Færsluflokkur: Bloggar
6.4.2007 | 07:38
Skrítið ökulag
Við skruppum til Ravenna í morgun eldsnemma þar sem Geithafurinn þurft að hitta læknirinn. Sem betur fer fórum við snemma af stað að heiman þar sem rétt á undan okkur var stór flutningabíll. Þegar við komum að beygju afleggjara byrjar ballið flutningabíllinn ætlar að beygja en nær ekki beygjunni fyrr en í þriðju tilraun er búin að bakka og reyna og vera með allskonar tilfæringar og náttúrlega komin bílaröð á eftir. En málið er að þegar þú ferð þarna þarftu að fara undir brú sem er nú ekkert mjög há og það eru merkingar allstaðar sem gefa til kynna að svo sé, meira að segja með myndum og eitthvað sem þú keyrir undir sem rekst í bílinn ef hann er of hár sem það gerði ( veit ekki hvað það heitir). En áfram fer bíllinn og náttúrlega undir brúnni er allt fast og hann á báðum akreinum Eftir allskonar meiri tilfæringar þar sem hann getur lækkað bílinn að þá getur hann farið áfram með því að skrapa loftið á brúnni og náttúrlega stoppar svo allt aftur þegar hann er komin undan brúnni þar sem hann þurfti að hækka allt upp aftur....ég held svei mér þá að fólk sé sofandi í umferðinni !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.4.2007 | 14:57
Fimmtudagur
Hér er bara venjulegur fimmtudagur í dag og ekki heldur rauður dagur á morgun þannig að ég er nú ekkert komin í páskastuð. Reyndar verður nú ekki mikið gert hér um páskana, á páskadagsmorgun er Geithafurinn að fara í smá aðgerð og verður líklega hálf handlama á eftir þannig að ég á ekki von á að við verðum á miklum þvælingi. Semsagt planið er bara að vera heima og borða eitthvað gott og svo náttúrlega að japla á páskaeggi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2007 | 07:49
Pass
Ég skil orðið hvers vegna karlarnir hér á heimilinu segja að það sé eins og að tala við vegg að tala við ömmu gömlu og hvers vegna sá Gamli endar oft á að garga !!! Það mátti ekki miklu muna núna áðan. Ég svaf illa í nótt og lagði mig aftur þegar Geithafurinn fór í vinnuna, klukkan 9 vakna ég við að það er kallað aftur og aftur Alí Alí.....ég fer niður þá stendur sú gamla í þvottahúsinu og segir ætlaru ekki að þvo ? Nei það á ekki að nota þvottavélina fyrr en á föstudag, það er allt stíflað segi ég. Rek um leið augun í að hún er búin að hengja upp þvott....já það er allt í lagi sko segir hún ég þvoði í höndunum og setti svo bara smá í vélina Þú getur þvegið núna. Það er alveg nákvæmlega sama hvað henni er sagt hún fer bara sínu fram....spurning hvort að maður verður ekki bara að læsa herberginu svo að það fari ekki á flot.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 19:35
Það er nú það
Heldur skárri dagur í dag en síðustu dagar ! Það koma kallar á föstudagsmorguninn og þá ætti baðherbergið á neðri hæðinni að komast í lag. Ég vona það allavega þar sem á meðan þetta er svona er ekki heldur hægt að þvo þar sem þvottavélin er þarna inni.
Mesta málið í dag var að reyna að fá ömmu til að skilja að það væri ekki í lagi að nota þvottavélina. Geithafurinn lét hana vita í morgun en samt kallaði hún í mig seinni partinn til að vita hvort að það væri nú ekki í lagi að setja í eina vél....þetta væri svo lítið sem hún þyrfti að þvo Svo var hún með þvílíkar áhyggjur af því hvenær ég myndi svo þvo ég sagðist nú bara vera alveg róleg þetta myndi nú alveg reddast ef þetta kæmist í lag á föstudaginn þá myndi ég bara þvo þá eða um helgina. Ég vissi nú varla hvert hún ætlaði þá....það eru sko páskar um helgina og þá er maður ekki að þvo
. En ég geri það nú bara ef mér sýnist svo, ég er nú ekki mikil páska manneskja og geri nú bara það sem mér sýnist þá. Allavega núna þegar ég ræð mér sjálf
Man alltaf eftir páskum hér í denn þegar ég var var þvílíkt mikið að sauma út og mamma bannaði mér það og sagði að maður ætti ekki að gera handavinnu um páska ég varð þvílíkt móðguð og hef varla snert á handavinnu síðan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 20:31
Allt öfugsnúið!
Stundum væri ágætt að geta bara lagst í hýði smá tíma Síðustu tveir dagar hafa eiginlega verið frekar öfugsnúnir. Í gær fór allt á flot í baðherberginu á neðri hæðinni, það þarf víst að fá einhverja kalla hingað til að laga dæmið....spurning hvort að þeir verða komnir fyrir næstu jól þar sem þeir eru yfirleitt ekki mjög snöggir hér! Það er eitthvað bilað hér fyrir utan þannig að þegar Gamlinn var að reyna að laga þetta í gær að þá náttúrlega fór smá mold inn í bílskúrinn og á tröppurnar er amma gamla búin að kvarta fram og aftur yfir því í dag. Alveg sama þótt ég reyndi að segja henni að það væri bilað þarna og það eigi að gera meira en nei nei, það er stundum eins og að reyna að tala við ljósastaur að tala við hana.
Í dag fóru allir vitlausu megin fram úr held ég og allt verið þvílíkt á afturfótunum ! Ég til dæmis þvoði síma Geithafursins Ég meina ef að föt eru sett í óhreinataus körfuna að þá myndi ég halda að það ættu ekki að vera fullir vasar en það eru ekki allir á sama máli. Síminn virkar samt núna eftir að hafa verið á ofnum í nokkra klukkutíma.
Ég ætla rétt að vona að næstu dagar verði skárri !! Eða kannski er bara best að leggjast undir feld fram yfir páska.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 19:19
Tímaskyn
Við höfum þann sið hér á bæ að borða kvöldmatinn oftast um 7leytið ég byrjaði að elda um 6 eins venjulega og þegar Geithafurinn renndi í hlað rétt fyrir 7 að þá var allt að verða tilbúið. En hann kemur inn á öðru hundraðinu,horfir á pottana og segir æ eru farin að elda... ég er nefnilega ekki í mat i kvöld ég hringdi í þig í dag til að láta þig vita en þú bara svaraðir ekki. Eitthvað fannst mér það skrýtið þar sem ég var með gemsann hjá mér þar til ég byrjaði að elda, ég fer og kíki á símann og já hann hafði hringt 6 mín áður en hann kom heim Ekki alveg í dag í mínum huga frekar rétt áðan. En ég allavega fékk meira en nóg af pasta og hann er núna á einhverjum veitingastað að éta hross....get reyndar ekki sagt að það hljómi spennandi í mínum eyrum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2007 | 14:48
Meira bleah
Er ennþá andlaus þannig að ég hef ekki mikið að segja. Það er ennþá kalt og víst von á meiri rigningu, ekki beint spennandi.
Annars er ég farin að hallast að því að ég verði að pakka hundinum niður og hafa hann með mér heim.....spurning hvort að það munar nokkuð um einn hund á heimilið Hann lætur mig nefninlega helst ekki úr augnsýn þessa dagana, situr á tánum á mér ef hann getur og krafsar í hurðina ef ég loka einhverstaðar að mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2007 | 15:05
Bleah
Er eitthvað voðalega andlaus í gær og í dag. Held að ég hafi náð mér í einhverja flensu þar sem mér er ískalt og er eitthvað voðalega óholl öll. Kannski ekki skrítið í allri rigningunni og að verða gegndrepa nokkru sinnum.
Reyndar er vinur Geithafursins að koma í mat í kvöld en ég held ég láti þá bara um allt saman ! Held mig líklega bara undir feld. Enda er matseðilinn ekki alveg við mitt hæfi sveppapasta með svínapylsum. Sveppapasta er fínt en þá bara eitt og sér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2007 | 18:47
Mánudagur

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2007 | 21:38
Laugardagskvöld
Hundleiðinlegt veður hér í kvöld rigning og rok ! Ég er ein heima þar sem Geithafurinn fór a barinn og sá Gamli er náttúrlega hjá felukonunni en amma var reyndar að koma heim á neðri hæðina. Hún var samt næstum því búin að hræða úr mér líftóruna áðan !! Ég var í mestu makindum að horfa á sjónvarpið þegar skólabjalla byrjar að hringja, alveg svona ekta skólabjalla. Mér náttúrlega krossbrá enda vissi ég ekki betur en að ég væri heima en ekki stödd í einhverju skólahúsnæði. Ég fór nú að leita að upptökum látanna og já þá var það sú gamla sem lá á einhverri bjöllu þar sem hún vildi að ég kæmi og talaði við sig...eða hún vildi láta loka hlera sem var opinn hér á efri hæðinni. Hún er nú vön að kalla bara Alííííí þangað til ég svara og það er betra heldur en að það sé bara hringt á mann
Annars gerist ekki mikið hér nema að í nótt missir maður einn klukkutíma þar sem klukkunni er flýtt. Spurning um að fara snemma að sofa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)