Færsluflokkur: Bloggar
22.3.2007 | 22:23
Bilun
Er búin að lesa yfir mig í dag held ég ! Ég tók ansi góða rispu á að ná mér í blöð á netinu og náði mér í 12 Glugga eða alla frá áramótum. Spurning um að vera bilaður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.3.2007 | 13:55
Yesss
Það er ekkert smá munur að vera kominn með alvöru tengingu !! Núna get ég náð í dagskránna eins og ekkert sé Er líka búin að prufa að horfa á kastljós og það gekk fínt. Með hinni var það ekki sjens rétt fékk höktandi hljóð stundum.
Það er ennþá frekar kalt hér. En eftir spánni að þá á það nú að standa til bóta á næstu dögum, sem betur fer þar sem það er allt farið að lifna þannig að kuldakast getur sett ansi mikið strik í reikninginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2007 | 20:36
Rigning
Það er nú heldur betur búið að rigna hér í dag og gerir enn og öðru hvoru koma þessar rosa þrumur. Ég skrapp í smágöngu með hundinn og á augnabliki var ég orðin gegndrepa. Reyndar er hundspottið ekki mikið fyrir bleytu þannig að hann snéri við fljólega og vildi bara fara heim. Enda mætti ég engum nema froskum og ánamöðkum.
Betri tenging er víst orðin að veruleika ! Er reyndar að nota þá gömlu ennþá en við erum búin að prufa hina og það er ekkert smá munur...ég ætla sko að nota tækifærið á morgun og ná mér í eins og eitt blað til að prufa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2007 | 09:46
Enn einn...
...mánudagurinn runninn upp. Þessi helgi var ansi róleg hér á bæ. Það var frábært veður og mikið af fólki á ferðinni en í dag er eins og það sé komið haust það er dimmt yfir kalt og rok og það ansi mikið, því það fjúka hér trjágreinar um allar götur.
Ég er vonandi að fá betri nettengingu á næstu dögum ! Það væri bara yndislegt að þurfa ekki að bíða í lengri tíma til að fá upp hverja síðu, og að losna við að aftengjast ef að amma tekur upp tólið eða ef að einhver hringir eins og þetta er núna. Það hefur ansi oft komið fyrir að ég er að ná í dagskrána ( og það tekur frá 20 mín til 40 mín á góðum degi ) og þá tekur sú gamla upp tólið oft ekkert til að fara að hringja heldur bara er kannski að þurrka af símanum en þá náttúrlega dettur allt út hjá mér. En þetta er vonandi allt til bóta
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2007 | 21:24
Jamm og já.
Þessi dagur hefur að mestu farið í búðarferðir og eitthvað snatt. Við ákváðum að fara snemma að versla þar sem við þurftum að fara í stóra búð og þar er alltaf brjáluð traffic á laugardögum. Við vorum komin tíu mínútum eftir opnun og það var strax orðið fullt af fólki. Þetta var svona eins og fín þorláksmessa maður kemst hvorki áfram né afturábak og er allstaðar fyrir. Mikið var ég fegin að komast út !
Annars er ekkert að gerast fremur venju. Veðrið er fínt og fólk er farið að sitja úti á börunum. Skruppum til Casalborsetti og þar var fullt af fólki á ferðinni það er greinilega allt að vakna til lífsins eftir veturinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007 | 22:03
Aulinn ég.
Ég hafði að brenna mig á nýju eldavélinni í dag þannig að ég er núna með laskaðan þumal. Þetta var eins aulalegt og hægt getur verið ég var að sjóða súpu og fannst potturinn vera eitthvað valtur þannig að ég ýtti á grind sem hann stóð á og auðvitað var hún brennandi heit þar sem hún er í kringum gaslogann. Spurning um að fara bara að gera alvöru úr því að skríða undir feld í nokkrar vikur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.3.2007 | 10:37
Sumir dagar !!
Já suma daga væri gott að geta bara breytt yfir haus og látið þá líða hjá þannig ! Í gærmorgun byrjaði ballið þegar ég fór niður að þvo þvott amma gamla kom á öðru hundraðinu og svo er bara grátið og grátið, það var nú reyndar ekkert alvarlegt heldur bara það að henni finnst vera of mikið drasl í herbergi inn af bílskúrnum en pabbi Geithafursins notar það sem smíða verkstæði. Það er borð fullt af spýtum og svo kemur náttúrlega ryk af þessu en þetta er herbergi sem hann notar og hún reyndar á ekkert að vera í þannig að það þýðir nú ekki mikið að eyða orkunni í að gráta yfir þessu.
Svo í morgun ætlaði ég að byrja á vorhreingerningunni en þegar ég vaknaði var ég með þvílíkt ofnæmi og þótt ég sé búin að taka ofnæmislyf að þá græt ég stanslaust með öðru auganu og er virkilega pirruð. Semsagt ég fer ekki í ryk í dag....sé til á morgun. Til að toppa svo morgunin að þá virka blöndunartækin í baðinu ekki sem skyldi ég dag og það er rétt hægt að fá smá vatnsdreytil....semsagt allt til að skemmta mér í dag
Ég væri reyndar alveg til í að vera heima á klakanum í dag og heimsækja ömmu á 80 ára afmælinu hennar ! Vonandi kemur að því einhvertímann að ryanair fari að fljúga til Íslands svo að það sé hægt að kaupa flugmiða án þess að borga morðfjár
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2007 | 20:48
Bakstur.
Ég ákvað að prufa ofninn í dag og gerði spesíur, best að byrja á einhverju einföldu og þær tókust bara vel. Allavega er Geithafurinn búinn að hakka þær í sig og svo var amma gamla ansi ánægð að fá disk fullan af kökum Núna er ég komin í algjört bakstursstuð og væri alveg til í að baka meira strax í kvöld en ég held ég láti það bíða maður hefur víst ekki gott af miklu kökuáti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2007 | 20:04
Meiri Mánudagur.
Tannlæknaferðin gekk vel, þetta var annar tannlæknir en síðast og er þessi með mun betri gjaldskrá ! Geithafurinn kom brosandi út að eyrum út frá honum þar sem hann þurfti ekkert að borga fyrir þessa ferð, reyndar var þessi ferð til að fá upp verð á viðgerð sem þarf að gera en samt voru tennur hreinsaðar og tekin mynd en ekkert vildi kallinn taka fyrir.
Ég reyndar skemmti mér mest við að lesa nöfnin á dyrabjöllunni sem var þarna á húsinu tannsinn heitir Casadio sem myndi útleggjast á Íslensku sem Húsguðs og svo var annar þarna sem hét miðnætti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2007 | 10:48
Mánudagur
Er hálfmygluð í dag enda kannski ekki skítið þar sem ég var að glápa á sjónvarpið frá 9 í gærkvöldi til 2 í nótt. Já það getur tekið á að horfa á imban of mikið
Annars verður nóg að gera í dag þannig að það verður ekkert letidagur. Geithafurinn er að fara til tannlæknis eftir hádegið og eftir það þurfum við að fara í 2 eða 3 staði. Einn af þeim er raftækjaverslunin sem seldi okkur eldavélina þar sem að í fyrstu notkun á ofninum að þá dó ofnaperan og það er eiginlega nauðsynlegt að hafa hana þar sem að það á ekki að opna ofninn nema nauðsyn sé meðan hann er í notkun. Þannig að það er mjög gott að geta kveikt ljós til að sjá hvernig allt lítur út. Þegar það verður allt komið á sinn stað að þá ætla ég að prufa að baka....veit bara eiginlega ekki hvað þannig að ef einhver hefur hugmynd að góðri köku endilega sendið mér uppskrift
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)