Færsluflokkur: Bloggar

Austurríki.

Mér var tjáð það í gærkvöldi að ég væri að fara í 5 daga ferð til Austurríkis um miðjan Sept. Við vorum búin að vera að pæla í Þýskalandi en hótelin þar sem okkur langaði að vera voru upppöntuð eða kostuðu meira en maður fær í mánaðarlaun þannig að það kom ekki til greina og bíður bara betri tíma. Ég veit ekkert ennþá um ferðatilhögun eða hvar við verðum en þetta verður ábyggilega gaman. Alltaf gaman að fara á nýjar slóðir. Hefur einhver sem hér kíkir inn verið í Austurríki ?? Endilega skildu þá eftir línu og segðu mér hvernig þér fannst að vera þar. Smile


Gegndrepa !

Ég þurfti að bregða mér aðeins út áðan þar sem ég átti tíma í plokkun og litun og auðvitað hittist svo á að það var farið að hellirigna þegar ég þurfti að leggja af stað. Allir voru að vinna og enginn bíll heima þannig að ég varð náttúrlega bara að labba. Það er ekki langt að fara en það rignir svo mikið að maður verður gegndrepa á skammri stundu. Angry Ég hafði planað að nota restina af deginum til að fara á nokkra staði og klára svolítið af todo listanum mínum en ég held að það fái bara að bíða betri tíma. Enda er ekki spennandi að fara inn á staði alveg rennandi blautur. Held semsagt að restinni af deginum verði bara eytt í netráp og sjónvarpsgláp.


Stjörnuspá.

 

Nákvæmlega, fólk verður bara að gefa mér smá svigrúm til að þróa stílinn.Wink

KRABBI 21. júní - 22. júlí
Hvað með það þó þú sért smá skapstyggur? Þú ert að reyna að þróa þinn persónulega lífsstíl og það tekur á. Þetta verður stórkostlegt!


Jahú.

Er komin í langþráð þriggja daga frí ! En ég held að ég hafi náð mér í einhverja flensudruslu þar sem ég er öll úr lagi gengin með beinverki og gaman. Þannig að það stefnir í skemmtilegt frí eða þannig. Woundering Reyndar er fínt að fá þetta þegar maður er í fríi þá getur maður allavega tekið því rólega og haft það eins og maður vill.

Annars var helgin bara vinna og vinna og ekki mikið annað á dagskránni. Og núna eru bara 10 vaktir eftir og ein helgi....bara ljúft !!!Whistling


Hekla.

Það hefur verið hringt í mig undanfarið að leita að henni Heklu. Ég hef reyndar ekki grænan grun hver hún er en mér finnst alltaf skondið þegar að fólk fer jafnvel að þræta við mann þegar að maður segir nei það er engin Hekla í þessu númeri. Einn sagði voða alvarlegur já en ég hringdi í númerið hennar. Tounge Auðvitað getur fólk hringt vitlaust en þegar þetta er orðið daglegt brauð að þá verður þetta frekar leiðigjarnt !


13 vinnudagar.

Já ekki mikið eftir ! Bara 13 vaktir ....það verður ósköp ljúft að klára þetta en þetta hefur samt bara verið gaman í allt sumar og er ennþá.Smile En mér finnst ég samt vera nýbyrjuð þarna en svo er þetta bara að verða búið ! Þetta sumar þýtur hjá.

Bloggedí blogg.

Ég hef ekki alveg verið í blogggírnum undanfarið. En það kannski kemur með haustinu. Helgin hefur verið ótrúlega róleg, er búin að lesa yfir mig held ég en það koma svona dagar þar sem ég get lesið og lesið. Smile

Annars hef ég verið að hugsa mikið líka....er að pæla í að fara í tungumálaskóla núna í október. Þótt það kosti eiginlega hönd og fót !! En ég er samt að hugsa um að skella mér. Ef að einhver sem les þetta hefur farið í tungumálaskóla á Ítalíu endilega skildu eftir línu og segðu mér hvernig þér fannst !!


Letin vann !

Já letin hafði vinninginn yfir Gay Pride, ég nennti bara ekki í Reykjavík í dag Blush þótt það sé bara gaman að fara í gönguna ! Horfði bara á útsendinguna á Stöð 2.  Sá þar brot af því sem ég hefði farið til að sjá sem er náttúrlega Páll Óskar sem er alltaf bara flottastur !! Og svo náttúrlega hann Þorstein frænda sem tekur sig bara vel út sem dragdrottning Íslands!! Bara flott hjá stráksa að vinna þetta núna. Happy

Þreytt.

Það er ekki gaman þegar að maður vaknar eiginlega þreyttari en þegar að maður fer að sofa, en þannig var það hjá mér í morgun.Gasp Ég ætlaði varla að geta dröslað mér fram úr mig langaði svo mikið að geta sofið meira. Það verður sko pottþétt sofið út um helgina.....kannski !! En þar sem ég fæ þriggja daga helgi verður þetta bara næs !! Ekkert smá gott þegar mánudagurinn er frí líka. Það er reyndar spurning um hvort að maður nenni í Reykjavík á laugardaginn og fari í Gay Pride gönguna...er ekki alveg búin að ákveða mig með það.

070807

Vantar eitthvað gott að lesa !! Þegar það er svoleiðis er ég alltaf hálf eirðarlaus. Kláraði Harry Potter í síðustu viku, þótt ég ætlaði varla að tíma því þar sem nú er ekkert hægt að bíða eftir nýrri bók. 

En í dag á hún litla systir afmæli..til hamingju með afmælið Þóra. Wizard  Núna finnst mér ég vera orðin skelfilega gömul, þar sem hún er orðin 22 ára og var ekki einu sinni fædd þegar ég var fermd !!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband