega út en var bara skolli gott. Eftir þetta var svo kaffi og eplakaka og við áttum svo helst að lofa að koma aftur næsta laugardag.
Seinni partinn hafði ég að draga Geithafurinn til Ravenna þar sem mig langaði að fara í göngu í miðbænum og skoða í búðir og jólaskreytingar og þess háttar. Það var mikið af fólki á ferðinni og það virðist sem að allir fari með hunda með sér inn í búðirnar. Ég sæi það gerast heima á klakanum. Við fórum góðan hring og skoðuðum útimarkað þar sem allir virtust vera að selja ámálaða steina. En það var gaman að skoða þetta. Síðan fórum við inn í mjög gamla kirkju sem heitir San Francesco og er hún að síga niður hægt og rólega og nú er svo komið að kjallarinn er fullur af vatni og þar eru fiskar að synda um, og það ansi stórir ! Ótrúlega skrítið að sjá þetta. Ég á ábyggilega eftir að kíkja þarna aftur við tækifæri enda fer ég þarna fram hjá á hverjum degi á leið til og frá skólanum. Geithafurinn var búinn að segja mér að fara þarna inn en ég trúði honum ekki þegar hann sagði að það væru fiskar þarna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.11.2007 | 16:26
Nöfn.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.11.2007 | 19:41
Úr einu í annað.
Það er búið að vera nóg að snúast í dag. Fyrst var náttúrlega skólinn og þar fékk ég að vita að ég fæ enn einn kennarann í næstu viku þar sem sú sem kennir mér fyrst á morgnana er að hætta, þar sem hún vinnur bara þarna hluta úr ári. Er ekki mjög hress með það þar sem ég kann mjög vel við hana og það er mikið hlegið þessa tvo tíma sem hún kennir. Veit ekki hvað hinir nemendurnir halda.
Eftir skóla fór ég til augnlæknis þar sem annað augað á mér hefur verið að bögga mig. En það kom ekki mikið út úr því ég má fá mér brillur ef ég vil en það er ekki nauðsynlegt. Miðað við aldur var ég bara með nokkuð góða sjón. Er maður ekki orðinn gamall þegar svoleiðis er sagt við mann !!
Þegar var haldið heim á leið ákvað Geithafurinn að það væri kominn tími til að kíkja á gömlu hjónin (ömmu hans og afa) og þar vorum við góða stund og förum síðan þangað í mat á laugardaginn. Annars fannst mér gamla konan ekki líta vel út enda kannski ekki von á því þar sem það er ekki svo ýkja langt síðan hún fór í aðgerð. En samt þarf að vera með mat á laugardögum...ekki sjens að sleppa því.
Svo verður morgundagurinn eflaust skrautlegur þar sem það er verkfall hjá strætó, rútum, lestum og flugvélum. Semsagt bara fjör hér....veit ekki alveg hvernig ég kemst á milli á morgun sko.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2007 | 16:57
...geisp...
Er eitthvað skelfilega syfjuð í gær og í dag ! Við fórum í bíó í gærkvöldi að sjá The Bourne Ultimatum og ég var alveg að sofna yfir henni. Samt alveg ágætis mynd.
Annars er ég bara að mestu búin að vera að læra síðan ég kom heim þar sem báðir kennararnir náttúrlega setja fyrir þannig að ég fæ tvöfalt heimanám á miðað við hina. Reyni að klára allt á daginn svo að ég þurfi ekki að sitja við þetta á kvöldin.
Veit ekki annað en að ég sé ein heima í kvöld, Geithafurinn fer út að borða með vinnunni þannig að ég er að hugsa um að skríða undir feld og horfa á Fame. Bara ljúft.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)