Færsluflokkur: Bloggar
25.2.2007 | 08:39
Froskur
Í gærkvöldi fór ég eins og venjulega með hundinn í smá göngu ég gaf Geithafrinum frí frá göngunni þar sem hann var að vesenast á netinu. Þegar ég var á heimleið sá ég eitthvað vera að hoppa í grasinu og ákvað að skoða það nánar og þá var það stór froskur Eg tók hann upp og var að pæla í að fara með hann heim og taka af honum mynd en ég komst að því að ég gat ekki verið með hund í taumi og svo frosk í hendinni þannig að myndartaka býður betri tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2007 | 13:49
Sabato
Ég hélt að það væri loksins verið að gera eitthvað í hundamálunum hérna hinum megin við götuna í morgun þegar löggan var þar heillengi að tala við eigendurna. En ekki var það víst svo gott því að um leið og þeir voru búin þar komu þeir til okkar. Þeir voru semsagt bara að kanna hvort að hundarnir hér í götunni væru skráðir.
Vð skruppum til Ravenna áðan þar sem Geitafurinn þurfti að fara í eina búð fyrir vinnuna og við notuðum tækifærið og fórum í búð sem heitir Western Union. Þetta er Afríkubúð sem er með allskonar krydd og drykki sem maður sér ekki í öðrum búðum hér. Ég fann þar meira að segja malt sem sem ég er að kæla núna áður en ég prufa hvernig það bragðast
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2007 | 21:02
Ilmvatn
Við skruppum að versla áðan sem er nú ekki í frásögur færandi, fínt að fara í kvöld til að losna við að versla á morgun. En allavega þegar við löbbuðum framhjá snyrtivörunum fór Geithafurinn að skoða eitthvað þannig að ég ákvað að skoða þennan fína stand með ilmvatni. Það voru hinar ýmsu gerðir til dæmis var þarna peruilmur, mangó, flórsykur og hvítt súkkulaði. Ég var eitthvað að þefa af þessu sem ég er nú ekki vön að gera þar sem flest öll ilmvötn fara í mig ! Ég var þarna niðursokkin í þetta og tók ekkert eftir Geithafrinum sem er stríðinn með afbrigðum hann semsagt tók ilmvatnið með lyktinni hvítt súkkulaði og sprautaði á mig stórum slurk, slatti lenti á hendinni á mér og ilma ég ennþá eftir að þvo mér 4 sinnum en hinn slattinn lenti upp í mér
og wow mæli ég ekki með að fólk bragði á þessu. Hann vill reyndar ekki taka sökina á sig segir að þetta sé bara mér að kenna þar sem ég var með opinn munn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2007 | 22:14
Anda inn....
.....og anda út og telja upp á 100 ! Ég veit stundum ekki alveg hvað ég á að gera við hana ömmu gömlu á neðri hæðinni. Í dag kallaði hún í mig til að segja mér að það væri kominn tími á páskahreingerningu, mér finnst það nú heldur snemmt þar sem þeir eru nú ekki fyrr en í apríl. En já já hún má alveg gera sína hreingerningu núna en já nei það var ekki málið hún vildi að straukonan og hún og svo ég náttúrlega myndum taka alla skápana á efri hæðinni. Ég sagði nú bara nei að ég myndi sjá um efri hæðina eins og ég geri nú venjulega enda yrði gamlinn létt galinn ef að þær færu að hræra í dótinu hans !! Þá vildi hún að gardínurnar yrðu teknar og já ég var alveg til í það, en nei þá má það ekki strax það verður að bíða eftir sólinni svo að það sé hægt að þurrka úti. Ég á stundum ansi bágt með mig þegar hún byrjar, hún er náttúrlega ekta ítölsk amma og vill öllu ráða og ég er náttúrlega íslenskt þrjóskudýr þannig að þá mætast stálin !! Hún er reyndar ekki allt of hress með mig núna þar sem ég er hætt að þurrka í þvottahúsinu keypti þurrkgrind um daginn og þurrka bara allt á efri hæðinni og það finnst henni ekki nógu gott því að þá getur hún ekki verið með puttana því. Hún var farinn að sortera þvottinn stundum og ef það var smá gat á bol ( alveg hægt að nota heima) þá átti hún það til að láta þá hverfa ! Hún var búin að taka einn frá mér frá um daginn sem ég átti ekki að fá þar sem það var smá gat undir hendinni......þolinmæði.....þolinmæði.....þolinmæði.....Geithafurinn reyndar segir að það eina sem virki þegar hún er með svona vesen sé bara að verða vondur og æpa soldið....ég bara kann ekki við það, ég er alin upp við að það á að vera góður við gamlar konur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.2.2007 | 14:47
Smælki
Ég hef nú aldrei verið mikil te drykkju manneskja en hef verið að prufa nokkrar gerðir síðustu mánuði og datt niður á eitt skrambi gott um helgina kókos og vanilla...bara snilld
Annað kvöld er Geithafurinn enn einu sinni með grill hann fékk nefninlega gefins í vinnunni fyrir nokkru síðan eitt og hálft kíló af svínapylsum. Þær er mikið borðaðar hér og oft er kjötið úr þeim líka notað í pastasósu en ég er ekki mikið fyrir þær sem er reyndar ekki skrítið þar sem ég borða helst ekki svínakjöt. Þannig að hann ákvað að bjóða tveimur í mat annaðkvöld. Spurning hvað ég borða
Ef að einhver lumar á góðu ráði til að láta hund hætta að gelta...vinsamlegast látið mig vita !! Hundur nágrannans hefur gelt næstum stanslaust frá því að þau fluttu inn einhvertímann fyrir jól Hann er settur út fyrir 7 á morgnana og er hafður þar til 10 - 11 á kvöldin og mest allan tímann geltir hann ! Og aldrei hef ég séð neinn fara með hann út að labba eða yfirhöfuð skifta sér af honum nema þegar ég sá eigandann lemja hann. Ég skil ekki svona fólk !
Og já eitt enn sá/sú sem er númer 1000 má nú alveg skilja eftir smá komment
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2007 | 16:16
Hrollur
Það er svo mikill hrollur í mér í dag að ég er búin að vera í flíspeysu allan daginn þótt það sé hið besta veður úti og alls ekki kalt inni. Ég vona að ég hafi ekki smitast af gömlu hjónunum í gær þegar við heimsóttum ömmu og afa Geithafursins og þau eru bæði lasin.
Þessa dagana er ég að plana sumarið Það er kannski soldið snemmt þar sem það er bara febrúar en það er best að vera ekki á síðustu stundu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2007 | 20:25
Verslunarferð.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2007 | 14:20
Föstudagur
Enn einu sinni kominn föstudagur. Í dag er hið fínasta vorveður sem er gott eftir alla rigningna sem er búin að vera hér undanfarið. Það var svo mikið rok og rigning eina nóttina að um morguninn voru ekkert nema trjágreinar hér um allt sem höfðu brotnað.
Sem betur fer er þurrt núna þar sem hún amma gamla tók sig til núna einn dagin og þvoði tröppurnar og stéttina hérna með einhverju efni og ef það kemur bleyta að þá er eins og maður standi á svelli !
Annars er ekkert að gerast fremur venju, þorði samt ekki annað en að skrifa nokkrar línur þar sem að annars fer hún litla systir að skamma mig fyrir bloggleysi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2007 | 13:50
Þolinmæði


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2007 | 20:50
Laugardagur
Við vorum búin að ákveða ferð til San Marinó í dag en við ákváðum að fresta henni þangað til um næstu helgi allavega þar sem í dag var rigning og þoka. Það er skemmtilegra að fara þegar það er betra veður. Við skruppum nú samt í smá búðarleiðangur en hann var styttri en planað var þar sem við snérum frá matvörubúðinni þar sem það var svo mikið af fólki að við bara hreinlega nenntum ekki þar inn. Svo var smá pizzu stopp á heimleiðinni þær standa sko alltaf fyrir sínu !
Þegar heim var komið fór ég í göngu með hundinn og það mátti ekki miklu muna að ég myndi andast í þeirri ferð þar sem ég mætti þeim stæðsta hundi sem ég hef bara séð held ég, hann var ekki eins og kálfur frekar eins og hestur !!! Þegar við mættumst vildu hundarnir náttúrlega hnusa hvor af öðrum og kallinn sem var með hann réð varla við hann það var frekar að hundurinn væri úti með kallinn en ekki öfugt. Ég ætla rétt að vona að ég mæti þeim ekki í næstu ferð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)