Færsluflokkur: Bloggar

Andlega fjarverandi.

Ég er gjörsamlega búin á því !!! Ég er búin að komast að því síðustu daga að ég gæti ekki verið hjúkka, því mikið skelfilega er erfitt að sjá fólki hraka dag frá degi. Er semsagt bara andlega fjarverandi eins og er.

Úr einu í annað.

Þá eru bara tvær vaktir eftir !! Bara fimmtudagur og föstudagur. Það verður ljúft þegar það er búið. Smile

Er annars að pakka niður, ekki reyndar miklu er bara að flytja mig um næturstað. Ég ætla að sofa heima hjá ömmu, mér finnst ekki hægt að hafa hana eina á nóttunni eins og komið er.

Ég þarf að fara í að breyta flugmiðanum mínum á næstu dögum, Geithafurinn ætlaði að afpanta hótelið í Austurríki í dag enda er ekkert betra að vera að geyma það neitt, þar sem það er alveg ljóst að þangað verður ekki farið núna.


Þreytt.

Er alveg búin á því í dag bara. Dröslaðist heim úr vinnunni og sofnaði og er nývökuð.Blush Það var meira að segja verið að setja nýtt á þakið í næsta húsi en það hafði ekkert að segja ég bara svaf í öllum hamarshöggunum.

En núna eru bara þrjár vaktir eftir !! Bara ljúft. Smile Það verður reyndar nóg að gera þessa síðustu daga en þeir hljóta að líða, nógu líða dagarnir hratt.

 


Eitt og annað.

Þessum degi var eitt í höfuðborginni þar sem ég átti tannlæknatíma. Ég ætlaði nú varla að nenna en mikið var nú gott þegar þetta var búið enda var engin skemmd og allt í góðu þar. Notaði tækifærið og fór í nokkrar búðir sem ég er búin að vera á leiðinni í lengi.

Ég er ekki í miklu bloggstuði þessa dagana en hausinn er á milljón og ég þarf að fara í það í næstu viku að breyta ferðaplönum. Austurríki verður að bíða betri tíma og ferðaplön söltuð að sinni. ( Nei ég er ekki búin að skila Geithafrinum)

En ég á bara 5 vaktir eftir í vinnunni og það verður ljúft að klára þær. Verð allavega fegin þegar þessi helgi verður búin.  En over and out er farin að leggja mig eftir langan dag. Sleeping


Lasarus.

Það er orðið sem lýsir mér best í dag. Angry Allavega best að ég sé ekki nálægt matargerð og matarlykt þennan daginn Sick Það myndi ekki alveg gera sig. Sick

Jebb.

Er komin í langþráð dagsfrí. Smile Á ekki eftir að vinna neinn þriðjudag og engan miðvikudag heldur, bara gaman. Smile Þarf reyndar að gera fullt af hlutum á morgun, en það er spurning hvort að maður velti þeim á undan sér aðeins lengur og geymi bara allt þar til ég er hætt að vinna. Nenni allavega ekki að vera á ferðinni gangandi á morgun ef að það rignir eins mikið og núna í kvöld.Woundering


Andlega fjarverandi.

Held að það lýsi mér best eins og er. Rændi þessu orði frá henni Önnu hef aldrei heyrt þetta áður en finnst þetta snilldar samsetning. Smile 

Auðvitað á maður ekki að láta samstarfsfólk fara í taugarnar á sér en stundum er bara ekki hægt annað !! Ég reyndi að telja upp á 100 en það virkar ekki neitt ! En núna eru allavega bara 7 vaktir eftir og ég held bara tvær með þessari skelfilega skemmtilegu kellu !! Wink Ég er að reyna að snappa ekki á hana en það er aldrei að vita nema að maður láti hvessa síðasta daginn þar sem svona fólk sem lifir fyrir að baknaga allt og alla getur fer í mínar fínustu pirrur.


Sunnudagur.

Frekar erfiður dagur í dag. Byrjaði reyndar á því að fá nett áfall þegar ég leit á klukkuna þegar ég vaknaði, hún var orðin 11:30 Shocking. Það gerist nú ekki oft að ég sofi svona lengi. Er annars frekar tuskuleg og eitthvað hálf ónýt..nota það allavega sem afsökun fyrir þessum svefni. Býð núna bara spennt eftir að klára þessar 8 vaktir sem að eftir eru !! Þær eru náttúrlega ekki allar í röð þannig að ég er ekki laus fyrr en föstudaginn 7 sept. En wow hvað það verður ljúft. Smile

...

Það var ansi ljúft í gærkvöldi að hugsa til þess að þurfa ekki að fara eldsnemma út í morgun þegar regnið buldi á rúðunum. En svo er bara ein vinnuhelgi eftir !!! Get eiginlega ekki beðið eftir að klára þetta dæmi bara og vera laus. Smile

Erfiður dagur !

Það er ekkert smá sem sumir dagar geta verið erfiðir ! Þetta hefði reyndar átt að geta verið hinn fínasti dagur í vinnunni en ein manneskjan sem var á vaktinni var að farast úr stressi eins og oft áður og allt var á afturfótunum. Held að þetta hafi verið ein versta vakt sumarsins ! Get ekki líst því hvað ég var fegin þegar að ég komst heim, núna eru bara 8 vaktir eftir en því miður eru nokkrar af þeim með þessari stressuðu. Angry


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband