Færsluflokkur: Bloggar

24 des.

Klukkan er rétt að verða 10 og ég er búin að fara á nokkra staði í morgun. Og þvílík traffic !!! Ég þurfti að fara í tóbaksbúðina til að kaupa lottó og frímerki, Þar voru nú bara þrír á undan mér. Ég ætlaði í apótekið en snéri frá þar sem þar var biðröð út úr dyrum, svo fór ég í matvörubúðina og var nú að hugsa um að snúa bara við þar, þar sem ég var bara að kaupa einn hlut (gleymdi að kaupa ruslapoka í gær) en það voru langar raðir enda bara tveir kassar í gangi, þeir eru reyndar bara þrír Wink enda er þetta pínulítil búð. En allt hafðist þetta nú á endanum en úff hvað ég ætla ekki meira í búðir í dag. Geri samt kannski aðra tilraun með apótekið þar sem ég átti að kaupa eitthvað fyrir Geithafurinn sem er með flensu. Ætla rétt að vona að ég sleppi við að fá þetta.

JÓLAKVEÐJUR Smile


Gleðileg Jól.

Ég er búin að vera netlaus síðan í gær og æ hvað maður er eitthvað handalaus þegar það virkar ekki.Woundering En allavega hér er allt tilbúið fyrir jólin við verðum nú með þau á morgun þótt hér séu þau ekki fyrr en 25. Það er semsagt allt opið á morgun hér fram á kvöld. 

En ég óska bloggvinum og öðrum lesendum Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.


Jólaæði !

Held að það sé orðið sem lýsir deginum. En ég semsagt skrapp til Ravenna eftir hádegið. Geithafurinn átti læknatíma og ég fór með og síðan fórum við að versla smá þar sem það vantaði til dæmis maltið og ýmislegt smálegt fyrir jólin. Það var umferðaröngþveiti allstaðar og svoooo mikið af fólki að ég get ekki lýst því hvað ég var fegin að komast heim.

Við vorum reyndar góða stund á spítalanum þar sem hann er slatti stór og það tekur góða stund að fara enda á milli. En þar er það þannig að þú ferð til ritara og tilkynnir komuna og þá færðu blað sem þú þarft að fara með í hinn endann á húsinu til að borga í þar til gerðri vél. Það eru svo margir ranghalar að ef ég væri þarna ein á ferð að þá er spurning hvort ég kæmi út þann daginn aftur. Wink


Fimmtudagur.

Get ekki sagt að ég sé í miklu jólaskapi. Nágranninn var að slá hjá sér og einhvernvegin finnst mér það ekki alveg eiga við seinni partinn í desember.Wink Ég skrapp til Ravenna í gær að skoða í búðir, fínt að fara einn hring og skoða seinni part dags þar sem þá voru öll jólaljósin kveikt. Annars keypti ég ekki mikið var meira bara að skoða fór reyndar inn í ansi margar búðir þar sem það var svoooo kalt að það var ekki gaman að labba mikið í einu. Held samt að ég reyni að halda mig frá búðum fram yfir jól þar sem þar er svo mikil traffic allstaðar, held ég sé með snert af búðarofnæmi eftir öll árin í K.Á. Wink

....

Er ekki í miklu bloggstuði þessa dagana, enda ekki mikið sem gerist hér í augnablikinu. Ég er að pæla í að skreppa til Ravenna á morgun og skoða smá í búðir. Ætlaði í dag en það var svo nístings kalt að ég nennti ekki, spurning hvort ég nenni á morgun. Wink   

Jólahvað.

Við skruppum til gömlu hjónanna áðan og á leiðinni tók ég myndir hjá kirkjunni. Það er sett upp hálfgert þorp þar og er meiriháttar flott. Ég þarf að fara þarna í betra veðri og birtu þar sem hér er ógeðslega kalt eins og er og það var farið að dimma þegar ég tók myndirnar en ég læt þær samt flakka. Það snjóar allt í kringum okkur en ennþá hefur ekkert snjóað hér í bæ eða ekkert sem hægt er að tala um það komu nokkur korn í gær en ekkert sem hægt er að tala um. Væri alveg til í að sjá hvíta jörð hér í eins og einn dag.Wink

jólamynd1 jólamynd2

jólamynd3


Jóla jól.

Þegar ég vaknaði í morgun var ég í bökunargír þannig að ég dreif mig út í búð rúmlega 8 og keypti það sem mig vantaði og er búin að baka tvær sortir í dag, marengstoppa og spesíur. Veit ekki hvort það verður eitthvað meira um bakstur fyrir jólin en það er aldrei að vita. Wink Annars er ekki mikið að gerast hér þessa dagana, ég hafði loksins að skreyta jólatréð í gærkvöldi þar sem ég fékk seríu á það. Var búin að fara á nokkra staði og allstaðar voru inniseríur búnar. Annars er tréð hálf visið en það lagaðist smá við seríu og skraut.Woundering

jólatré


Þetta keypti ég í dag.

Snilldar græja !!! En þetta er semsagt til að nudda höfuðið eða bara til að klóra sér í hausnum. Happy

Head_Massager


Langur dagur !!!

Ég fór til Ravenna í morgun með Geithafrinum þar sem við vorum enn að reyna að koma pakkanum í póst þar sem manneskjan sem hann hitti á í gær á pósthúsinu gat ekki sent hann. Við vorum komin á stórt pósthús klukkan 8 og þá hófust vandræðin !! Ísland ???? Já nei það er ekki hægt að senda pakka þangað nema fylla út 10 mismunandi skjöl og alltaf bættist við og allskonar vesen þannig að við fórum bara við værum ábyggilega ennþá að fylla út bunkann ef við hefðum farið í það. Við fórum á annað pósthús og þar var þetta ekkert mál. Skotgekk og ekkert svona 10 skjala dæmi !

Þar sem ég ætlaði að taka rútuna heim rúmlega 12 að þá hafði ég rúman tíma til að kíkja í búðir í miðborginni ! Allt of mikinn eiginlega þar sem aðalverslunar gatan er nú ekki stór. En ég allavega ætlaði að nota ferðina og kaupa jólagjöf handa Geithafrinum en það gekk ekki upp þar sem hraðbankinn neitaði að leyfa mér að taka út ! Þannig að ég verð að fara aðra ferð við tækifæri. Mig langar að fara seinni partinn einhvern daginn því þá eru jólaljósin og svona en ég veit ekki alveg hvað verður þar sem ég var orðin svooooo pirruð í dag þar sem ég var ofsótt af svertingjum !! Já ég veit ég verð ábyggilega skotin fyrir þetta !!Wink En ég er nú ekki þekkt fyrir fordóma, hvort sem það er vegna hörundslitar eða einhvers annars en eftir daginn í dag að þá skil ég hvað fólk hér er oft að tala um. Það er fjöldi fólks á ferðinni en þeir einu sem eru til vandræða eru svertingjarnir. Það var einn sem elti mig og vildi fá pening, annar vildi endilega selja mér eitthvað og þegar ég sagði nei að þá bara greip hann í mig. Og þetta er reyndar ekkert bara í dag, ég varð vör við þá líka þegar ég var að fara til og frá skólanum. Get ekki sagt að mér finnist þægilegt að vera ein á ferð !

 


Pass.

Það er meira en kalt hér þessa dagana ! Ég var svo morgunhress í morgun að ég ákvað að fara í gönguferð um þorpið og úff ég hélt ég yrði ekki eldri það var svo kalt. Er búin að vera í flíspeysu síðan ég kom heim. Smile  En annars er ekkert að gerast hér þessa dagana. Bíllinn er reyndar í einhverju lamasessi og er í viðgerð, átti að vera tilbúinn í gærkvöldi en var það ekki en á að verða tilbúinn í kvöld. Ég er að vona að það standist þar sem þá er planið að fara til Ravenna og versla smá inn það er mikið meira úrval og ódýrara að fara þar í stórmarkað heldur að versla allt hér í litlu búðinni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband