Færsluflokkur: Bloggar

Ósofin.

Það gerist nú sem betur fer ekki oft að ég eigi í erfiðleikum með að sofa en í nótt var það þó þannig, ég fór að sofa um miðnætti og var vöknuð aftur hálf 2 og get ekki sagt að ég hafi sofið mikið eftir það. Var ekki einu sinni orðin syfjuð þegar ég þurfti að fara í vinnuna sem betur fer kannski þar sem vaktin í dag var frekar léleg Undecided Ég var semsagt ósofin, ein var með mígreni, einni var svo illt í bakinu að hún er öll skökk en sú fjórða var hress en þar sem hún talar enga íslensku og mjög litla ensku að þá er erfitt að segja henni til. En alltaf hefst þetta einhvernveginn en mikið var það samt ljúft þegar vaktinni lauk og ég gat lagt á stað heim Wink

Er ekki að....

...verða komið nóg af rigningu og roki !! Ekki beint spennandi að labba til og frá vinnu þessa dagana, þótt maður sé í pollabuxum að þá verður maður gegnblautur ! Annars er ekkert að gerast hjá mér...allt bara frekar óspennandi eins og er, það er vinna og sofa og svo er maður dregin í hundagöngur öðru hverju.

Er reyndar í fríi á morgun og mikið skal ég njóta þess að sofa út Smile eða allavega soldið lengur en til 6 Wink


Nóg að gera.

Meira en nóg að gera þessa dagana ! Brjálað að gera í vinnunni og það myndi ekki veita af að vera klónaður þar stundum, en ennþá hef ég bara gaman að þessu Smile. Held samt að fyrri parturinn verði skemmtilegri en sá seinni en það kemur allt í ljós þegar kemur að júli og fólk fer að koma inn úr fríi og aðrir fara. En ég semsagt á mér ekkert líf eins og er nema bara vinna og vinna en það kannski breytist nú þegar líður á mánuðinn þegar Geithafurinn ætlar að koma á klakann í tvær vikur þá kannski reynir maður að dröslast eitthvað meira um.

Eins og sprungin blaðra !

Þannig er ég núna ! Var að vinna í dag og var nú bara nokkuð hress þar en þegar heim var komið lak ég niður Gasp. Þetta var reyndar fínn dagur í vinnunni, góð vakt í dag og bara fjör þótt það væri alveg meira en nóg að gera. Það er allavega alveg ljóst að manni leiðist ekkert í eldhúsinu og maður verður ekkert verkefnalaus þar sem það er alltaf nóg að gera. En á allavega eftir að vinna í 4 daga núna áður en ég má sofa út...langaði sko meira en lítið að sofa lengur í morgun þegar klukkan hringdi rúmlega 6 !

 


Föstudagur.

Dröslaði mér á lappir snemma og ákvað að fara út og klára það sem ég þurfti að gera fyrirhádegi þar sem það er ansi rigningarlegt og þá nenni ég ekki út labbandi nema nauðsyn séWhistling Fór loksins á pósthúsið með póstkort sem ég lofaði að senda ömmu og afa Geithafursins og skrapp svo í Nóa. Mér finnst eitt sárlega vanta hér í bænum núna og það er Krónan ég fór alltaf þangað og núna þegar hún er hætt að þá veit ég varla hvar ég á að versla. Það er náttúrlega sparnaður í þessu fyrir mig ...ég fer miklu minna í búðir þannig að kannski er þetta bara gott Undecided

Annars er ekkert á döfinni nema vinna og vinna næstu daga er að fara í 5 daga törn svo er einn frí og svo eru aðrir 5 dagar þannig að það verður nóg að gera. En svo er reyndar ormaafmæli um helgina....2 ára, ég kann nú bara varla orðið á að mæta í svoleiðis þar sem ormarnir sem ég passaði sem mest í gamla daga eru komnir yfir tvítugt Shocking Skelfilega er maður orðinn gamall !!! Tounge


Tíminn.

Þegar maður á frí er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt !! Er eiginlega farin að sjá eftir að hafa boðist til að vinna um helgina, en það er víst ekki aftur snúið með það. Annars gerist ekkert hjá mér nema vinna og sofa þessa dagana já og hundagöngur sem ég er dregin í öll kvöld Wink Spurning um að sækja um framlengingu á sólahringnum svo að eitthvað annað komist í verk !


:(

Ég hef engin orð eins og er ! Ég hef eins og margir fylgst með hetjulegri baráttu Ástu Lovísu á blogginu hennar.

Hvíl í friði.
 


mbl.is Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundaraunir.

VoffurÉg ákvað að panta mér tíma í plokkun og litun á morgun þar sem hér á heimilinu er ekki hægt að eiga maskara í friði ! Já nei það eru ekki mamma eða systir mín sem ræna mínum heldur hundarnir sem að hún systir mín á. Ég lagði minn frá mér á borð inni hjá mér og pældi ekkert meira í því fyrr en að ég sá svartar rendur á gólfinu og fann hann í frumeindum inni í stofu Shocking  Læt fylgja með mynd af sökudólgunum, þær eru reyndar skelfilega sætar en soldið þjófóttar !


..........

Hef ekki mikið að segja eins og er ! Þjáist af bloggleti á háu stigi ennþá. Er að vinna á fullu og ennþá er þetta bara gaman Smile Er að læra á breytingar og þessháttar en mér sýnist á öllu að þetta verði bara fínt sumar. Það er samt í mér löngun í heimaþjónustu starfið sem ég var í síðast því að mér fannst það alveg ótrúlega gaman og ég hitti svo mikið af hressu og skemmtilegu fólki. En eldhúsið er reyndar fínt líka og það er alltaf líf og fjör og oft mikið gaman...það munar alveg ótrúlega miklu að hlakka til að fara í vinnuna, allt annað en þegar maður getur bara ekki hugsað sér það ! Ég reyndi það þegar ég var í verslun til margra ára og ég held að það sé bara ekki sjens að ég geti farið í þannig starf aftur.

Fimmtudagur.

Er ennþá frekar andlaus eitthvað og ekki í miklu bloggstuði enda er lappinn minn ekki alveg að virka, ég þarf reyndar að fara að reyna að gera eitthvað í því en er svo skelfilega löt eitthvað eins og er !  Kannski ekki skrítið þar sem ég er búin að vera á fullu síðan ég kom. Er reyndar komin í tveggja daga frí núna sem er bara lúxus og svo er fjögra daga törn yfir hvítasunnuna og svo er fimm daga frí...ég fékk semsagt mjög góða vakt Smile Það var samt frekar skrítið að fara aftur í eldhúsið eftir allan þennan tíma, sumt er náttúrlega eins en annað hefur breyst en að vissu leyti er eins og að maður hafi aldrei farið neitt og bara verið þarna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband