Færsluflokkur: Bloggar

Myndir

Er ennþá að prufa mig áfram með myndir. Þarf að fara að taka myndvélina meira með mér, fatta yfirleitt þegar ég sé eitthvað sem mig langar að mynda að hún er heima á borði Woundering En þetta kemur allt saman, fékk reyndar kvörtun um að það vantaði allt fólk á myndirnar....það er alveg skýring á því sko, við bara einfaldlega festumst ekki á filmu Blush en það er aldrei að vita nema að það verði fólk á einhverjum einhverntímann Wink


Miðvikudagur

Það er allt ansi rólegt hér þessa dagana, það gerist ákkurat ekki neitt. Ég er að bíða eftir að klukkan verði soldið meira þar sem ég þarf að skreppa út en það eru ekki opnir allir staðirnir sem ég þarf að fara á fyrr en eftir 30 mín eins og tóbaksbúðin (er ekki farin að reykja sko !! er bara að fara að kaupa lotto Smile ) Ætla svo að skreppa í búðina líka mun betra að fara þangað eftir hádegi ! Ég fór þangað í gærmorgun og það var einn kassi í gangi og ég var númer 7 í röðinni og það voru ábyggilega komnir 7 á eftir mér, en samt segir engin orð og kvartar.....annað en það var heima í gamladaga þegar maður fékk ekkert nema skammir á kassanum ef fólk hafði einn eða tvo fyrir framan sig. Úff fæ alveg hroll við að hugsa um þetta....þjónustulundin mín er sko ekki komin til baka eftir að vera í 10 ár í búð ! Held að hún sé bara farin for good Tounge En allavega er farin út í góða veðrið....loksins eftir marga daga þoku og kulda er komið frábært veður.


Gleðilegt ár !

Þá er víst komið 2007 ! Ekkert smá sem tíminn er fljótur að líða.

En allavega Gleðilegt ár allir Smile


31 Des.

Þá er árið alveg að verða búið, mér finnst það nú samt eiginlega ekki vera þessi árstími. Það er bara þoka hér og kalt en ekkert jóla eða áramótalegt. Við skruppum til Casalborsetti í morgun að fá okkur kaffi áður en við skruppum í búð, ég átti von á að það yrði brjálaði þar en það var mesta furða. Kannski vegna þess að við vorum bara rétt eftir opnun.Ekki það að það þyrfti að flýta sér þar sem flestar búðir eru opnar til 7 !!! Mér finnst það nú í það lengsta á svona degi en svona er þetta víst hér Smile

Eftir áskorun frá lilla bro um að setja inn myndir að þá er ég farin að prufa. Vantar bara að þokan hverfi svo að ég geti tekið myndir.


Urr !

Sem betur fer er þetta ár að verða búið ! Ekki það að það hafi verið neitt slæmt en þessir dagar á milli jóla og nýárs hafa ekki verið neitt sérlega skemmtilegir. Það er búið að breyta þvotta og þurrkherberginu í verkstæði þannig að ég hef ekki einu sinni geta þvegið þvott Devil Vonandi verður allavega þurrt veður á næstunni svo að það sé þá allavega hægt að klemma út.

Ég hef ennþá ekki ákveðið hvað ég ætla að borða á Gamlárskvöld, okkur var reyndar boðið að vera úti í sveit en það freistaði ekki....allavega ekki mín !! Svo eru náttúrlega veitingastaðir með opið og margir fara þangað en úff að sitja í einhverja 5 tíma og borða er kannski soldið langt, ég held að best sé bara að vera heima en það er bara spurning um hvað verður á borðum. En það kemur ábyggilega í ljós á morgun Tounge


Kaaaaalt !!!

Það er bara hreinlega skítakuldi hér þessa dagana, ef að maður hættir sér út þá kemur maður heim eins og grílukerti !! Svo er þoka yfir öllu þannig að þetta er svona ekta veður til að vera undir feld með bók eða horfa á dvd. Ekki að það sé neitt erfitt eftir jólin sko hef nóg að lesa og að horfa á Smile

Annars er ekki mikið að gerast hér þessa dagana, það eru margir sem eru í fríi milli jóla og nýárs þar sem sum fyrirtæki og skrifstofur loka bara þessa daga en auðvitað þarf Geithafurinn að vinna, það hefði verið fínt að geta skroppið til San Marino núna fyrir helgina og sjá öll jólaljósin og skreytingarnar. En reyndar kannski ekkert gaman að labba þar um ef það er svona kalt !! Biiiirrrrrr !!


Meira át !

Ósköp rólegur dagur hér í dag, enda allt lokað nema barir og veitingastaðir og létum við þá að mestu eiga sig í dag, fyrir utan smá ferð í morgun til að fá okkur kaffi. Ég hélt nú að í dag yrði minna át en það gekk ekki alveg þar sem við urðum aftur að borða með Ömmu gömlu í hádeginu í dag þar sem það var svo mikið eftir síðan í gær Blush Ég held að það verði ekkert á borðum hér næstu daga nema kannski jógúrt og salatblað, allavega eitthvað létt svo mikið er víst Happy

Adolf múlasni

Það má ekki miklu muna að maður liggi afvelta eftir mikið át í dag og í gær ! Í gærkvöldi fórum við á kínverskan veitingastað, verð að segja að það var soldið skrítið að vera úti að borða á kínverskum stað á aðfangadagskvöldi Sideways en þetta var samt ansi gott. í dag borðuðum við svo með Ömmu gömlu og það var svo mikið að það var ekki einu sinni pláss fyrir kvöldmat.

Verð samt að segja að ég varð hálf móðguð í gærdag, fyrst var Geithafurinn eitthvað að stríða mér og sagði að ég væri þrjósk eins og asni ( sem er nú kannski satt Tounge ) en svo hringi frænka hans i hann til að segja Gleðileg jól og svo bað hún fyrir kveðju til Adolfs og þá átti hún við mig....ég meina ég hef verið kölluð ýmislegt hér en halló Adolf !!! Núna er ég mikið að spá í að heilsa henni næst með einhverju fáránlegu karlmannsnafni og sjá hvað hún segir við því. En allavega Adolf kveður í bili.....


Gleðileg Jól !

Hugsa að ég hafi ekki mikinn tíma á morgun til að blogga þannig að það er best að segja bara Gleðileg jól núna Smile Morgundagurinn fer líklega í matarvesen þar sem við ætlum að reyna að gera allt sem hægt er svo að það sé hægt að sofa út á jóladag sem það er náttúrlega aðaldagurinn hér. Allar búðir opnar fram eftir á morgun og solleiðis, ætla nú samt að reyna að komst hjá því að vera í búðarsnatti á morgun, fór i nokkrar í dag og það var alveg nóg !! Fékk reyndar jólagjöf í búðinni hér í bænum allir sem versla fá sex hnífa í standi ( borð-steikarhnífa) ég varð allavega ánægð þar sem ég hljóp inn að kaupa eitt brauð og borgaði heil 65 cent og kom út með hnífasett í kaupæti. En allavega ciao í bili og Gleðileg Jól og drekkið fullt af malti fyrir mig !!!! Wink

Voff

Ég skrapp út í morgun og þegar ég var komin smáspöl hérna frá húsinu að þá finn ég að það kemur eitthvað við lappirnar á mér en pæli ekkert í því fyrr en að það er stigið aftan á hælinn á mér. Ég verð nú að viðurkenna að mér brá soldið Woundering en þegar ég leit við að þá var þarna eitt stykki hundur sem ég hef oft séð en þar sem ég er nú ekki mikið fyrir að tala við ókunnuga hunda að þá hef ég ekkert reynt að vera að púkka upp á hann enda hefur hann alltaf verið hálf styggur, alltaf hlaupinn ef það er einhver hreyfing nálægt. En í morgun að þá losnaði ég ekki við hann, hann gekk á hælunum á mér alveg heim að aðalgötunni þá stoppaði hann og ég náttúrlega hélt áfram og fór í búðina sem ég þurfti að fara í og þegar ég kem til baka sömu leið að þá beið hann eftir mér þar sem hann hafði hætt að elta mig og fylgdi mér heim.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband