Færsluflokkur: Bloggar
3.3.2008 | 15:27
Ferðasaga.
Þá er komið að ferðasögunni frá Dublin í stórum dráttum. Ferðin byrjaði á klukkutíma seinkun þannig að við vorum komin frekar seint á hótelið sem var í miðbænum en við fórum og fengum okkur að borða og svo bara að sofa því stefnan var sett á að skoða okkur um á mánudaginn. Mánudagurinn byrjaði ekkert of vel þar sem sturtan í herberginu virkaði ekki en þegar ég kvartaði að þá virtist það vera vel þekkt vandamál í þessu herbergi. Okkur var boðið að fá stórt herbergi ef við gætum beðið til hádegis og það var sossum ekkert mál við fórum út að skoða okkur um og þegar við komum aftur á hótelið að þá fengum við risa herbergi !! Með tveimur hjónarúmum og risa baðherbergi þannig að þetta var bara fínt.
Á mánudeginum vorum við bara í kringum Temple Bar svæðið og kíktum inn hér og þar að skoða. Þriðjudagurinn fór í að skoða Guinness og Jameson og það var bara gaman !!! Guinness tók ábyggilega meira en tvo tíma að fara í gegnum og í Jameson er ferð með leiðsögumanni og það var alveg frábært ég hélt að ég hefði ekki gaman að þessu en þvert á móti ég hló mikið í þeirri ferð. Svo er náttúrlega boðið upp á drykk í enda ferðar en ég lét nú bara Geithafurinn um það sko...hann vildi reyndar að ég myndi bjóða mig fram í Viskí smökkun en ég lét það eiga sig.
Á miðvikudag fórum við í stóra verslunar miðstöð sem heitir Dundrum en við entumst nú ekki þar mjög lengi, erum ekki mjög verslunarsinnuð. Svo var bara verið í Temple Bar og skoðað sig um já og ég hafði að drekka eitt Irish coffee....sem telst nú bara gott. Á fimmtudeginum var farið til Howth sem er fiskimannaþorp og er bara gaman að fara þangað. Þar eru selir við bryggjuna og það var gaman að fylgjast með þeim.
Á föstudeginum var úrhellis rigning þannig að við nenntum ekki að fara neitt út og fórum bara á flugvöllinn snemma og það var fínt þar sem við gátum tjekkað okkur inn snemma. Það var smá seinkun á fluginu en það var svo mikill vindur að við komum á áætlun heim eftir mjööööög mikla ókyrrð í loftinu. Ég reyndar skemmti mér vel þar sem ég er ekki flughrædd en það voru nokkrir sem voru ekki eins hressir eftir að hristast í allar áttir í tvo og hálfan tíma. En þetta var bara fín ferð ég á ábyggilega eftir að fara þarna aftur og á sama hótel það var frábært að vera svona miðsvæðis og starfsfólkið þarna var hvert öðru betra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 13:58
Örblogg.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2008 | 20:37
Alveg að skella á !!
Þá er alveg að verða komið að Dublinar ferðinni. Hendi einhverju niður í tösku á morgun og svo verður lagt í hann á sunnudaginn. En það verður tilbreyting að fara eitthvað annað en til London þótt sú borg togi alltaf í mig !! Þarf endilega að fara þangað aftur sem fyrst !!
En annars er ekki mikið að gerast þokan er komin aftur en vonandi verður ekki þoka á sunnudaginn því þá gæti flugið raskast, það má ekki við miklu hér til að allt fari úr skorðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.2.2008 | 16:37
Stress og meira stress.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2008 | 15:20
Hvað er í gangi ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2008 | 14:15
Sunnudagur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2008 | 15:54
Jamm og já.
Er ennþá innidýr en ætla nú að drösla mér út úr húsi á morgun og fara að versla allavega. Er að verða galin á inniveru !! Enda er veðrið hér ansi gott á daginn og nágrannarnir allir á fullu í garðvinnu. Það er nóg að gera hér í garðinum og þótt ég sé ekki mikið fyrir garðvinnu að þá klæjar mig í puttana núna að komast út að gera eitthvað. En það verður kannski hægt að gera eitthvað í næstu viku ,annars kemur yfirleitt rigning ef að ég ákveð að fara í garðvinnu þannig að það er kannski best að vera ekkert að plana neitt.
En annars er ekki mikið um að vera hér, samt smá pælingar í gangi....spurning hvort að maður kemur á klakann í sumar. Það þarf allavega að fara að pæla í því þar sem tíminn líður ansi hratt !! Febrúar er langt kominn og mér finnst jólin nýbúin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2008 | 21:49
Hóst.


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2008 | 04:41
Svefnleysi.


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2008 | 15:56
Lasarus aftur !
Ég er tuskuleg í dag. Er aftur komin með kvef og einhverja flensudruslu !! En það er kannski ekki skrítið þar sem það er svo kalt og rakt á kvöldin að manni verður kalt inn að beini við að fara út. Ég held að ég fari að gera eins og gamla liðið hér sem vefur trefli eða einhverjum klútum yfir hausinn þannig að það rétt sést í augun. Svona Michael Jackson tíska.
Ég ætla nú samt að þrjóskast við að fara til læknis enda held ég að það sé ekkert skaffað við þessu ég held mig bara inni og er með nokkurskonar panodil hot til að drekka. Nenni líka engan vegin að bíða fyrir utan hjá honum frá 6 í fyrramálið. En ef ég versna að þá læt ég kíkja á mig á miðvikudagskvöldið þegar annar doksi kemur hingað í mat. En það er allavega betra að fá þetta núna þá heldur að vera veik í Dublin...sem er eftir 2 vikur !!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)