Færsluflokkur: Bloggar
4.12.2006 | 10:37
Lasarus

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2006 | 16:50
Jólaæði !!
Þvílíkt jólaæði sem er í gangi í öllum búðum hér ! Það eru allar búðir opnar á Sunnudögum núna fram að jólum og við ákváðum að fara snemma í morgun svo að við myndum nú losna við mestu traffikina, ég ætlaði að skoða jóladót og svo þurftum við að versla nokkra hluti. Þetta tók sko tímann sinn og ég skoðaði ekki einu sinni jóladótið ég var orðin svo ringluð þarna inni. Það var ekki hægt að komast um, það var maður við mann og það voru ábyggilega 40 kassar í gangi og langar biðraðir við þá alla. Ég held að eftir þetta að þá sé ég búin að ákveða að fresta jólunum fram í Januar
Verðum samt hér heima á jóladag sem er mikill léttir fyrir mig !!!! Get ekki lýst því hvað mig langaði ekki að fara í jólahádegismat hjá föðurfamilíunni !!! og náttúrlega kærustu pabba Geithafursins sem er höfð í felum allt árið nema þennan dag ! Hef verið að hugsa upp allar afsakanir sem mér datt í hug undanfarið til að losna undan þessu en Geithafurinn (sem vill heldur ekki fara) sagði að það yrði ekki auðvelt við yrðum að fara og vera þarna 25 des. Ég vil bara ekkert vera þarna með fólki sem ég hitti aldrei (nema ömmuna og afann) og þegar við hittumst að þá eru bara heilu ræðurnar um það hvar maður á að búa. Það er bara ekkert þeirra mál hvort við búum hér eða flytjum aftur til Íslands. Ég ætla ekki að eyða jólunum í að rökræða það ! En semsagt við ætlum að vera hér og borða með Ömmu gömlu á neðri hæðinni Þau geta ekki sagt neitt við því, þau eru nokkur saman en Amma gamla er ein. Ég umgengst hana mikið meira og vil mikið frekar vera hjá henni og Geithafurinn var bara alveg sammála mér þegar ég stakk upp á þessu og ég held að sú gamla sér meira en ánægð með þetta. Með þessu geri ég ábyggilega allt vitlaust í familíunni en það verður þá bara að hafa það !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2006 | 21:14
Pulsa með öllu.
Það þarf oft ekki mikið til að gleðja mann, í dag dugði mér að borða pulsu með remúlaði og steiktum lauk keypti sko solleiðis í Köben og það var ansi ljúft að japla á þessu ! Annað sem ég rakst svo á í dag var rauðkál og ég var nú ekki lengi að skella mér á það ! Alltaf frábært að rekast á eitthvað kunnuglegt og gott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2006 | 10:56
Ferðasagan
Þá er það ferðasagan, ég ætla nú bara að stikla á stóru þar sem þetta verður ábyggilega nógu langt með því. Ferðin hófst aðfaranótt mánudagsins 20 nóv við lögðum af stað klukkan eitt um nóttina þar sem það var ansi mikil þoka. Við vorum samt komin allt of snemma á flugvöllinn (Milan, Bergamo) en það er samt betra en að vera seinn. Þeir hafa greinlega ekki séð marga Íslendinga fara þarna í gegn þar sem að sú sem tjekkaði mig inn gat ekki hætt að skoða vegabréfið og sagði að ég væri fyrsti Íslendingurinn sem hún tjekkaði inn. Í öryggis tjekkinu að þá var ég komin í gegn þegar það kemur vörður alveg á öðru hundraðinu og ég hélt að nú ætti að taka mig í eitthvað meira tjekk en nei þá hafði hann séð vegabréfið mitt sem ég hélt á vildi bara óska mér góðrar ferðar.
En loksins hófst ferðin og eftir ca 90 mín flug millilentum við í Berlín þar sem við þurftum að bíða í 3 tíma og svo var um 50 mín flug til Köben. Við vorum komin á hótelið um klukkan þrjú, við drösluðum farangrinum upp og fórum svo út að skoða okkur um í miðbænum. En þegar við komim svo á hótelið um kvöldið að þá sáum við að herbergið var ekkert sérstaklega hreint en við ákváðum að láta það eiga sig til morguns. Þá fór ég í móttökuna og spurði hvort að það væri ekki hægt að þrifa soldið betur á meðan við værum í burtu og jú það var nú ekki málið en allan tímann sem við vorum þarna var ekkert gert í málunum það var jú skift um handklæði og tekið rusl en ekkert annað. Það er allavega ljóst að þetta hótel veljum við ekki aftur !
En það sem við gerðum var ansi mikið !
Fórum tvisvar yfir til Malmö og það var reglulega gaman. Langar að heimsækja Svíþjóð núna.
Fórum í Tivoli sem er náttúrlega bara gaman fyrir jólin, ég vann bangsa á tombólu og segul á ísskáp í einhverjum leik og Geithafurinn vann bangsa og jójó í skot leik.
Heimsóttum Carlsberg verksmiðjuna.
Fórum til Hróarskeldu og skoðuðum víkingaskipa safn.
Fórum til Helsingör og skoðuðum kastala og sjávarfiska safn
Fórum í dýragarðinn í Köben.
Þvældumst hingað og þangað um Kaupmannahöfn fórum á söfn og skoðuðum hitt og annað.
Ég verð nú að segja að ég var nú orðin meira en þreytt þegar kom að heimferðinni en við lögðum af stað á flugvöllinn um 10 á mándagsmorguninn og vorum komin heim um eitt um nóttina þannig að þetta var slatti langt ferðalag. Í Berlín lentum við í smá veseni með farangur þar sem hann átti að hafa verið tjekkaður inn alla leið frá Köben en önnur taskan okkar var tekin út og við urðum að dröslast með hana með okkur þar til það var byrjað að tjékka inn en það hafðist allt að lokum. Geithafurinn lenti samt í smá veseni þegar hann var að fara í gengum öryggistjekkið. Það eru nýjar reglur þannig að það má ekki hafa vökva eða snyrtivörur nema í litlu magni og á í glærum poka. Hann hafði keypt nokkar litlar pulsur á flugvellinum í Berlín og var með þær í handfarangrinum og þegar allt var gegnumlýst að þá vildu þeir fá að opna töskuna og það var ekkert mál. Ég átti samt mjög bágt með að hlæja ekki þegar töllvörðurinn tók upp pulsurnar og sagði það eru komnar nýjar reglur um snyrtivörur, hefurðu heyrt það. Já við höfðum það en við töldum nú ekki pulsur með snyrtivörum en það gera þeir greinilega þarna því að Geithafurinn varð að fara með þær fram og setja þær í glæran poka og fara aftur í gegn.
Læt þetta duga í bili og er farin að halda áfram að þvo þvott sem er endalaus eftir ferðalagið !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.11.2006 | 15:32
Pirr
Ekki minn dagur í dag !! Er búin að vera að þvo og þvo þar sem það var náttúrlega allt skítugt þegar heim var komið. Það á nú ekki að vera mikið mál, en hefur gengið frekar brösuglega í dag. Ég rotaði mig næstum þar sem ég rak hausinn í skáphurð þegar ég var að ná í óhreinan þvott og svo núna rétt áðan að þá var ég að hengja upp á herðatré og það gekk ekki betur en svo að ég fékk endann á því í augað þannig að núna sit ég hér með kúlu á hausnum og aumt auga...ætla rétt að vona að ég fái ekki glóðarauga !! Spurning um að fara bara að sofa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2006 | 18:49
Er komin heim !
Er komin heim eftir mikinn þvæling !!!! Er búin að vera stanslaust á ferðinni ...þarf að skrifa ferðasöguna hérna fljótlega þegar ég kemst í blogg stuð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2006 | 09:31
Sunnudagur
Klukkan ekki orðin hálf ellefu og ég er búin að vera vakandi í marga klukkutíma !! Fórum til Casalborsetti í morgunmat rúmlega 7 og fórum svo að klára að pakka niður og það er búið nema bara smá smotterí þannig að þetta er allt á réttri leið En það verður samt ábyggilega ansi erfitt að drösla sér af stað um tvö í nótt en vonandi næ ég að sofa smá í kvöld. Hef ekki trú á að það verði mikið gert á morgun í Köben nema bara sofa....við verðum ábyggilega búin á því þar sem við verðum ekki þar fyrr en um eitt eftir hádegið. Þannig að þetta verður soldið ferðalag þótt þetta sé ekki langt flug.
En allavega ciao í bili og ég læt heyra í mér aftur eftir rúma viku
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2006 | 10:20
Þoka
Það er ansi mikil þoka hér í dag, ég sá ekki húsið á móti í morgun þegar ég vaknaði, sé orðið útlínurnar núna en maður hefur það eiginlega á tilfinningunni að maður sé innan í bómullarhnoðra þegar veðrið er svona. Skrapp í búðina áðan og það var virkilega óþægilegt að labba í svona mikilli þoku ég sá ekki nema rétt fram fyrir tærnar á mér og það var ekki sjens að sjá hvort það væru bílar þegar farið var yfir götur. Bara skrítið
Annars er ekkert að gerast hjá mér, er komin með töskurnar til að setja niður í en hugsa að ég fari ekki í það fyrr en á morgun, það er reyndar ekki eins og að það sé eitthvað rosa verk að henda smá fötum í tösku. Vil samt ekki eiga það eftir á Sunnudaginn þar sem að þá vil ég geta tekið því rólega og lagt mig !! Því að við verðum að fara héðan ekki seinna en 2:30 aðfaranótt mánudagsins þannig að það verður ekki mikið um nætursvefn þá nóttina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2006 | 16:00
Arg !!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2006 | 15:37
Þriðjudagur
Það er ekki galið að fara í göngu hér um bæinn á kvöldin, við fórum um 9 með hundinn þannig að þetta var náttúrlega ekki mikil hraðganga þar sem hann fer nú ekki hratt yrir orðið! En bærinn var gjörsamlega dauður mættum einum kalli og tveimur bílum, held ég hafi bara aldrei séð þetta svona rólegt þótt það sé nú yfirleitt ekki skelfilega mikil traffic hér. Spurning um að fara annan hring í kvöld í þokunni ...spurning hvað maður verður kvöldhress
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)