Færsluflokkur: Bloggar
8.2.2007 | 21:57
.....
Mig langar í hund !! En það er víst ekki mjög sniðugt þegar að maður er alltaf á þvælingi á milli landa Reyndar segir Geithafurinn að ég eigi einn sem er gamli hundurinn hans þar sem hann eltir mig á röndum en hann er samt ekki minn ! Er samt eiginlega komin á þá skoðun að það yrði þá að vera sköllóttur hundur eða hvað sem þessir hárlausu eru kallaðir þar sem ég er orðin soldið þreytt á að þrífa upp hárbolta alla daga.
Annars er allt rólegt hér þessa dagana eins og venulega, þessi bær er meira en rólegur ! Ef maður fer í göngu eftir 8 á kvöldin að þá er alveg sérstakt ef að maður sér eina hræðu á ferðinni...alveg ekta svefnbær held ég bara. En það breytist reyndar strax klukkan 7 á morgnana þá eru allir komir á fullt, frekar öfugt við það sem maður á að venjast að heiman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2007 | 14:00
Martedí
Enn einn þriðjudagurinn runninn upp og með hinu fínasta veðri en mér kæmi samt ekki á óvart þótt að það yrði kalt og þoka í kvöld eins og venjulega.
En ég náði loks mynd áðan af þriggja hjóla bíl það er slatti mikið af þeim hér en auðvitað er ég aldrei með myndavélina þegar ég sé þá en þessi lagði bara hér fyrir utan áðan. Þeir reyndar geta verið hættulegir þótt þeir fari ekki mjög hratt enda eru ökumennirnir yfirleitt gamlir kallar sem hafa misst ökuréttindin af einhverjum sökum, til dæmis vegna aldurs
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2007 | 11:55
Ekkert að gerast
Það er ekkert að gerast hér þessa dagana þannig að ég hef sossum ekkert að segja. Á laugardaginn fékk ég púsl (1000stk.) og er svona rétt byrjuð á því, ef mér tekst að koma þessu saman verður þetta rosa flott mynd af Feneyjum
Fyrir utan það er ég bara að telja upp á 100 mörgu sinnum á dag þar sem hún amma gamla getur reynt á þolrifin stundum. Hún er náttúrlega orðin ansi öldruð og er farin að verða soldið rugluð. Í marga daga um daginn kallaði hún alltaf í mig til að spurja hvort ég borðaði þurrkaðar ferskjur. Svo eru þvottarnir sér kafli ! Við notum sömu vél þar sem hennar gaf upp öndina einhvertímann fyrir löngu og hún keypti aldrei aðra og það þýðir að á morgnana get oft ekki þvegið þar sem hún þvær og þvær og oft sama og ekkert það er ein og tvær flíkur í vél, en það er allt í lagi ég get alveg þvegið seinnipartinn eða á kvöldin en undanfarið er hún farin að elta mig og athuga hvað ég er að fara að þvo og svo má ég alls ekki klemma út því það er vetur og þá klemmir maður ekki út og ef ég klemmi út sem ég geri nú stundum að þá fær það að hanga smá og svo læðir hún sér og tekur það inn.....ég get stundum orðið soldið mikið pirruð !!!! Það kemur sér stundum að vera þolinmóður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2007 | 16:25
Meiri þoka



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2007 | 14:32
Mánudagur
Í gærkvöldi prufuðum við að eldbaka pizzu hérna heima. Það er svoleiðis ofn á neðrihæðinni og Geithafurinn hefur talað um það lengi að prufa þetta og það varð loksins af því í gær. Þetta var alveg ágætt en ég held að það sé nú bara betra að fara og kaupa pizzu einhverstaðar þetta er slatti mikið maus og það var allt á hvolfi eftir þetta. En fyrst að ofninn er til staðar er náttúrlega um að gera að nota hann stundum, en hann hefur víst ekki verið notaður í einhver ár þannig að það var tími til kominn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2007 | 21:39
Hundaraunir


Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 21:12
Hávaðabelgir !

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2007 | 15:31
Fimmtudagur
Annar dagur þar sem veðrið er frábært Það væri meiriháttar ef að helgin yrði svona.
Í gærkvöldi kom vinur Geithafursins í mat og það var grillað þvílíkt magn af kjöti sem er hið besta mál því að ég þarf ekki að elda í kvöld þar sem það eru svo miklir afgangar. Og já það var potað í mig þar sem Geithafurinn vildi endilega láta hann kíkja á hálsinn á mér, en eins og ég vissi er þetta ekki neitt.
Annars er allt frekar rólegt ég fékk loksins bókina mína Eldest í póstinum í gær þannig að núna hef ég hátt í 700 síðna bók að lesa, bara snilld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2007 | 12:28
Eitt og annað
Í dag er þetta fína veður, engin þoka og hlýr vindur Ég væri sko til í að hafa þetta svona í nokkra daga. En eftir ferð morgunsins til að kaupa lottó og versla smá að þá ætla ég samt að halda mig innandyra, held að það sé öruggast þar sem í þessari ferð sem tók ca 30 mín var ég næstum keyrð niður þrisvar sinnum og það af gömlum kellingum á hjólum ! Ég labbaði mína venjulegu leið og þegar ég er komin soldið áleiðis að þá kemur kella brunandi upp á gangstétt og ég rétt næ að fara niður á götuna til að koma í veg fyrir að hún lendi á mér en hún reyndar baðst afsökunar. Næsta kunni nú bara ekkert að hjóla held ég, hún minnti mig á krakka sem er verið að kenna að hjóla, það er zikk zakkað í allar áttir og lappirnar notaðar til að hlaupa með en ekki hjóla....sjaldan séð annað eins hjólalag, en hú kom sko á fullri ferð og það mátti ekki miklu muna að hún keyrði mig niður ég varð að fara langt út á götu til að sleppa við hana. Sem betur fer var ekki mikil umferð. Sú þriðja kom svo á fullri ferð fyrir horn og upp á gangstétt og enn einu sinni varð ég að stökkva út á götu en eftir þetta þá var mér nóg boðið og dreif mig bara heim.
Í gærkvöldi fórum við að sjá Eragon en úff hvað ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Bækurnar eru auðvitað alltaf betri en einhvernveginn var þessi mynd bara ekki að gera sig. En það er samt alltaf fínt að fara í bíó og mjög gott að fara á ensku myndirnar þar sem þá er svo ódýrt inn við borgum 7 evrur fyrir okkur bæði sem eru ca 630 krónur
Svo er víst Geithafurinn búinn að bjóða lækninum í kvöldverð annaðkvöld þannig að ég verð víst að dröslast til að gera einhvern eftirrétt á morgun, Geithafurinn sér sjálfur um kjötið þar sem það er grillað þannig að þetta er sossum ekki mikið mál. En það er ágætt þar sem ég verð að fara út í búð aftur í fyrramálið þannig að ef ég er keyrð niður af brjálaðri kellingu að þá get ég látið kíkja á mig annaðkvöld
Bloggar | Breytt 29.1.2007 kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2007 | 12:48
Úr einu í annað.
Ekki var nú gert mikið um helgina, við ætluðum að fara út að borða pizzu í gærkvöldi í nágrannabæ, en þegar það var hætt að sjást milli húsa strax klukkan 5 í gærdag að þá stakk ég nú bara upp á að við myndum borða heima. Þannig að þetta var ósköp róleg helgi hér á bæ. En í kvöld er stefnan sett á að fara í bíó Það er verið að sýna Eragon á ensku og við erum að hugsa um að skella okkur.
Ég er reyndar að fyllast af kvefi og er bólgin í hálsinum og eitthvað ekki alveg eins og ég á að mér að vera. En ég er að vona að þetta lagist bara af sjálfu sér, nenni ekki að fara til doksa, eða það er allt í lagi að fara til hans bara nenni ekki að standa úti í marga klukkutíma og bíða eftir að hann opni, mér finnst það bara skrítið að það sé ekki hægt að panta tíma. Annars stakk Geithafurinn upp á að hann myndi bjóða vini sínum í mat og láta hann skoða mig í leiðinni (hann er læknir) en ég var nú ekki alveg til í það. Ekki það að hann má alveg koma í mat en ég sagði að hann myndi ekki skoða mig en ég er náttúrlega meira en þrjósk er mér sagt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)