Færsluflokkur: Bloggar
21.12.2006 | 16:35
Jóla Jóla
Nóg búið að vera að snúast í dag, innkaup og þrif og svo verður farið í meiri innkaup í kvöld þar sem það verður ábyggilega brjálæði að fara í búð um helgina, þannig að við erum að hugsa um að reyna að kaupa bara í kvöld það sem okkur vantar. Annars sit ég eiginlega á höndunum á mér ( þegar ég er ekki að pikka )fékk nefninlega pakka áðan með jólapökkum og konfekti og fleira nammi.....slurpppp langar svo í konfekt en ég er að hugsa um að láta það ekki eftir mér fyrr en á þorláksmessu eða aðfangadag. Ég veit bara að ef að ég byrja að þá get ég ekki hætt og ehemm það er kannski ekki sniðugt að borða nokkur kíló af nammi núna
eða hvað ????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2006 | 18:01
Jamm og já
Það er ekki jólalegt hér fyrir fimmaura !! Mér fannst frekar vera vor í lofti en að jólin væru á næsta leyti þegar ég fór hér um allan bæ í morgun í rigningarúða, sem var reyndar bara alveg skrambi hressandi
Ég komst að því um helgina að ég get ekki verið stigamaður !! Ég reyndar vissi það alveg áður en varð samt að prófa þar sem ömmu gömlu vantaði svo að láta skifta um peru og vildi bíða eftir Geithafrinum en ég var nú ekki á því ! Maður þarf ekkert að hafa eitthvert dinglumdangl til að skifta um peru. Ég fór upp í tröppu og í þriðja þrepi náði ég upp en ehemm gat ekki sleppt báðum höndum þar sem mig svimaði ekkert smá að horfa niður. Ég ætlaði nú samt ekki að gefast upp, en upp í stigann færi ég ekki, ég náði mér bara í stóran stól sem til var hér uppi og dröslaði honum niður og þá gekk þetta eins og í sögu, ég semsagt get skift um peru....svo lengi sem ég þarf ekki að klifra til þess
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.12.2006 | 13:07
Sunnudagur

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2006 | 14:01
Jólin
Ég held bara að jólaskapið sé komið aftur eftir sendinguna sem ég fékk í morgun Fékk 11 geisladiska í póstinum og þar af eru 10 jóla, ég veit allavega hvað ég hlusta á í fyrramálið á meðan ég er að þrifa soldið hér ! Það var samt greinilega ekki sami póstmaður sem kom með þetta og venjulega þar sem hann dinglar alltaf bjöllunni þar sem stór umslög komast ekki í póstkassan en þessi setti þetta bara inn fyrir hliðið. Ég kíki út um gluggan um hádegið og þá var umslag....eins gott að það fór ekki að rigna eða að einhver óheiðarlegur sem labbar fram hjá þegar þetta er borið svona út. En allavega Þóra takk fyrir diskana
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2006 | 16:56
Hvað er...
...málið eiginlega með að vera að slá um miðjan desember ? Það er skítakuldi og frost á nóttunni en samt voru nokkrir kallar að slá þegar ég skrapp út áðan. Við það að finna graslyktina að þá eiginlega datt ég bara úr öllu jólaskapi. Spurning hvort að það kemur aftur fyrir jólin Annars er ákkurat ekkert að gerast hér þessa dagana bara skítakuldi dag og nótt, manni er alveg kalt inn að beini það er alveg ótrúlegt hvað rakinn gerir þetta mikið kaldara en heima og svo er náttúrlega húsa hitunin öðruvísi þannig að einhvernveginn er aldrei eins heitt inni og heima. Enda bý ég í flíspeysu þessa daga og stundum nætur...birrr birrr birrrrr !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2006 | 19:32
Skreytingar og kúamjólk
Þá er þetta hús ekki lengur það eina óskreytta í nágrenninu ! Ég tók mig til í dag og skellti seríunni á svalirnar og það tókst bara nokkuð vel þótt ég segi sjálf frá Það eru líklega fimm mismunandi blikk sem hægt er að hafa en ég ákvað nú bara að sleppa því allavega í bili.
Þegar Geithafurinn kom heim sagði hann mér að skella mér í skó því við værum að fara að kaupa kúamjólk beint úr kúnni. Ég var nú ekkert voða spennt þar sem ég vil nú bara venjulega mjólk út í te eða kaffi og læt það duga af mjólk. En ég fór með honum og þetta var bara ansi sniðugt, það er allavega búið að setja upp í nágrannabæ, sjálfsala sem selur mjólk beint úr kúnni. Þú getur komið með flösku eða keypt hana þar og setur peninginn í og þá opnast hleri og þú færð mjólk. Svo þegar þú ert búin að taka flöskuna fer af stað hreinsun og allt þvegið og svo geturðu byrjað aftur. Við keyptum nú bara tvær flöskur í þessari ferð eina handa Geithafrinum og svo eina handa Ömmu gömlu. En ég held að ég haldi mig við þessa búðarkeyptu áfram
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2006 | 20:27
Jólaæði .....


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2006 | 13:31
Laugardagur
Ég ætlaði að vera svo dugleg í dag en held að það verði að bíða til morguns. Skruppum til Ravenna í morgun og ætluðum að fara í miðbæinn og fara í nokkrar búðir en eftir að hafa farið i eina og labbað smá spöl (með regnhlíf) vorum við orðin gegnblaut og ákváðum að geyma allt til morguns og fara þá í verslunarmiðstöð. Það er þá allavega innandyra. Það er reyndar orðið fínt veður núna þannig að það hefði verið upplagt að fara núna seinni partinn þegar búðirnar opna aftur en þá þarf Geithafurinn að fara að vinna í nokkra klukkutíma þannig að það gengur ekki upp.
Það var reyndar stórhættulegt að vera á ferðinni í morgun þar sem þegar það er rigning að þá eru allir með regnhlífar og líka þeir sem eru á hjóli og gamalt fólk á ekki að vera á hjóli með regnhlíf ! Það á nógu erfitt með að hjóla með báðar hendur á stýri en þegar það er bara ein þar og hin á regnhlífinni og svo er verið að reyna að gefa merki með hendinni hvert fólk er að fara og þá fer allt í rugl fólk zikk zakkar fram og til baka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2006 | 14:49
Úr einu í annað.
Mig hefur sjaldan dreymt eins illa og í nótt, mig dreymdi svo mikla vitleysu drápstilraunir og þessháttar og ég vaknaði við það að það var verið að drepa mig. Það tók mig ansi langan tíma að sofna aftur eftir það.
Ég held að þetta hús hér verði það eina óskreytta í hverfinu Fór í leiðangur áðan til að kaupa eitthvað til að nota til skreytinga en keypti ekki neitt, það var ekkert spennandi til og seríurnar sem voru til voru allar annaðhvort bara gular eða bara rauðar. Þannig að ég lét þetta eiga sig, geri kannski aðra tilraun á morgun þar sem við förum á fleiri staði þá þar sem þá ætlum við að reyna að klára jólagjafakaup. Fékk nokkrar hugmyndir í dag en vil komst á annan stað líka en þar var lokað í dag þar sem það er rauður dagur þannig að það eru bara nokkrar búðir opnar.
Annars er ekkert spennandi að vera í búðum þessa dagana það virðist sem að fólk geri ekkert nema rífast þegar það er að versla. Í dag og líka síðast þegar ég fór í þessa búð að þá er fólk stopp einhverstaðar með kúfaðar körfur og svo er liggur við gargað á hvort annað inni í miðri búð....spurning hvort að það sé ekki allavega betra að geyma þetta þar til komið er út eða heim
Frekar skrítið veður hér í dag það er svo mikill raki í loftinu og það er 16 stiga hiti ! Þegar þetta er svona að þá er sko ekki jólalegt fyrir fimmaura....spurning um að reyna að redda sér smá gerfisnjó og setja í garðinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2006 | 15:38
Jólin Jólin

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)