Færsluflokkur: Bloggar

Vinna og köttur.

Ekki mikið í gangi hjá mér um helgina nema bara vinna og vinna. Var samt bara hin fínasta helgi og hin fínasta vakt. Er samt mjög fegin að vera komin í tveggja daga frí núna.Smile

Mér brá reyndar ekkert smá í gærkvöldi. Ég var ein heima og var að fara að sofa þegar að ég heyri bang....eins og eitthvað detti í gólfið , og ég vissi að hitt heimilisfólkið væri ekki komið heim þannig að þetta væru pottþétt ekki þau. Ég dríf mig fram og hverju mæti ég jú ketti sem hafi brugðið sér inn um eldhúsgluggann til að ná sér í kjúkling sem var þar á borðinu. Við athæfið hafði hann hent hluta af matnum á gólfið og það hefur verið það sem fékk mig til að hrökkva i kút ! Frown 


Krumpudýr.

Það er orðið sem að lýsir mér best í gær og í dag. Nenni engu og er bara eitthvað voðalega krumpin. Sem betur fer var ég í fríi í dag þannig að ég gat bara letipúkast enda ekki mikið annað að gera í rigningunni. Wink En á morgun er eins gott að vera búin að hrista af sér letina þar sem þá er aftur vinna og ef að líkum lætur nóg að gera.


Miðvikudagur.

Enn ein vikan langt komin og ferðahelgi framundan. En ég þarf reyndar ekki að vera að pæla í hvert eigi að fara um verslunarmannahelgina þar sem ég er að vinna. Held reyndar að ég hafi verið að vinna þær flestar síðustu 20 árin þannig að það er sossum ekkert nýtt. Wink 


Tíminn.

Eins og ég hef nú stundum talað um hér á blogginu að þá líður tíminn skelfilega hratt þetta sumarið. Mér finnst ég vera nýbyrjuð að vinna en þegar ég var að skoða dagatalið áðan að þá kom í ljós að ég á bara eftir að vinna þrjár helgar ! Er reyndar að vinna aðra hverja en mér er alveg sama. Shocking Sumarið verður búið áður en maður snýr sér við.


Laugardagur.

Ekkert smá nice að geta sofið út í morgun. Var reyndar vöknuð klukkan 9 en það er samt ágætt þar sem alltaf þarf að vakna klukkan sex í vinnu. Ákvað um hádegið að skeppa í smá verslunarferð og wow er skelfilega leiðinlegt að fara í matvörubúðir á laugardögum !! Biðraðir og pirrað fólk. Gat ekki annað en brosað yfir sumu fólki þarna, auðvitað getur maður verið pirraður og fúll en það er samt alltaf verst fyrir mann sjálfan og það er bara svo mikið betra að vera jákvæður og brosa. Smile Þá er einhvernvegin allt svo mikið auðveldara.

Sumir dagar.

Sumir dagar eru erfiðari en aðrir og dagurinn í dag er einn af þeim ! Langaði mest að draga sængina upp fyrir haus þegar ég vaknaði um sex í morgun. Var ekki alveg til í að fara að vinna. En þetta var fín vakt og mikið hlegið og mikið gaman, en ég með minni einskæru snilli hafði svo einhvernveginn að demba sjóðandi heitri súpu yfir hægri löppina á mér ja eða hægri hliðina ég var eiginlega í súpu frá toppi til táar hægra megin. Shocking Ég get nú eiginlega ekki mælt með súpubaði eftir þessa tilraun, held að það sé best að nota eitthvað annað.

Frídagar.

Hvert fara frídagar eiginlega ?? Eitt er víst að ég veit það ekki þar sem þessir þrír sem ég átti eru bara búnir og mér hefur ekkert orðið úr verki.Woundering Þarf reyndar að fara að drösla mér til að klára bókina um Potter en málið er að ég bara tími því varla því að þá allt búið...auðvitað vil ég lesa endirinn en samt langar mig að eiga hann eftir. Já það er spurning um að vera bilaður ! Tounge

Það hafðist !

Það hafðist loksins hjá mér að skella mér í Selfoss bíó, er búin að vera á leiðinni lengi en hef aldrei látið verða af því. Maður var í mörg ár búin að tala um að hér vantaði bíó og þegar það er komið að þá fer maður aldrei. Cool En ég allavega skellti mér á Happy Potter...ehemm hvað annað. Tounge Þóra systir fór með mér þar sem hún gat ekki hugsað þá hugsun til enda að ég færi ein. Ég hef nú farið ein í bíó og finnst það bara í fínu lagi en það eru víst ekki allir á sömu skoðun. W00t  En mér fannst myndin fín og bara hin ágætasta skemmtun en Þóra var ekki alveg á sömu skoðun þar sem hún er ekki Potter aðdáandi. En allavega later er farin í hundagöngu...það er fastur punktur hér öll kvöld.


Jamm og já.

Ekki gengur lesturinn á Harry Potter allt of vel ennþá þar sem ég var að vinna alla helgina, en það stendur til bóta þar sem ég er núna komin í þriggja daga frí. Þessi vakt er bara fín og leggst vel í mig. Verst hvað frídagar eru alltaf skelfilega fljótir að líða. Woundering


Potter.

Stóðst ekki mátið áðan og fór og keypti bókina. Wink Frábært að geta keypt hana hér strax, þegar síðasta bók kom út kom hún ekki hingað fyrr en eftir helgina. Later...er farin að lesa......


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband