Færsluflokkur: Bloggar

Ferðasaga.

Þá er komið að ferðasögunni frá Dublin í stórum dráttum. Ferðin byrjaði á klukkutíma seinkun þannig að við vorum komin frekar seint á hótelið sem var í miðbænum en við fórum og fengum okkur að borða og svo bara að sofa því stefnan var sett á að skoða okkur um á mánudaginn. Mánudagurinn byrjaði ekkert of vel þar sem sturtan í herberginu virkaði ekki en þegar ég kvartaði að þá virtist það vera vel þekkt vandamál í þessu herbergi. Okkur var boðið að fá stórt herbergi ef við gætum beðið til hádegis og það var sossum ekkert mál við fórum út að skoða okkur um og þegar við komum aftur á hótelið að þá fengum við risa herbergi !! Með tveimur hjónarúmum og risa baðherbergi þannig að þetta var bara fínt. Smile

Á mánudeginum vorum við bara í kringum Temple Bar svæðið og kíktum inn hér og þar að skoða. Þriðjudagurinn fór í að skoða Guinness og Jameson og það var bara gaman !!! Guinness tók ábyggilega meira en tvo tíma að fara í gegnum og í Jameson er ferð með leiðsögumanni og það var alveg frábært ég hélt að ég hefði ekki gaman að þessu en þvert á móti ég hló mikið í þeirri ferð. Svo er náttúrlega boðið upp á drykk í enda ferðar en ég lét nú bara Geithafurinn um það sko...hann vildi reyndar að ég myndi bjóða mig fram í Viskí smökkun en ég lét það eiga sig.

Á miðvikudag fórum við í stóra verslunar miðstöð sem heitir Dundrum en við entumst nú ekki þar mjög lengi, erum ekki mjög verslunarsinnuð. Svo var bara verið í Temple Bar og skoðað sig um já og ég hafði að drekka eitt Irish coffee....sem telst nú bara gott. Wink Á fimmtudeginum var farið til Howth sem er fiskimannaþorp og er bara gaman að fara þangað. Þar eru selir við bryggjuna og það var gaman að fylgjast með þeim.

Á föstudeginum var úrhellis rigning þannig að við nenntum ekki að fara neitt út og fórum bara á flugvöllinn snemma og það var fínt þar sem við gátum tjekkað okkur inn snemma. Það var smá seinkun á fluginu en það var svo mikill vindur að við komum á áætlun heim eftir mjööööög mikla ókyrrð í loftinu. Ég reyndar skemmti mér vel þar sem ég er ekki flughrædd en það voru nokkrir sem voru ekki eins hressir eftir að hristast í allar áttir í tvo og hálfan tíma. En þetta var bara fín ferð ég á ábyggilega eftir að fara þarna aftur og á sama hótel það var frábært að vera svona miðsvæðis og starfsfólkið þarna var hvert öðru betra.


Örblogg.

Er komin heim eftir góða ferð til Dublin. Ferðasagan kemur þegar ég hef fundið bloggandann aftur en hann er ekki til staðar eins og er.Woundering

Alveg að skella á !!

Þá er alveg að verða komið að Dublinar ferðinni. Tounge  Hendi einhverju niður í tösku á morgun og svo verður lagt í hann á sunnudaginn. En það verður tilbreyting að fara eitthvað annað en til London þótt sú borg togi alltaf í mig !! Þarf endilega að fara þangað aftur sem fyrst !! 

En annars er ekki mikið að gerast þokan er komin aftur en vonandi verður ekki þoka á sunnudaginn því þá gæti flugið raskast, það má ekki við miklu hér til að allt fari úr skorðum.


Stress og meira stress.

En ekki hjá mér reyndar ég er alveg róleg en eftir daginn í dag er ég eiginlega búin á því bara að fylgjast með ömmu gömlu. Hún er svo stressuð þessa dagana að það nær engri átt. Hún er farin á fætur fyrir 7 til að vesenast eitthvað og í morgun var hún á fullu að þurrka af og skúra inni hjá sér þegar ég fór niður að þvo. Þá fór hún að tala um garðinn og það að þar væri soldið af greinum sem þyrfti að fara með á haugana og jú það ætluðum við Geithafurinn að gera á laugardaginn þar sem það er búið að loka þegar hann kemur heim á kvöldin. En nei það mátti sko ekki bíða þangað til hún hringdi í einhvern mann á þriggja hjóla bíl til að koma og taka þetta strax ! Já þetta varð að fara bara ákkurat núna !! Ég fór eftir hádegið að ná í þvott og þá var sú gamla ennþá að skúra inni hjá sér, en hún er búin að vera að hlaupa úr því og í að klippa einhvern runna í allan dag, er smá stund úti og fer svo inn að skúra og svona heldur þetta áfram. Ég hef nú rekist á soldið af stressuðu fólki í gegnum árin en hún slær þeim öllum við. Hún er búin að fara eina enn ferð til læknis til að reyna að fá eitthvað við þessu en ekkert virðist virka enda segist hún vera svooo stressuð. Ég gat nú ekki á mér setið þegar hún elti mig með þvottinn og talaði á 300 um allt sem hún þyrfti að gera sem var að skúra og klippa runnann og taka til, ég sagði henni að slaka aðeins á en nei hún segist ekki geta slakað á. En það hlýtur reyndar að vera ansi erfitt að vera svona.Woundering

Hvað er í gangi ?

Hér er ekkert nýtt að vera stoppaður við búðir eða í miðborg Ravenna af betlurum en það hefur hingað til ekki verið hér í bænum. Stundum koma einhverjir að reyna að pranga inn á mann einhverju en ef maður segir nei að þá fara þeir en í morgun lenti ég í smá sem ég er ekki mjög hress með. Þannig var að dyrabjallan hringdi rétt fyrir 10 og  ég kíki út og sé konu með barn í kerru og ég opna glugga sem ég stend við og þá segir hún að hún sé svöng og vill fá pening. Ég segi nei og loka glugganum en hún hélt áfram að hringja og þegar ég opna aftur er hún að koma frá húsinu ( hér fer enginn inn á lóð nema að þekkja vel til þar sem oft er fólk með mikla varðhunda) hún hafði verið að kíkja á glugga hjá gömlu konunni. Sú gamla var ekki heima en vá hvað ég varð reið en konan hljóp þegar hún sá að ég var að fylgjast með henni.  Næstu daga ætla að ég að vera heima og fylgjast með, því að ég varð vör við hana hér í götunni í gær líka þótt hún hafi ekki hringt dyrabjöllunni þá. Spurning hvort hún sé að kanna aðstæður ...því það þarf ekkert að vera að hún sé ein á ferð þótt hún standi ein úti með barn þegar hún dinglar.

Sunnudagur.

Frekar letileg helgi að verða langt komin. Ég hef nú farið smávegis út en hef ekki viljað vera mikið á ferðinni þar sem ég er loksins að verða góð, vil helst losna við þessa flensu fyrir fullt og allt. Skruppum að versla og til gömlu hjónanna í gær og í morgun var skroppið í nágrannabæ til að fara í bókabúð til að kaupa litla bók um Dublin. Alltaf gaman að fara í gönguferð þar en það var látið eiga sig í morgun þar sem það var þvílíkt kalt enda ekki skrítið kannski þar sem það var frost og rok.

Jamm og já.

Er ennþá innidýr en ætla nú að drösla mér út úr húsi á morgun og fara að versla allavega. Er að verða galin á inniveru !!  Enda er veðrið hér ansi gott á daginn og nágrannarnir allir á fullu í garðvinnu. Það er nóg að gera hér í garðinum og þótt ég sé ekki mikið fyrir garðvinnu að þá klæjar mig í puttana núna að komast út að gera eitthvað. En það verður kannski hægt að gera eitthvað í næstu viku ,annars kemur yfirleitt rigning ef að ég ákveð að fara í garðvinnu þannig að það er kannski best að vera ekkert að plana neitt.Errm

En annars er ekki mikið um að vera hér, samt smá pælingar í gangi....spurning hvort að maður kemur á klakann í sumar. Það þarf allavega að fara að pæla í því þar sem tíminn líður ansi hratt !! Febrúar er langt kominn og mér finnst jólin nýbúin. Shocking

 


Hóst.

Ég held ég sé komin með hálft apótek hingað heim. Geithafurinn er búinn að fara tvisvar í apótekið fyrir mig í dag til að bæta við og var nú slatti til hér fyrir, mig vantaði meira hóstasaft og svo hálsbrjóstsykur og ætla rétt að vona að ég sofi betur í nótt. Sleeping Verst hvað þetta hóstasaft er vont, lyktin er eins og af kökudropum....ojjj bara !!! En ef það virkar lætur maður sig hafa það. En ég er samt langt frá því að vera góð og ég get ekki annað en sagt að ég hafi orðið glöð þegar Geithafurinn hringdi í mig seinnipartinn og sagðist ætla að elda kvöldmatinn.Smile Hann eldaði osta pasta og slurp !!! hvað það var gott. Ekki það að hann eldar oft en það er meira um það um helgar þegar hann er í fríi.

Svefnleysi.

Get ekki sofið fyrir hósta þannig að eftir að hafa farið mörgu sinnum fram og fengið mér heitt að drekka og tópasskot og ég veit ekki hvað og hvað að þá bara gafst ég upp og ákvað að hætta að reyna að sofa. Ég sem var orðin svo hress seinni partinn í gær að ég ákvað að fara með Geithafrinum að versla. Ég hefði kannski betur sleppt því. Woundering En langaði bara að skreppa aðeins út þar sem ég er að verða galin á inniveru !  Við vorum komin í búðina hér í bænum ca 20 mín áður en hún lokaði og þá var verið að skúra allt þannig að maður var bara fyrir og 15 mínútum fyrir lokun er farið að kalla upp þar, að það sé verið að loka. En það er reyndar fínt þá er maður allavega ekkert að drolla við að versla. Smile

Lasarus aftur !

Ég er tuskuleg í dag. Er aftur komin með kvef og einhverja flensudruslu !! En það er kannski ekki skrítið þar sem það er svo kalt og rakt á kvöldin að manni verður kalt inn að beini við að fara út. Ég held að ég fari að gera eins og gamla liðið hér sem vefur trefli eða einhverjum klútum yfir hausinn þannig að það rétt sést í augun. Woundering  Svona Michael Jackson tíska.Cool Ég ætla nú samt að þrjóskast við að fara til læknis enda held ég að það sé ekkert skaffað við þessu ég held mig bara inni og er með nokkurskonar panodil hot til að drekka. Nenni líka engan vegin að bíða fyrir utan hjá honum frá 6 í fyrramálið. En ef ég versna að þá læt ég kíkja á mig á miðvikudagskvöldið þegar annar doksi kemur hingað í mat. En það er allavega betra að fá þetta núna þá heldur að vera veik í Dublin...sem er eftir 2 vikur !!!! 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband