Færsluflokkur: Bloggar

Dublin.

Við ætlum að skella okkur til Dublin í næsta mánuði þar sem við rákust á svo hlægilegt verð ! Ferðin fram og til baka fyrir tvo er ódýrari en önnur leiðin til London frá Íslandi fyrir einn.Shocking   Mig reyndar langaði til London en hef farið þangað svo oft að það er kominn tími á að prufa eitthvað nýtt. En ég hef semsagt aldrei farið til Dublin og veit ekki mikið um hvað hægt er að skoða þar þannig að ef einhver lumar á upplýsingum eða tillögum um eitthvað sniðugt endilega skildu eftir komment. Smile

Pass.

Er eiginlega eins og sprungin blaðra þessa dagana. Er ennþá full af kvefi og held uppi tissjú sölu hér í bænum. Woundering En er búin að fá nýju tölvuna sem er bara flott og mikill lúxus en ehemm er samt á netinu í þeirri gömlu í augnablikinu veit satt að segja ekki af hverju, nema jú það tekur smá tíma að venjast lyklaborðinu á þeirri nýju þar sem það er náttúrlega ekki íslenskt. En það venst þegar maður fer að nota hana. Smile


Sunnudagur.

Ég er í einhverri blogglægð þessa dagana, en það kannski fer að breytast þar sem nýja tölvan er væntanleg á þriðjudaginn ! Happy  Get ekki beðið eftir að geta notað msn aftur !! það virkar ekki í þessari og það getur verið ansi pirrandi stundum ! Því forritið sem ég er með er einhvernvegin ekki alveg að gera sig.

En annars er ekki mikið að gerast hér, jólaserían fer niður á morgun en tréð er farið. Ég vildi hafa kveikt á seríunni í kvöld svona í síðast sinn, enda er nú ekki lengi gert að taka hana niður. 

Í gær skruppum við í búð sem selur náttúruvörur og vá var allt dýrt ! en þegar kom að kassanum átti ég mjög erfitt með mig þar sem kassadaman söng hástöfum með útvarpinu Grin og það ekkert allt of vel. Þetta gerði hún allan tímann sem ég sá til og verð ég að segja að þetta lífgar upp á daginn spurning um að taka þetta upp í verslunum almennt. Wink

 


2 janúar 2008

Það er spurning hvort að það takist hjá mér að blogga núna. Er búin að gera þrjár tilraunir og alltaf klikkar eitthvað. Það verður bara ljúft þegar nýja tölvan kemur í hús !!! Get ekki beðið Smile

Það er reyndar ekkert að gerast hér ég er ennþá lasarus en skrapp þó til Ravenna með Geithafrinum sem var í fríi í dag og við fórum í matvörubúð. Það var ósköp gott að komast aðeins út ! Væri alveg meira en til í að fara í góða gönguferð núna en ég held ég láti það bíða í nokkra daga ennþá þar sem það er þvílíkt kalt á kvöldin núna. Maður hefði einhvertímann haldið að maður myndi nú ekki frjósa á Ítalíu en annað hefur komið á daginn. Shocking Manni verður kalt inn að beini að reka út nefið á kvöldin þessa dagana. En meira síðar ætla að fara að horfa á Desperate Housewives.


....

Klukkan er orðin rúmlega 11 hér og ég hef ekki heyrt nema líklega þrjár sprengingar í kvöld. Spurning hvort að það verður eitthvað skotið upp á miðnætti.Woundering Ég ætla nú allavega að reka nefið út á svalir og athuga hvort ég sé ekki eins og eina rakettu. Annars er ég bara ein heima eða ekki alveg þar sem ég á svartan skugga sem er skelfilega hræddur ef það er eitthvað sprengt. Geithafurinn fór í grillið og ég var heima og borðaði ristað brauð með smjöri ! Það er samt best að taka það fram að það var að eigin vali ( áður en að mamma sendir matarpakka með hraði Wink) það var til nóg annað að borða en þar sem ég finn ekkert bragð að þá var hálf tilgangslaust að fara að elda eitthvað gott.

voffus1

 voffus2


Gleðilegt ár.

Vil óska bloggvinum og öðrum lesendum Gleðilegs árs og þakka fyrir það gamla. Smile

 

Annars er ég bara ennþá að drukkna í kvef flensu og mér sýnist það ekkert vera að lagast. Er verri í dag ef eitthvað er. Sick Samt alveg ótrúlegt hvað karlmenn eru furðulegir þegar kemur að veikindum..allavega Geithafurinn Devil hann lá í flensu öll jólin og við náttúrlega fórum ekkert en hann er orðin hress núna og fyrst hann er ekki veikur að þá á ég ekki að vera veik. Honum finnst mjög skrítið að ég ætli ekki að fara í grill í kvöld...einhvernvegin langar mig ekki að standa úti og grilla með kvef og hita...skrítið !! Fyrir utan það að þá finn ég ekki einu sinni bragð né lykt þannig að matur er ekki mjög heillandi. En ég semsagt er hér með hundfúlan Geithafur sem getur alveg farið einn í grillið ef hann vill en nei það vill hann ekki. Semsagt endalaust fjör hér á bæ !! Wink


Rúdolf.

Ég er gjörsamlega að drukkna úr einhverri kvef flensu. Sick Nefið er svo rautt að það myndi sóma sér vel á hreindýrinu Rúdolf ! Ætla rétt að vona að þetta fari að ganga yfir. Þannig að það er ekki mikið sem maður gerir þessa dagana nema bara vera með tíssjú í hönd semsagt fjör og meira fjör eða þannig.

Tuð.

Æ þessir dagar eru frekar erfiðir, ég er með einhverja flensudruslu, er ekki beint veik en er samt alls ekki hress. Mér finnst reyndar áramótin alltaf leiðinleg !! Gamlárskvöld er eitt leiðinlegasta kvöld ársins og ég vil helst bara vera heima og horfa á góða mynd og fara bara snemma að sofa. En Geithafurinn er ekki alveg eins með það sko, það er búið að bjóða okkur í grill á gamlárskvöld sem er nú ekki til að bæta það fyrir mig þar sem ég borða helst ekki grillmat. Og eiginlega alls ekki þar sem hann er sjálfur með grill hér heima annað kvöld. Er að vinna í því að hann fari í grillið en ég verði bara heima með hundinn ( sem by the way er skíthræddur við flugelda) og horfi á mýrina og kalda slóð í friði og ró...spurning hvort það tekst. Wink

 


Smælki.

Ég held að Geithafurinn hafi haft það að smita mig af kvefi eða ég allavega kenni honum um það en það er reyndar alveg sama hvert maður fer þessa dagana að það eru allir kvefaðir og með tissjú á lofti. Enda er tissjú uppselt hér eins og er...ég fékk seinasta pakkann í morgun þegar ég rölti út í búð. Gat svo ekki annað en farið að hlæja þegar ég mætti svo ömmu gömlu á heimleiðinni og hún hrópaði á miðri götu þarna ertu ég hélt þú bara værir heima sofandi ég var nefnilega búin að vera að kalla í þig. Þetta var sko rétt fyrir hádegið, og það er ekki eins og ég sé alltaf sofandi fram eftir, ég vakna flesta morgna rúmlega 6. En allavega þeir sem voru á ferðinni þarna halda ábyggilega að ég sofi alltaf fram að hádegi.Tounge

Ef allt gengur eftir að þá kemur nýtt tæki hér í hús eftir nokkra daga !! Þessi tölva er alveg búin á því og ég get ekki einu sinni tengt mp3 spilarann minn við hana ( en jamm ég fékk solleiðis í jólagjöf Smile) Við ákváðum að nota peninga sem við fengum í jólagjöf og fá okkur nýjan lappa !!! Það verður bara ljúft þegar hún kemur í hús. Smile


26 des.

Get ekki sagt að asinn sé að æra mig þessa dagana. Hef ekki rekið nefið út úr húsi nema rétt til að fara í hundagöngu þar sem Geithafurinn er ennþá lasinn þannig að við höfum ekki farið neitt. Þetta er samt búið að vera ansi ljúft, gærdagurinn fór í lestur á Harðskafi eftir Arnald og nú er næst á dagskránni að horfa á mýrina.Smile 

Það er reyndar ekki jólalegt hér fyrir fimm aura það er kalt en meira svona haustveður en jólaveður. Mér finnst samt einhvernveginn ekki vera jól það er einhvernveginn engin jólastemming hérna. Það sem kom mér helst í stemmingu var að fá malt og appelsín þótt það væri skrítin blanda, danskt malt og ítalskt appelsín en það var samt bara skrambi gott þótt Egils sé náttúrlega alltaf best. Smile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband