Færsluflokkur: Bloggar

Bloggleti !!

Ég þjáist af bloggleti af háu stigi eins og er !! Hef haft nóg að snúast síðan ég kom heim árgangsmótið var bara alveg þræl skemmtilegt og ég sé ekki eftir að hafa farið þangað. Það var virkilega gaman að sjá fólk aftur sem maður hefur ekki séð í 20 ár og það er eiginlega ótrúlegt hvað fólk hefur lítið breyst. W00t

Annars er bara nóg að gera ég er byrjuð að vinna og það var virkilega gaman að hitta liðið þar aftur í morgun. Hef reyndar ekki hitt nærri alla ennþá en þetta kemur bara hægt og rólega eins og að læra á allt sem gera þarf þar sem það er búið að breyta alveg slatta síðan ég var þarna síðast ! En sumarið leggst bara vel í mig svona fyrir utan haglél sem hefur verið að skemmta manni öðru hvoru síðan í gær Angry


Klakinn

Þá er ég komin á klakann ! Var að mygla að eyða deginum á flugvellinum en þetta hafðist allt saman enda ekki eins og að maður hafi ekki gert þetta áður. Set kannski inn ferðasögu síðar er frekar þreytt eins og er enda var ég búin að vaka í næstum sólahring þegar ég fór að sofa í nótt. Svo er ekki eins og að maður ætli að fara snemma að sofa í kvöld þar sem það á að skella sér á árgangsmót. En það verður bara gaman þar sem það er slatti af fólki sem ég hef ekki séð síðan  gaggó var kláraður og ehemm það eru víst 20 ár síðan Shocking 

Á morgun.

Já þá kem ég á klakann aftur. Verð líklega búin á því þar sem þetta verður langur dagur !! Fer héðan klukkan 7 í fyrramálið og verð líklega ekki komin á leiðarenda fyrr en eftir miðnætti annaðkvöld Shocking Verð að dunda mér í nokkra klukkutíma á flugvelli eins og venjulega.....en það fylgir þessu víst.

Ég hafði loksins að klára að pakka í dag...ekki seinna vænna, og svo hefur dagurinn farið í hitt og þetta smotterý sem þurfti að klára. Svo náttúrlega að kveðja við fórum til ömmu og afa að kveðja og svo varð ég að kveðja straukonuna ( já hún kemur tvisvar í viku ) bara luxus sko Smile svo fórum við út að borða pizzu í kvöld og smá rúnt til Casalborsetti.

En nú er það bara over and out þar til á klakann er komið.


Piff........

Ég nenni ekki að pakka niður !! Er búin að gera allt annað í dag heldur en að koma fötum í tösku...sem betur fer hef ég morgundaginn líka því að annars kæmi ég líklega fatalaus. Ég ætlaði að byrja í morgun en þá ákvað ég að það væri nú betra að þrífa bara smá og svo byrjaði ég áðan og setti niður eina skó og þá var kominn tími á að fara á netið Undecided Það reyndar liggur kannski ekkert á að klára þetta en mér finnst alltaf betra að vera ekki á síðustu stundu....allavega þegar það snýst ekki um að pakka niður ! 

En úr einu í annað....ég enda þetta á að segja til hamingju með afmælið við litla bróðir Wizard


Mánudagur.

Ekkert smá gott veður hér í dag eða reyndar alla helgina ! Það hefur verið um og yfir 30 stigin og rakinn eftir því enda er sko loftkælingin notuð óspart á nóttunni svo að hægt sé að sofa fyrir hita. Það verður meira en ljúft að fara úr rakanum Smile

Amman niðri spyr mig daglega hvort ég sé virkilega að fara og hvort að ég komi ekki örugglega aftur, amman og afinn spurðu líka að því þegar ég hitti þau síðast og þau báðu mig um að fara ekki með Geithafurinn úr landi þegar ég gat ekki svarað dagsetningum. Þau notar á mann setningar eins og ég er 86 ára og hann er eina barnabarnið.....ég meina hvernig á að svara svona ...það er allavega soldið erfitt finnst mér Woundering

En ég ætla að fara út að labba í góða veðrinu ....ciao ciao


Smælki.

Jæja lappi Geithafursins er nothæfur í augnablikinu þannig að ég notaði tækifærið og fékk smá afnot Wink 

Ekki það að það sé neitt fréttnæmt héðan eins og er, það gerist ákkurat ekkert þessa dagana. Ég reyndar skrapp í klippingu og strípur í morgun. Er búin að vera að pæla í því soldinn tíma en þar sem ég er skelfilega vanaföst og fer alltaf á sama stað heima að þá var ég að hugsa um að geyma þetta þar til á klakann væri komið. En þar sem ég var orðin eins og lukkutröll og það er árgangsmót daginn eftir að ég kem að þá gekk það eiginlega ekki Undecided Ekkert smá mikill léttir að losna við slatta af hárinu !! Mér leist nú ekkert of vel á hárgreiðslukonuna fyrst, þar sem hennar hár var eins og það hefði ekki komist í kynni við greiðu síðasta mánuð mér varð eiginlega um og ó. En hún var alveg asskolli fín og ég á örugglega eftir að fara til hennar aftur einhvertímann.

Það verður léttir að koma heim í ferskt loft þar sem það er skelfilega heitt hér þessa dagana og mikill raki þannig að það er eiginlega ólíft úti yfir hádaginn. Ég bíð ekki í hvernig júli og ágúst verða fyrst þetta er orðið svona núna. 


Litid blogg

Tad verdur eitthvad litid um blogg naestu daga, tar sem lappinn minn virkar ekki lengur Crying og tessi virkar bara stundum ....en allavega meira sidar ef eitthvad virkar annars bara tegar a klakann er komid ! 

Heitt.

Sá í fréttunum í hádeginu að það spáir hita og meiri hita næstu daga, sem er alls ekki svo slæmt það er fínt að fá nokkra heita daga áður en haldið er á klakann Wink 

Annars læt ég hér fylgja með mynd af lítilli eðlu. Mér finnst þær svo sætar og það er allt fullt af þeim á húsinu og tröppunum en þær eru svo styggar að það er erfitt að nálgast þær. Er mikið búin að reyna því að mig langar að halda á einni og skoða hana nánar en það hefur ekki tekist ennþá.Eðla


Laugardagur...

Frábært veður í dag ! Ég gat ekki hugsað mér að vera innandyra og spurði Geithafurinn seinni part dags þegar við vorum búin að vera á ferðinni að versla og vesenast hitt og annað hvort að hann væri ekki til í að fara til Casalborsetti í gönguferð á ströndinni og svo á bar/kaffihús sem er þar. Ekki var það nú vandamál það var frekar að hann væri hissa á að ég hefði stungið upp á þessu þar sem barir eru ekki beint mínir staðir og seinni part dags hér eru þeir aðallega bara fullir af köllum. Enda held ég að ég hafi verið eina kellan fyrir utan þær sem voru að vinna. En ég skemmti mér ágætlega við að sitja úti og hlusta á kallremburnar og að spila í spilakassa, ekki upp á peninga samt heldur er hægt að fara í spurningaleiki og spilaleiki. Eitthvað sem er alveg ekta ég Joyful Væri alveg til í að eiga einn svona kassa heima Wink


Ekki er nú öll vitleysan eins.

 

Um kvöldmatarleytið í gærkvöldi fór sími Geithafursins að pípa til að minna hann á fund sem hann á að fara á í dag og þá kom upp í hugann atvik sem gerðist hér fyrir nokkrum vikum síðan.

Þannig var að eins og ég hef skrifað áður að þá þvoði ég símann hans um daginn...það var náttúrlega alveg óvart ! yfirleitt skoða ég í vasa áður en ég set í vél en í þetta sinn gerði ég það ekki. Ég vil reyndar meina að fólk eigi að tæma sína vasa sjálft en eins og oft er sagt að þá er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja  W00t  En Ok síminn var orðinn lélegur og það þurfti orðið að ýta fast á takkana til að fá hann til að virka en eftir þvottinn er hann eins og nýr...allir takkar virka og allt eins og nýtt. Spurning um að fara að taka að sér símaviðgerðir ??? 

En allavega nokkrum dögum eftir þvottinn kom Geithafurinn heim hundfúll og sagði við mig : með því að þvo símann þá skemmdirðu allt, það fer allt úr skorðum því að allt sem ég hafði sett í til minnis er dottið út, þú þvoðir minnið úr símanum ! og núna veit ég ekkert hvenær ég á að mæta og hvar, ég var með nokkur atriði inni sem ég verð að hafa þarna. Eitthvað fannst mér nú skrítið að minnisatriðin hefðu dottið út þar sem allt annað var inni sem áður var. En nei hann fór ekki ofan af þessu, það var allt farið fjandans til. Ég bað um að fá að skoða símann og það hafðist nú þótt hann væri nú ekkert áfjáður í að treysta mér fyrir honum. Ég skoða og finn þetta um leið. Rétti honum símann og segi er þetta ekki hér...úbbs jú það var víst rétt en þá hafði hann verið að leita í á vitlausum stað allan daginn og var því virkilega pirraður og náttúrlega lang handhægast að kenna mér um þetta. En eftir þetta hefur hann ekki minnst á símaþvottinn nema til að dásama það að allir takkar virki nú fínt. En ég á nú til að lauma því að honum þegar síminn byrjar að pípa hvor að þetta geti nokkuð staðist að hann sé að minna hann á eitthvað þar sem ég hafi þvegið minnið allt í burtu.Tounge


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband