Færsluflokkur: Bloggar

Laugardagur

Þá er ég komin með þessa fínu eldavél Grin Er búin að prufa að elda á henni og hita smá í ofninum og mér líst bara vel á. Er samt soldill klaufi að kveikja á þessari græju þar sem þetta er náttúrlega allt gas og þetta er eitthvað neista dæmi og ég var eiginlega skíthrædd við þetta fyrst, en þetta kemur allt saman. Þarf að prufa að baka eitthvað sniðugt eftir helgina og sjá hvort ég man hvernig það er gert.....kannski ekki galið að fara að æfa sig smá fyrir sumariðWoundering

Annars fór dagurinn að mestu í það að koma öllu á sinn stað og þrífa skápa sem þurfti að taka niður og færa til svo að að allt kæmist á sinn stað. Skruppum svo reyndar í smá búðaferð þar sem það er orðið alveg must hér á bæ að eiga súrkál og það var að verða búið. Þannig að það var farið að versla nokkrar dósir, þetta er alveg sælgæti. Ég er með algjört æði fyrir þessu eins og er og get borðað þetta með öllu....slurp....W00t


Ekkert...

.....að gerast hér þessa dagana, nema sjónvarpsgláp á kvöldin þar sem þessa dagana er alveg óvenjulega mikið sem hægt er að horfa á. Það verða allavega tvö föst sjónvarpskvöld hér á næstunni Mánudagar og Miðvikudagar þar sem það var verið að byrja að sýna Prison Break og Desperate Housewives og það er náttúrlega nauðsynlegt að glápa á þetta. Wink Plús ýmislegt annað sem er í boði önnur kvöld.

Ennþá er vor í lofti og vonandi fer ekki að kólna aftur þar sem þetta er mjög fínt svona.

Hitadæmið í húsinu er eitthvað klikkað þessa dagana og eins og er, er slökkt á öllu þar sem að hitinn var kominn hátt í 25 stig og fór hækkandi og það var ekki nokkur leið að minnka við, þannig að það eina í stöðunni var bara að slökkva Woundering Vonandi kemst þetta samt í lag fljótlega þar sem það er ekki mjög spennandi að hafa ekkert heitt vatn.


Eitt og annað.

Þá er nýja eldavélin komin í hús en ekki verður eldað á henni fyrr en um helgi þar sem að það þarf að færa til skáp áður en hún verður sett upp og það verður gert um helgina. En þetta verður lúxus þegar allt verður komið á sinn stað.

Hundspottið hér gerði ljótan grikk í gær. Ég var að fara út með ruslið sem er nú ekki í frásögur færandi og Amma var úti að sópa stéttina og bað mig að taka poka fyrir sig líka, og um leið og hún segir það lítur hún upp og sér inn í bílskúr og svo er bara kallað Poldo (nafnið á hundinum) Var hann þá búinn að ná í ruslið frá henni og dreifa um allt gólf....ekki beint spennandi !Sick 

Annars er ennþá bara vorveður og alveg yndislegt að vera úti að ganga, ég fór langan hring í gærkvöldi og það var mjög hressandi og friðsælt þar sem það eru yfirleitt ekki margir á ferðinni hér í bænum á kvöldin.


.....

Ekki fór það svo að það yrði ekki meira búðarráp þessa helgina, en ferðin í morgun var reyndar góð því það var farið í leiðangur að kaupa nýja eldavél.Grin  Það var hlutur sem vantaði þar sem þessi gamla er með bilaðan ofn og bilaða hellu þannig að það er ekki beint spennandi að elda á henni. Nýja vélin er reyndar ekki komin í hús ennþá en hún verður send heim á þriðjudaginn og sett upp. Bara snilld Smile

Skjaldbökurnar eru komnar úr dvala og voru á ferðinni um garðinn í morgun. Alltaf gaman að sjá þær á ferðinni og sérstaklega þegar amma byrjar að kalla á þær og sú stærri tekur alltaf á strauið til hennar í von um smá kál Smile

 


Sprungin blaðra

Það má eiginlega segja að ég sé eins og sprungin blaðra eins og er. Við fórum að versla um 10 í morgun og þvílík traffic sem var í búðinni þótt það væri stutt síðan opnaði. Það var labbað yfir mann og á mann og ekki hægt að komast áfram nema hænufet. En sem betur fer eftir þessa ferð að þá þarf ég líklega ekki að fara í búð næstu vikuna enda höfum við sjaldan keypt eins mikið í einni ferð og í dag!

Veðrið er ennþá alveg yndislegt.....ég veit ekki hvað maður er að pæla að vera inni í tölvunni en ekki úti að njóta þess. Það versta er að núna fara öll skordýrin að vakna,og ég get ekki sagt að það sé eitthvað til að hlakka til Errm


Vor.

Ég held að vorið sé bara komið ! Ekkert smá gott veður í dag það má ekki miklu muna að það sé hægt að vera úti á stuttermabol. Ég vona að helgin verði svona góð líka, það væri alveg snilld. Smile Það verður alveg nauðsynlegt að fara í góða gönguferð þá held ég.

Amma er loksins búin að kaupa nýtt hjól, fékk sér þetta flotta rauða hjól en enn sem komið er stendur það í bílskúrnum og hún notar það gamla. En það verður varla lengi, þar sem þetta nýja passar mikið betur fyrir hana þar sem það er lítið og nett.

 

 

 

 


Miðvikudagur

Það er ótrúlegt hvað þessi tími líður alltaf hratt ! Vikurnar þjóta hjá sem aldrei fyrr Woundering 

Veðrið er ennþá ansi gott og svo sannarlega vor í lofti og mig langar ekkert smá í gönguferð en ég ætla að láta það bíða til morguns þar sem öklinn er ekki alveg orðinn góður. En það væri reyndar alveg eftir því að það yrði þá úrhelli á morgun Wink

Gekk loksins frá sumrinu í gærkvöldi....ég hugsa að það eina sem ég borða þegar heim kemur, verði soðin ýsa ég sé hana orðið í hillingumSmile

 


Vor í lofti

Já það má eiginlega segja að það sé vor í lofti hér eins og er enda eru margir farnir í garðana í vorverkin. Litlu eðlurnar eru meira að segja að lifna við sem er víst mun fyrr en oft áður.

Annars er ekkert að gerast hér Geithafurinn varð að fresta frídeginum þar sem það eru veikindi í vinnunni hjá honum þannig að amma verður að bíða í nokkra daga í viðbót eftir nýju hjóli.

Ég er reyndar hálf í lamasessi síðan í morgun að ég fór út með ruslið, ég missteig mig og sit núna með bólgin ökla þar sem auðvitað var þetta löppin sem ég brotnaði á um árið. Semsagt mikið fjör hér eins og er Errm


Bleah

Þetta er einhver svona bleah dagur ! Við ætluðum í bíó í kvöld en nenntum því svo bara engan veginn þannig að núna er ég bara að horfa á Óskarinn með öðru auganu þar sem ég nennti ekki að vaka í nótt. Vonandi verður morgun dagurinn ekki svona líka, reyndar verður Geithafurinn í fríi eftir hádegi á morgun þar sem hann er að fara með ömmu gömlu í verslunarleiðangur þar sem henni vantar nýtt hjól. Jamm sú gamla sem er komin hátt á níræðisaldur ætlar að fjárfesta í nýju hjóli....alveg ótrúleg kellingin Smile


Rigning

Rólegur sunnudagur hér í dag, fórum til Casalborsetti að fá okkur kaffi í morgun og síðan höfum við verið heima enda vaknaði ég með þvílíkan hausverk og er hann ennþá að skemmta mér. Og svo er Geithafurinn orðinn eitthvað slappur líka núna þannig að það er spurning hvað er í gangi Woundering 

Ég var reyndar að koma inn úr minni venjulegu kvöldgöngu, ég ætlaði nú varla að nenna út þar sem það er slatti mikil rigning en eftir allt saman skemmti ég mér bara vel þar sem ég mætti nokkrum froskum og risa sniglum. Það semsagt þarf ekki mikð til að skemmta mér Tounge


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband