Færsluflokkur: Bloggar

Þoka þoka þoka

Það er bara þoka og aftur þoka hér. Skruppum aðeins til Ravenna í dag til að kaupa inn og það var komin soldil þoka þegar við fórum ,en svo á heim leiðinni sást ekki á milli stika. Þetta er alveg farið að verða ágætt ! Þetta er víst frekar óvenjulegt hér, það hefur oft náttúrlega komið þoka en ekki svona lengi í einu og þetta er bara allan daginn alla daga.

Annars er allt frekar rólegt hér þessa dagana, það hefur ekkert verið farið og ósköp lítið gert en samt líður tíminn ekkert smá hratt, jólin eru nýbúin en samt er Janúar langt kominn. Spurning um að fara að panta á elliheimilinu áður en það verður of seint Woundering


Það er nú það

Það er spurning hvort að ég fari að fjárfesta í litlum Atlas til að hafa í vasanum þar sem enginn virðist vita hvar Ísland er Frown Í gær stoppaði mig kona þegar ég var að koma úr búðinni og spurði hvort ég væri frá Rúmeníu ekki vildi ég kannast við það en hún varð eitt spurningamerki þegar ég sagðist vera frá Íslandi. Semsagt ég hef verið spurð hvort ég sé Þýsk, Pólsk, Rússnesk og Rúmensk og hef verið ávörpuð á bæði þýsku og rússnesku ...spurning hvað það verður næstWoundering


Mánudagur

Það gerist ákkurat ekkert hér þessa dagana, það er bara þoka og meiri þoka, það er rétt um miðjan daginn sem það léttir aðeins til. Við gerðum reyndar tilraun til að fara í verslunarferð í gær þar sem það er verslunarmiðstöð sem er opin á sunnudögum ekki hér langt frá en þegar við vorum komin að gatnamótunum þar sem beygt er til hennar að þá var þvílík bílalest ! Það hafa greinilega allir fengið sömu hugmynd og við að fara í búðarferð Woundering þannig að við snérum bara við, nenntum enganveginn að fara í svona traffic !

Annars langar mig svo að komast í einhverja stóra búð til að skoða púsl, langar svo að kaupa eitthvað flott og stórt og ramma það svo inn. Er reyndar búin að finna síðu sem selur þetta á netinu en ætla að bíða fram yfir næstu helgi og sjá hvort ég nenni í verslunarmiðstöð þá. En reyndar er ósköp þægilegt að panta þetta bara og fá þetta heim að dyrum, á einmitt von á sendinu einhvern næstu daga þar sem ég fann bókina sem ég var að leita að í netverslun....það verður sko frábært að fá Eldest í hendurnar get ekki beðið eftir að lesa hana !!


Pass

Segi bara pass í dag held ég. Vaknaði eitthvað voðalega úldin og hef verið eins og sprungi blaðra í allan dag. Ætla rétt að vona að morgundagurinn verði betri ! Er reyndar búin að vera á fullu allan seinni partinn þar sem við þurftum að fara í nokkrar búðir og ég fór í meðal annars í bókaleiðangur, skrapp í bókabúð í Ravenna til að athuga hvort þar væri til Eldest er nefninlega alveg að verða búin með Eragon og vantar þá svooooo bók tvö Wink en auðvitað var hún ekki til á ensku. Ætli ég panti hana bara ekki af netinu einhverstaðar, hugsa að það sé lang þægilegast. Svo fórum við í venjuleg innkaup ætluðum í sömu búð og venjulega en þar var svo mikil traffic að við nenntum engan vegin að fara þar inn ! Ekki sjens að fara í verslunarmiðstöð seinni part á laugardegi það er bara bilun. Ég hafði allavega ekki þolinmæði í það í dag GetLost

 


Þoka og bækur

Það er svo mikil þoka hér þessa dagana að ég rétt sé í næsta hús, ekki mjög spennandi ! Ætla rétt að vona að það verði ekki svona um helgina. Það er semsagt ekkert að gerast hérna, við erum bara orðnir bókaormar það hefur ekki verið kveikt á sjónvarpinu hér síðustu kvöld sem er alveg ótrúlegt. Ég er búin að lesa báðar bækurnar sem ég fékk í jólagjöf Konunsbók eftir Arnald Indriðason og Gemsinn eftir Stephen King. Þær voru báðar alveg hin ágætasta skemmtun. En um síðustu helgi fórum við til Lido í bókabúð og þar fann ég Eragon og hef verið föst í henni síðan, næsta skef er að fara í bíó og sjá myndina og svo verð ég að finna bók númer tvö. Skelfilegt þegar maður festist í einhverju svona mig dreymir ekkert nema galdra og dreka síðustu næturWoundering


Oj bara

Ég prufaði smá áðan sem ég mæli ekki með !!! Ég tapaði smá veðmáli við Geithafurinn og vitleysingurinn ég hafði veðjað upp á að prufa skra eða munntóbak.....og þvílíkur vibbi Sick!!!! Hann keypti slatta af þessu í Svíþjóð í des og hefur verið að japla á þessu síðan.En ég kem til með að láta þetta vera hér eftir og kem ekki til með að veðja upp á þetta aftur !


Engispretta

Engispretta

Það býr engispretta hér í einum glugganum, mér brá nú soldið um daginn þegar ég var að fara að loka hleranum og sá þetta stóra flykki þarna. Ég var nefninlega alls ekki viss hvað þetta var Blush En hún neitar að fara, og ef að hlerinn er opnaður færir hún sig bara innar og heldur áfram að sofa.


Note to self !

Alltaf, alltaf alltaf lesa á það sem þú kaupir !!!! Ég fór í búð í vikunni og keypi klósettpappir sem er nú ekki í frásögur færandi. En þegar ég opnaði pakkninguna í dag að þá gaus upp þessi rosalega imvatnslykt, eins og einhver hefði spreyjað hálfu glasi út í loftið en nei þá kom þessi rosa góði (not) ilmur af pappírnum Wink Það náttúrlega stendur skírum stöfum á pakkningunni að það sé ilmur en mér bara datt ekki í hug að það þyrfti að lesa utan á svona Woundering

Þrettándinn

Þegar ég ætlaði að fara að setja flottu seríuna mína í samband áðan í síðast skifti að þá greip ég í tómt Devil Þá hafði sá gamli tekið hana niður í morgun þannig að núna eru allir nema við með kveikt á seríu. 

Hér er náttúrlega ekki neinar þrettándahátíðar en á sumum stöðum er eitthvað um að vera en ég held að við látum það allt vera...erum bæði hálf léleg eitthvað. Held reyndar að í kvöld sé kveikt í svarta manninum og drukkið jólaglögg  ekki langt hér frá en ég nenni ómöglega að fara í svona mikið mannhaf núna, í fyrra var eins og í síldartunnu.

 


Föstudagur...

Mikið finnst mér leiðinlegt þegar fólk kann ekki á klukku Angry Það átti að koma maður frá þjónustufyrirtæki hér milli eitt og tvö til að kíkja á hlut og hann er ekki kominn ennþá og klukkan er langt gengin í sex....samt hringdi hann í Geithafurinn í morgun og boðaði komu sína. 

Ekki það að ég hef verið heim í mest allan dag og í gær þar sem ég er hálfslöpp. Fáránlegt að vera að fá í eyrun á gamalsaldri  Blush  Það reyndar virðist vera að mikillhluti bæjarbúa sé lasinn allavega fór amma gamla til doksa í gær og það tók 3 tíma að komast að, samt var hún farin að bíða alveg klukkutíma áður en opnaði.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband