Færsluflokkur: Bloggar

Andlaus.

Er frekar andlaus í dag eitthvað, það úrhellis rigning og þvílíkar þrumur að húsið nötrar. Semsagt ekta veður til að letipúkast enda er ekkert hægt að fara gangandi þar sem regnhlíf segir ekkert í svona úrhelli, frekar að maður skelli sér út með shampoo í hárinu og noti rigninguna.

Ég get ekki heldur verið mikið á netinu þar sem það virkar oft illa þegar rignir og þegar ég fer að detta út aftur og aftur að þá gefst ég bara upp. Ég er reyndar búin að vera að gera lista yfir verkefni næstu daga og þetta er ekkert svo svakalegt ég fer létt með þetta eftir helgina Wink


Bilun !

Ég fékk nett áfall í morgun og fannst að ég þyrfti að fara að byrja á öllum þessum 1000 hlutum sem mér finnst að ég þurfi að gera áður en ég kem heim. Málið er samt að ég þarf ekkert að gera neitt rosa mikið og það verður auðveldlega gert seinustu dagana þannig að ég veit ekki hvað ég er að stressa mig á þessu núna Woundering  En svona er maður bilaður stundum !

Veðrið er köflótt í dag annað hvort sól og blíða eða úrhelli og þrumur þannig að það er ekki treystandi á að fara langt gangandi, spurning hvort að það verður skárra í kvöld svo að maður geti rekið út nefið smá stund Smile


Dillur.

Ég á það til að fá allskonar dillur í hausinn stundum og þessa dagana er það tattoo ! Yfirleitt ganga þær nú yfir á nokkrum dögum en þessi vill bara ekki fara, ég er búin að vera að pæla í þessu núna í nokkrar vikur. Enda er kannski kominn tími á að fá sér eitt þar sem það síðasta var gert fyrir 9 árum síðan ! Málið er að mig langar að láta vissan aðila gera mynd og til þess verð ég að fara til Miami Cool Spurning um að fara að safna og fara þangað í lok sumars Woundering


Bongóblíða.

Ekkert smá gott veður í dag ! Er ekki frá því að ég hafi tekið smá lit enda var verið á ferðinni í mest allan dag. Við þurftum að fara til Ravenna í eina enn læknaheimsókn en þessi tók stuttan tíma. Ég er farin að rata spítalann enda á milli held ég, enda búin að fara þarna ansi oft með Geithafrinum og svo náttúrlega með ömmu þegar hún var veik.

Annars hef ég orðið áhyggjur af þeirri gömlu. Hún ræður engan vegin við hjólið sitt gamla en samt tekur hún það með sér um allt og neitar að nota nýja létta hjólið. Hún er til dæmis núna öll blá og marin á fótunum eftir að hún datt með hjólið í vikunni. En hún er þrjóskari en allt sem þrjóskt er ! Ef að hún tekur eitthvað í sig að þá er því ekki breytt. Woundering

En jæja er að hugsa um að fara snemma að sofa þar sem ég svaf bara 4 tíma síðustu nótt og það er sko langt í frá nóg fyrir mig ! En ég bara varð að klára bókina sem ég var að lesa er nefninlega að lesa Ísfólkið aftur og ætla að geta klárað það áður en ég fer á klakann  ...ekki nema 6 bækur eftir Tounge


Skjaldbaka.

Fínn dagur í dag sól og blíða og ofnæmið er farið þannig að ég get orðið rekið nefið út sem er bara frábært Smile Fór með þvott út á snúru áðan sem er nú ekki í frásögur færandi og þá koma náttúrlega hjálparhellan mín hlaupandi. Stóra skjaldbakan kemur alltaf á strauinu og þvælist fyrir löppunum á mér á meðan ég er með þvottinn, bara vinalegt. Hér á myndinni er hún að borða jarðaber sem hún fékk fyrir hjálpina.Hjálparhella

...........

Ekki mín vika held ég bara !! Það virðist vera alveg sama hvað er allt gengur á afturfótunum. Var í morgun að týna til tau í þvott þá sá ég að tuska sem ég setti í óhreinatauskörfuna í gær lá á gólfinu og tók hana auðvitað upp og þá heyri ég bara....krackkk...... þá var einhver bévítans bjalla eða kakkalakki á henni sem ég náttúrlega tók á Sick Ég henti öllu frá mér og lokaði herberginu. Lagði nú í að fara þar inn aftur áðan og sá ekkert dýr en úff held að ég taki þvottinn með töngum næstu daga ! Þetta vekur nefninlega upp minningar um risa köngulóna sem var í þvottinum einu sinni. Ég má ekki við svona snemma morguns Frown

P.S. Sá eða sú sem verður númer 3000 má alveg skilja eftir kvittWink


Jamm og já.

Ekki er dagurinn í dag betri en í gær Crying og eftir því sem Geithafurinn sagði mér að þá var í fréttunum talað um að næstu 3 til 4 dagar yrðu erfiðir fyrir ofnæmisgemlinga þar sem það er mjög mikið af frjókornum í loftinu. Það verður semsagt fjör hjá mér fram yfir helgi ! Spurning hvort ég get ekki bara fengið svefnpillur og sofið fram á mánudag Woundering

Annars er veðrið frábært sól og blíða og fullt af fólki á ferðinni þar sem það er rauður dagur hér í dag stríðslokadagur held ég að hann kallist og flest allir í fríi.


Ekki góður....

...dagur hér í dag. Vaknaði með það mesta ofnæmi sem ég hef fengið langa lengi Frown Kannski ekki skrítið þar sem það er allskonar fluff að falla af trjánum hér þessa dagana og það hefur þessar góðu aukaverkanir á mig. Ég þurfti nú samt að fara út í morgun á tvo staði og grét ég alla leiðina Crying ég veit ekki hvað fólk hefur haldið ! En núna seinni partinn er þetta allt að koma ég get allavega orðið sitið við tölvuna, það gat ég ekki í morgun semsagt bara að líta á björtu hliðarnar þetta gæti verið verra !


Leti og meiri leti.

Var svo löt seinnipartinn að ég nennti ekki að fara í San Marino cafe, það verður víst húllumhæ næsta sunnudag líka þannig að það er spurning hvað hress maður verður þá Cool Nennti meira að segja ekki að elda þannig að ég hringdi bara og pantaði pizzu um að gera að nota tækifærið áður en ég fer á klakann og borða pizzur þar sem þær eru skelfilega góðar hérna Wink


Iss piss

Skelfilega er óþægilegt þegar maður sefur illa, sem betur fer kemur það ekki oft fyrir mig en síðast nótt var langt frá því góð Woundering Ég fór að sofa rúmlega 12 í gærkvöldi og var vöknuð um 4 og get ekki sagt að ég hafi sofnað aftur, er reyndar að verða ansi framlág núna þannig að það er kannski spurning um að leggja sig Sleeping 

Verð allavega að reyna að vera hress seinni partinn þar sem stefnan er sett á að fara til Casalborsetti þar sem nýju eigendur San Marino cafe ætla að hafa eitthvað húllumhæ. Fínt að fara þangað smá stund og sitja úti þar sem veðrið er alveg yndislegt Smile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband