Færsluflokkur: Bloggar

.........

Jæja nóg hefur verið að gera undanfarið en það fer nú að róast núna þar sem Geithafurinn er farinn heim aftur þannig að það verður ekki ferðast mikið meira held ég. En við höfum nú farið ansi víða síðustu tvær vikur. Síðustu daga fórum við á Stokkseyri í Álfa safnið, vorum að pæla í draugunum líka en létum það eiga sig eftir að sjá þetta. Hefði eins getað hent peningunum út um gluggann ! Skruppum svo í hvalaskoðun á fimmtudaginn og það var reglulega gaman þótt að við sæjum bara einn hval en samt gaman að prufa þetta Smile. Þetta er svona ekta túrista dæmi þar sem að ég er næstum alveg viss um að ég var eini Íslendingurinn um borð fyrir utan áhöfn. Gærdagurinn fór svo bara í smá snatt og í að pakka niður og svo hélt hann af landi brott í morgun klukkan 7 Frown. Það verða viðbrigði fyrir hann að fara í rúmlega 30 stiga hita og allan rakann !

Ekki minn dagur !

Þetta var einn af þeim dögum þar sem allt er frekar öfugsnúið ! Við ( ég, geithafurinn og Þóra systir) vöknuðum eldsnemma þar sem ætlunin var að fara í höfuðborgina og fara í hvalaskoðun og hafði ég bókað miða í gær. En þegar við komum þangað að þá hafði öllu verið aflýst í dag út af veðri. Ok við löbbuðum laugarveginn og þar var náttúrlega enginn og ekkert opið þar sem það var svo snemmt. Við fórum smá rúnt og ætluðum svo í Smáralind og þegar þangað var komið er ekkert opið þar heldur þar sem við vorum ennþá of snemma Woundering. En eftir smá bið var opnað en þegar inn var komið þá komumst við að því að flestar búðirnar sem við ætluðum í voru lokaðar þar sem það byrjar útsala á morgun GetLost  Það varð semsagt ekkert úr þessum degi að viti Woundering.


Ónýt !

Já er hálf ónýt eins og er Frown ! Vaknaði öll í lamasessi, hef reyndar verið það alla helgina en ekki nærri eins og í morgun þannig að ég skreið aftur undir feld og hef verið þar í mest allan dag. Ætla nú samt að drösla mér í vinnu á morgun þar sem ég er farin að hressast. Ætla rétt að vona að þetta sé gengið yfir núna þar sem að á næstu dögum var planið að fara á hina og þessa staði þar sem Geitafurinn fer aftur á Laugardaginn þannig að það eru ekki margir dagar til ferðalaga eftir.

Sunnudagur.

Það er búið að vera meira en nóg að snúast síðustu daga ! Skruppum í Rvk á föstudaginn og síðan á Stokkseyri að skoða hvalinn sem rak þar á land. Vona reyndar að fólk hafi ekki verið úti í gluggum þegar að ég var að klöngrast niður stórgrýttan varnargarðinn Blush. Helgin hefur reyndar verið róleg þar sem ég náði mér í einhverja flensudruslu og hef verið frekar ónýt, en það gengur vonandi fljótt yfir þar sem við eigum eftir að fara á nokkra staði ennþá.

Löng bílferð !

Við ákváðum að skreppa í Vík í dag og lögðum af stað frekar snemma í morgun en þegar þangað var komið ákváðum við að fara á Kirkjubæjarklaustur og svo enduðum við í Skaftafelli. Er semsagt núna eiginlega með rassæri eftir bílsetu dagsins.FootinMouth Held að það sé alveg ljóst að það verður ekki keyrt eins mikið á morgun.


Ferð og flug....

Er komin í tveggja daga frí og við ætlum að reyna að fara eitthvað um. Höfum reyndar ekkert farið ofsalega mikið síðustu daga ...á meira að segja eftir að skreppa í höfuðborgina en það verður gert fljótlega, er ég alveg viss um. Skruppum reyndar að Kerinu og Geysi eitt kvöldið til að taka nokkrar myndir. Nokkrir aðrir staðir á óskalistanum hjá Geithafrinum en við sjáum til hvað hægt verður að koma í verk þar sem það er náttúrlega ekki hægt að koma öllu í verk á tveimur vikum.Woundering


17 Júní.

Nóg að snúast þessa dagana þar sem Geithafurinn er kominn á klakann. Það var nú ekki mikið planað þar sem við erum nú bara gangandi, en góður frændi var svo sætur í sér að lána okkur bíl þannig að núna getum við skellt okkur það sem okkur dettur í hug. Fínt að geta skellt sér í höfuðborgina eftir vinnu ef að þannig liggur á manni. Smile

Geitungar.

Ég veit ekki hvað er í gangi í dag en það koma ekkert nema geitungar hér inn ! Mér er illa við þá og á mjög erfitt með að kála þeim nema að ég sé með hársprey. Hef það einhvernveginn á tilfinningunni að ef ég noti flugnaspaða að þá lemji ég svo laust að ég æsi þá bara upp og þeir fari að elta mig um allt. Shocking 

Tíminn.

Mér finnst tíminn líða svo hratt þessa dagana ! Mér finnst ég vera ný komin á klakann en er víst næstum búin að vera í mánuð Woundering  sumarið verður búið áður en við er litið með þessu áframhaldi.

Ég er núna komin í fimm daga frí sem er bara ljúft Tounge Það hefði samt hentað betur að ég hefði frí eftir helgina þar sem að þá er Geithafurinn kominn en það er víst ekkert við því að gera. Hefði kannski getað farið að reyna skipti og eitthvað vesen en bara nenni því ekki þar sem það er mannahallæri og erfitt að manna suma daga. Ein er puttabrotin og svo eru sumarfrí og aukafrí þannig að ég ákvað að vera bara ekkert að standa í einhverju veseni. Enda fæ ég nú alveg nokkra daga frí á meðan hann er hér.


Pirri pirr.

Hvað er í gangi í búðum nú til dags ! Þegar ég var í búð fyrir nokkrum árum síðan að þá átti kúnninn að vera númer eitt og maður átti að vera voða þjónustulundaður og kurteis. Í dag er þetta mikið breytt ég hef farið í nokkrar búðir hér á svæðinu síðustu vikur og í einni var starfsmaðurinn svo niðursokkinn í að lesa blað að hann mátti varla vera að því að afgreiða. Í annarri var afgreiðslu stúlkan svo hæg að ég hélt að ég myndi halda jólin þar og svo í dag að þá fór ég í búð og þar voru tveir kassar í gangi og langar biðraðir en hinir starfsmennirnir sem voru allavega fimm sem ég sá gengu saman í hóp og ræddu um hvað einhver strákur væri sætur ! Shocking

Auðvitað er kannski gott að það sé smá meira frelsi í þessum störfum heldur en var, maður mátti ekki einu sinni hafa vatn á flösku hjá sér á kassanum en núna er drukkið og tuggið tyggjó eins og hver vill virðist vera. En vó hvað ég er ekki búðarlega sinnuð þessa dagana og eftir þessa ferð í dag að þá held ég að ég reyni í lengstu lög að láta búðarferðir vera !!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband