Færsluflokkur: Bloggar
8.2.2008 | 20:53
Úr einu í annað.
Ég er hér ennþá þótt ég sé ekki í bloggstuði þessa dagana. Enda ekkert að gerast, Geithafurinn veikur ennþá en er samt að hressast og ég er eins og hamstur þar sem það er eitthvað að plaga mig öðru megin í munninum. Semsagt mikið fjör og mikið gaman hér þessa vikuna.
Veðrið hér er samt að lagast og var bara með besta móti í dag fór í 13 gráður og það er nú bara nokkuð gott. Ég vona bara að það haldist eitthvað áfram.
Ég hafði loks að horfa á Mýrina í gærkvöldi. Ég fékk hana í jólagjöf og er búin að vera á leiðinni að horfa á hana síðan. Þvílíkt góð !!!! Geithafurinn horfði með mér....hann var nú ekki viss fyrst en sagði svo ok ég sé hvernig hún er ég hætti þá bara ef mér finnst hún leiðinleg, ekki alveg viss um að nenna að horfa á íslenska mynd. En nei við sátum sko bæði sem fastast og þótt ég hafi haft aðra mynd í huganum um Erlend eftir að lesa bækirnar að þá er Ingvar Sigurðsson alveg ekta hann !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.2.2008 | 15:07
Veikindi.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2008 | 13:28
Ísmolar !


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2008 | 16:47
Irri pirri.
Ekki varð nú eins mikið um tiltekt og ferðir á haugana eins og til stóð. Við byrjuðum að laga til í gærkvöldi og tókum til dót sem átti að henda. Þegar við komum niður í morgun var sú gamla búin að setja það allt aftur inn í skáp. Það var tekið niður aftur og tæmdur einn skápur sem var fullur af drasli en engu mátti henda sú gamla þurfti að eiga þetta allt. Eggjabakkar og ónýtir pottar, niður rifin lök.. það þarf að eiga þetta allt. Við ætlum að bíða aðeins förum líklega í þetta um næstu helgi þar sem Geithafurinn sagði henni að fara þá með þetta inn til sín á næstu dögum ef hún ætlar að eiga þetta, hún getur þá sett þetta í tómu geymsluna sína.
Þannig að eftir þetta fórum við til Ravenna að versla inn fyrir vikuna og komum við í búð sem selur allt fyrir gæludýr þar sem okkur vantaði nýja hálsól á hundinn. Eftir ferð þarna inn langaði mig í hund og kött, hamstur og fiska þar sem það var til svo margt flott þarna !! Allskonar bæli, föt, búr og bara að nefna það. Það er bara ekki hægt að fá sér dýr þegar maður er alltaf á flakki milli landa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.1.2008 | 13:36
Fimmtudagur.
Get ekki sagt að ég hafi nennt á fætur í morgun, enda allt dimmt og rigning. En það hafðist nú á endanum. Er reyndar búin að vera mest allan morguninn í eldhúsinu þar sem ég var að elda kvöldmatinn. Jamm fínt að geta eldað hann fyrir hádegið
en í kvöld verður semsagt kolkrabbi og kartöflur á borðum og það er borðað kalt þannig að það er fínt að elda það fyrir hádegið og vera laus við eldhúsið í kvöld.
Annars er ekkert að gerast en mér sýnist að það verði nóg að snúast um helgina þar sem það liggja fyrir fleiri ferðir á haugana og ýmsar tilfæringar. En eitt fannst mér nokkuð skondið þegar við fórum á haugana um síðustu helgi. Það er maður sem vinnur þar og á hann að fylgjast með hvað er komið með og að það fari á rétta staði einnig á hann að vigta hvað fólk er með mikið. En hann gerir það ekki því að ef fólk er ekki með heilu vörubílsfarmana að þá vigtar hann bara fólkið sem keyrir en ekki ruslið. Ég gat ekki annað en brosað þegar ég sá röð af fólki bíða eftir að stíga á vigtina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2008 | 15:18
Allora....
Eitthvað er ég ekki að standa mig í stykkinu við bloggið þar sem tvö síðustu komment hafa verið um það að blogga ! Ég skal reyna þótt ég hafi ekki mikið að segja eins og er.
Sunnudagurinn hjá mér var frekar rólegur þar sem kallarnir voru að brjóta og færa til á neðri hæðinni svo að það væri hægt að laga á mánudaginn og ótrúlegt en satt að þá var allt lagað þá. En ég átti alveg eins von á að það myndi dragast eitthvað. En allavega þeir tóku til á neðri hæðinni alveg fullt og herbergið sem sú gamla hefur alltaf verið að kvarta yfir að geta ekki notað er núna næstum tómt þannig að ég hélt að hún yrði nú ánægð. En áðan fór ég niður og þá kemur hún með tárin í augunum og núna er bílskúrinn ekki eins og hún vill hafa hann. ( Hann er samt mjög fínn, smá dót náttúrlega og bíll en þetta er bílskúr !! ) Ég ákvað að áður en að ég myndi segja eitthvað sem best væri að láta ósagt að fara bara upp og loka á eftir mér !! Hún er búin að skammast í margar vikur yfir herberginu og það er ekki sjens að ég nenni að hlusta á hana með það sama um bílskúrinn næstu vikur !! Fyrir utan það að hún á ekkert að vera í bílskúrnum en hún vill hafa hann samt, er meira að segja ekki með rusl inni hjá sér bara í skúrnum.
Annars er ekkert að gerast, tíminn er samt skelfilega fljótur að líða það er að verða kominn febrúar sem er náttúrlega bara fínt því þá fer að styttast í Dublin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.1.2008 | 20:46
Allt á floti allstaðar....
Þvílíkur dagur í dag !!! Í gærkvöldi ákváðum við að vakna klukkan 7 þar sem Geithafurinn var búinn að fá lánaðan bíl til að fara með slatta af rusli á haugana. En klukkan 4 vöknum við við hringingu ég fattaði fyrst ekkert hvað þetta var en hann rauk upp og sagði það er eitthvað að hjá ömmu þessi bjalla er hjá henni og jú mikið rétt hún var að hringja þar sem það var allt á floti á neðri hæðinni. Geymslan hennar og klósettið og bílskúrinn voru gersamlega undir vatni. Ég og gamla konan vorum í því að þurrka upp og Geithafurinn fór í það að tæma geymsluna hennar þar sem lekinn kom þaðan. Þvílíkt drasl og þvílíkt vatn !!! Við þurftum líka að tæma bílskúrinn að miklu leyti og þar á meðal að koma út litla bílnum sem gamlinn ( Pabbi Geithafursins á) við höfðum náttúrlega ekki lyklana af honum þannig að við urðum bara að ýta sem betur fer er hann frekar léttur !
Það kom sér að Geithafurinn var búinn að fá lánaðan bíl til að fara með drasl þar sem mest allt úr geymslunni fór á haugana. Það var reyndar ekki allt af vatnsskemmdum heldur líka bara hvað sú gamla var að geyma til að nefna nokkur dæmi að þá var þarna ónýt ryksuga, fylgihlutir með ryksugu sem hún átti ábyggilega fyrir 30 árum, ónýt regnhlíf, brotinn stóll. ónýtir sólstólar, kassar undan flest öllu sem hún hefur keypt síðustu 10 árin !! Bara til að stikla á stóru. Við fórum tvær ferðir á haugana með fullan bíl.
Eftir hádegið kom viðgerðarmaður og gat hann komið vatninu á fyrir efri hæðina en neðri hæðin hefur kranavatn en ofnar virka ekki þar sem það þarf að brjóta svo að það sé hægt að laga það en það verður víst gert á mánudaginn. Þannig að þetta sleppur þar sem sú gamla á rafmagns ofn til að hita upp hjá sér.
En ég er semsagt búin að vera á fótum og á fullu síðan 4 í nótt og verð að segja að ég er nú að verða soldið syfjuð !! En eftir allt vatnsflóðið og haugaferðir að þá þurfti að versla inn fyrir vikuna og hitt og annað sem hefur þurft að vesenast hér heima þannig að það hefur verið meira en nóg að snúast hér í dag ! Ég er samt fegin að þetta gerðist núna en ekki eftir mánuð þar sem þá hefði sú gamla verið ein heima og það hefði ekki verið gott þar sem hún má ekki við miklu þessa dagana.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2008 | 22:17
Mánudagur.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.1.2008 | 21:04
Úr einu í annað.
Get ekki sagt að það sé mikið að gerast hér þessa dagana. Það er hundkalt og þoka og bara ekkert spennandi að vera á ferðinni. Ég skrapp í hundagöngu áðan og ég var varla komin út fyrir hliðið þegar ég sá ekki húsið lengur. Maður er eins og inni í bómullarhnoðra ef maður rekur út nefið. Þannig að það er ekki eins og það sé mikið að skrifa um eins og er.
En ég sá eitt í morgun sem gerði mig alveg kjaftstopp ! Við vorum á leið til Ravenna til að versla inn og stoppuðum til að taka bensín. Ég var að fylgjast með fólkinu á meðan Geithafurinn var að dæla á og það voru tveir karlar að vinna þarna og annar var að afgreiða fólk reykjandi...á bensínstöð og þetta er sá sem rekur stöðina.
Svo er annað sem ég get ekki skilið hér og það er þegar fólk er að ferðast með börnin haldandi á þeim í framsætinu. Skil ekki hvað fólk er að hugsa ! Það er ekki eins og fólk keyri hægt hér á hraðbrautunum og reyndar ekki innanbæjar heldur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.1.2008 | 13:15
Gardínuvesen.
Hún amma gamla getur stundum gert mig galna. En hún kallaði í mig áðan til að segja mér gardínan frá borðstofunni væri komin. En þannig er að í endaðan nóv þvoði ég gardínu sem er nú ekki í frásögur færandi. Ég klemmdi hana út til að láta hana aðeins taka sig og ætlaði svo að hengja hana upp. Þegar ég fór út og ætlaði að ná í hana var hún horfin...ok ég vissi sossum alveg hver hefði tekið hana. En amma vildi ekki láta hana af hendi og sagðist ætla að láta straukonuna strauja hana. Ok ég ákvað að bíða einn dag en nei þá gat ég ekki fengið hana þar sem hún hafði farið með hana í hreinsun. Alltaf öðru hvoru hef ég spurt um gardínuna en nei ekki tilbúin....fyrr en allt í einu í dag að sú gamla kallar í mig til að sýna mér innpakkaða gardínu. Hún var semsagt komin úr hreinsun eftir næstum tvo mánuði. Þegar ég ætlaði að taka hana og fara með hana upp að þá mátti það ekki....nei nei bíða eftir straukonunni og svo þarf að þrífa gluggann og allskonar ástæður. Þá sagði ég nú bara stopp !! og tók gardínuna og fór með hana...ég þarf enga straukonu til að setja hana upp og ég get nú alveg pússað gluggann sjálf !! Það versta er að ég þarf að þvo frá öðrum glugga en vil helst ekki þurfa að bíða í tvo mánuði eftir að geta sett fyrir hann aftur...spurning um að standa við vélina á meðan hún þvær og standa svo úti við snúrurnar svo að gardínan gufi ekki upp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)