Færsluflokkur: Bloggar
19.7.2007 | 19:14
Fimmtudagur.
Var að vinna minn fyrsta fimmtudag í sumar, verð að segja að það var mjööööög erfitt að fara á lappir í morgun. Líst samt bara vel á þessa vakt sem ég er komin á þar sem ég er aldrei að vinna meira en þrjá daga í röð og það er náttúrlega bara ljúft.
Annars er lítið að gerast hjá mér ja nema að ég ætla að fljúga til Þýskalands í Sept og er að hugsa um að skoða mig aðeins um þar og fara svo til Austurríkis og í alpana þeim megin. Er alveg viss um að það verður bara gaman ! Langar reyndar líka alveg skelfilega að fara til London já og Köben en það er víst ekki hægt að fara allt í einu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2007 | 19:38
Ónýt.
Ég er alveg skelfilega ónýt þessa dagana. Mér verður ekkert úr verki og nenni engu. Það er að segja fyrir utan vinnuna. Þar gengur ekkert upp að vera svoleiðis enda er alltaf meira en nóg að gera, en þetta er samt bara gaman ennþá...spurning hvað það endist lengi. En þegar vinnu lýkur að þá er bara eins og lofti sé hleypt úr blöðru og ég nenni ekki að gera neitt. Hef meira að segja ekki dröslað mér ennþá í bíó að sjá Harry Potter en þarf samt að fara að drífa í því fljótlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2007 | 13:56
Bloggleti.


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2007 | 13:56
Klukk.
Saumakonan klukkaði mig þannig að ég á víst að telja upp hér 8 hluti um mig.
1. Ég elska Egils kristal og get drukkið hann endalaust.
2. Ég er forfallinn Harry Potter aðdáandi.
3. Ég er alveg hræðilega lofthrædd og get ekki farið upp í stiga.
4. Ég naga neglurnar.
5. Þegar ég var yngri var ég alltaf að lita á mér hárið, held ég sé búin að prufa flesta liti.
6. Ég er súkkulaði fíkill.
7. Ég reyki hvorki né drekk og hef aldrei getað gert...ég segi að það vanti í mig þau gen.
8. Draumalandið mitt er Nýja Sjáland.
Mér sýnist að það sé búið að klukka slatti mikið af fólki sem er á bloggvina listanum mínum þannig að ég nefni engin nöfn en klukka bara þá sem að eftir eru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.7.2007 | 11:18
Leti.


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.7.2007 | 16:17
Bara ljúft.
Er komin í sex daga frí og það er sko ljúft !!! Ekkert er sossum planað nema kannski að sofa út eins og einn eða tvo daga, ég er farin að sjá það í hillingum að geta sofið aðeins lengur en til sex.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.7.2007 | 20:52
070707
Bara leti í gangi hér eftir vinnu í dag. Er eitthvað skelfilega þreytt þess dagana en á bara eftir að vinna í 3 daga og þá fæ ég sex daga frí og það verður sko ljúft ! Er búin að sanka að mér nokkrum bókum út bókasafninu þannig að ég hef nóg að lesa þessa daga og þannig vil ég hafa það. Verð alltaf að hafa eitthvað að lesa. En annars kemur náttúrlega aðallesefnið seinna í mánuðinum þegar Harry Potter kemur út !! Alveg must að fjárfesta í henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.7.2007 | 16:21
Sitt lítið af hverju.
Ekkert smá gott veður í dag og það má eiginlega segja það að það hafi verið ólíft í eldhúsinu ! Enda kannski ekki skrítið þegar ofnar og eldavélar eru á fullu, og það er svona molla úti en þetta hafðist nú allt eins og alltaf og við fengum að fara klukkutíma fyrr vegna veðurs.
Skrapp þá í apótekið að kaupa mér ofnæmislyf þar sem ég verð að innbyrða mjög mikið magn af þeim þessa dagana en wow hvað þetta kostar mikið !!!! Ég er eiginlega ennþá í áfalli eftir að kaupa 20 töflur og augndropa !!
Ákvað að koma aðeins við í Nóa og þar rakst ég á Þórunni frænku sem ég hef bara ekki hitt í mööööörg ár....held bara ekki síðan við fórum saman á Rammstein hérna um árið. Þannig að það eru nú komin nokkur ár, en það var virkilega gaman að sjá hana aftur
Er núna komin í eins dags frí og ég get ekki annað sagt en að það sé ljúft !! Langaði ekkert smá að sofa aðeins lengur í morgun en verð ábyggilega vöknuð fyrir allar aldir á morgun þegar að ég má sofa. Verð svo að vinna næstu fimm daga allavega þannig að það er bara nóg að gera eins og er. Er samt smá kvíðin fyrir seinni partinum af sumrinu, held einhvernvegin að hann gangi ekki alveg eins vel og sá fyrri því að þá verða eiginlega allar þessar gömlu og vönu í fríi, en þetta hlýtur að hafast eins og alltaf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.7.2007 | 15:37
Zzzzzz
Er svo syfjuð í dag að ég veit ekki hvað er í gangi ! Ég vaknaði syfjuð ekki beint spennandi. Ætla rétt að vona að morgun dagurinn verði skárri. Það var fín vakt í vinnunni í dag og nóg að gera en ég bara gat varla haldið augunum opnum og ekki lagaðist það við að labba heim. Spurning um að fara bara að sofa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2007 | 17:36
Mánudagur.
Fékk loksins vaktaplan fyrir seinni part sumarsins í dag og mér líst bara nokkuð vel á þetta. Ég fer á aðra vakt um miðjan júlí og það er fínt að hafa þetta allt sett niður svo að maður geti planað frídaga ef að manni langar að gera eitthvað. Er meira að segja í fríi helgina sem það er Gay pride þannig að það er aldrei að vita nema að maður skelli sér þangað.
Annars er allt rólegt og letilegt þessa dagana ekkert gert nema vinna og sofa og mér sýnist að það verði þannig næstu 10 dagana eða svo....semsagt mikið fjör hér eða þannig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)