Færsluflokkur: Bloggar

Baunir!

Hér var furðulegur matur í kvöld. Baunabuff með bökuðum baunum Smile  Það verður semsagt mjög líklega mikill aftansöngur hér á morgun Tounge 

Ofvirkni og ofnæmi.

Þannig hafa síðustu dagar verið hjá mér. Er búin að vera að þrífa eins og vitleysingur og svo þegar ég fer út úr húsi að þá fæ ég whisky rödd og kláða Shocking Ég held að ég verði að fara að hætta að fara út með hundinn á kvöldin þar sem ég er viðþolslaus á eftir sama hvað ég tek af ofnæmislyfjum....semsagt rosa fjör hér. En reyndar hreint hús þannig að þetta er ekki með öllu slæmt Wink

En það er víst komið sumar á klakanum þannig að ég segi bara Gleðilegt sumar !


Þriðjudagur

Hef ekki mikið að segja eins og er. Það gerist ekkert og lítið verið farið undanfarið enda er líklega best að halda sig heima um helgar núna nema að maður vilji vera fastur í bíl í lengri tíma. Við skruppum í nágrannabæ á sunnudaginn og það var varla farið hraðar en hænuskref.

Annars er vorið komið það fer ekki á milli mála, sól og blíða alla daga. Ég fór hér um allan bæ í morgun og það mátti ekki miklu muna að ég væri vel steikt þegar ég kom heim !

Svo er það náttúrlega mál málanna....daginn eftir að ég kem á klakann verður 20 ára gagnfræðinga hittingur.....skelfilega er maður orðinn gamall segi ég nú bara Tounge


Moskító

Þær eru komnar á kreik og farnar að skemmta sér við að gæða sér á mér Devil Mér er ekki skemmt !!!! Fór í göngu með hundinn og kom heim með vel bitna kinn. Skruppum svo aðeins til Casalborsetti þar sem uppáhalds barinn minn (ef ég get sagt svo, þar sem það vantar í mig áfengisgen) var að skipta um eigendur og þar var fullt af fólki og frír bjór í boði. Ég var reyndar ekki mjög lengi fékk mér einn kaffi og lét það duga þar sem ég var í flugnageri. Mikið skelfing hlýtur blóðið í mér að vera gott á bragðið þar sem ég er langmest bitin af öllum sem ég veit umCrying

Föstudagur 13

Það gerist ákkurat ekkert hér þessa dagana. Veðrið er alltaf að verða heitara og heitara. Ekki alveg fyrir mig ! Ég vil helst bara halda mig innandyra þar sem það er svalara Blush Spurning um að nota nokkra daga samt og reyna að baka sig soldið áður en það verður haldið heim á klakann !

Lappinn minn virkar ennþá Smile Ætla að vona að svo verði áfram....alveg must að hafa tölvu !


Æææ

Frekar leiðinlegur dagur hér í dag þar sem lappinn minn ákvað að gefa upp öndina Crying Eftir lífgunartilraunir dagsins er hægt að nota hann smá ég semsagt kemst á netið eins og er. En eitthvað segir mér að það verði ekki til lengdar sem hann verður nothæfur. Reyndar kannski fínt að minnka tölvunotkunina eitthvað en samt ....Crying 

Frábært veður hér þessa dagana þannig að það er sossum kannski ekki gott að vera of mikið að netast en samt ekki mikið annað að gera  þar sem það er eitthvað í loftinu sem veldur mér ofnæmi þannig að ég lifi á ofnæmistöflum en lít samt út eins og ég hafi verið að væla í viku.....semsagt bara æææ hér í dag Frown


Köngulær

Þessi árstími er ekki alveg að gera sig fyrir mig ! Það eru stórar köngulær á ferli hér þessa dagana. Á laugardaginn var ein í baðkarinu, ég fékk Geithafurinn til að taka hana en svo í morgun þegar ég kom fram í eldhús var þetta risa flykki upp við loft. Ég gat ekki hugsað mér að hafa hana þarna, ég hefði ekki getað farið þarna inn meira í dag ! En í þetta sinn gat ég ekki fengið Geithafurinn til að taka hana þar sem það þurfti að klöngrast til að ná henni. Vildi ekki hafa það á samviskunni að hann færi að rífa upp sauma við að kála könguló Woundering Þannig að ég varð að redda þessu sjálf Crying....ætla rétt að vona að ég finni ekki fleiri svona flykki á næstunni !!!

Matur

Ég er ein heima í dag þar sem Geithafurinn fór að grilla með vinum sínum þetta er eitthvað sem er alltaf á annan í páskum. En þegar ég er ein heima að þá heldur amma að ég geti ekki fengið mér að borða sjálf ! Hún hefur núna voðalega miklar áhyggjur af því að ég borði ekkert í dag. Hún var að bjóða mér í pasta en ég er búin að borða en hún trúir mér engan vegin, fyrir utan það að þá er ég alls ekki mikið fyrir pasta í kjúklingasoðiSick. Sama var upp á tengingnum í gær hjá henni þegar Geithafurinn var upp á spítala hún ætlaði að sleppa því að fara í mat sem henni var boðið í þar sem hún yrði að gefa honum að borða þegar hann kæmi heim. Alveg sama þótt ég væri að elda og gera tilbúin hádegismat á meðan.

Gleðilega Páska.

Páskakanínur

Ekkert páskaegg hér á bæ heldur svona páskakanínur Smile 


Langur Laugardagur

Þessi Laugardagur er búin að vera ansi langur ég er hálf drusluleg held að kjúllabuff sem ég borðaði í gær hafi ekki verið alveg að gera sig Sick En þrátt fyrir það er ég búin að vera á fullu í mest allan dag, ég þurfti að fara á pósthúsið fyrir Geithafurinn í morgun og þar var reynt að láta mig kaupa geisladiska eða bækur. Þær sem eru í afgreiðslunni þar hafa varla tíma til að afgreiða mann með það sem maður er að gera þær reyna svo mikið aðselja manni allskonar dót. Enda reyni ég að fara þarna eins lítið og ég get. Svo þurfti ég að fara í blómabúð þar sem amma er búin að vera að segja mér tvisvar á dag síðustu vikur að hún eigi afmæli um páskana þannig að ég fór og keypti blómstur.

Er svo búin að fara í þrjár aðrar búðarferðir þar sem alltaf gleymdist eitthvað. En ein ferðin var reyndar vegna þess að okkur vantaði svínahakk í lasagna sem við ætlum að borða á morgun. Við höfðum keypt hakk í fyrradag og þegar við opnuðum það voru einhver plast stykki í því þannig að ég fór enn eina ferð í búðina hér og keypti nýtt hakk. Ég á samt voðalega erfitt með að kaupa þarna í kjötborðinu þar sem það fer svo í mig að það er allt tekið með höndunum. Hakkið er til dæmis tekið með smá skeið en svo er lúkan notið á móti og til að þjappa. Sem betur fór var enginn á eftir mér en það var einn á undan svo ég þurfti að bíða smá og var eitthvað að hugsa og var því annars hugar og þegar kom að mér að þá gat ég bara alls ekki munað hverning á átti að segja svín á ítölsku...ég mundi hakk og naut og allt annað en bara alls ekki svínBlush Það eina sem mér datt í hug í stöðunni var að prufa að gera svínshljóð en sem betur fór kom orðið áður en ég gerði mig að algjöru fífli !! En þetta getur semsagt verið soldið snúið stundum...ég náttúrlega hugsa á íslensku, tala ensku við Geitafurinn og svo er ítalska í kringum mig og náttúrlega mállýskan sem er töluð í þorpinu þannig að þetta rennur stundum allt saman Woundering


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband