Færsluflokkur: Bloggar
1.10.2007 | 14:41
Allt að koma.
Þetta er allt að smella saman hjá mér ég ætla að reyna að klára í fyrramálið það sem ég nennti ekki að gera í dag og þá er ekkert nema bara að pakka niður og svoleiðis eftir. Er búin að bóka mér gistingu í eina nótt fyrir flugið svo að það þurfi ekki að vera að keyra mann á flugvöllinn um miðja nótt eins og stundum áður. Enda fínt að geta sofið eins lengi og hægt er þar sem þetta er slatti langt ferðalag. Flugið líklega um 5 tímar í allt en reyndar í tveimur hollum og með 8 tíma bið á milli þannig að þetta verður laaaaangur dagur. Ég er samt mikið fegin að þurfa ekki að fara ein, hef reyndar oft gert það en það munar ótrúlega miklu þegar það þarf að bíða svona að hafa einhvern með sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2007 | 12:28
Nóg að snúast.
Ég er búin að vera að skoða það sem liggur fyrir næstu daga og það er alveg slatti sem ég þarf að gera. Nenni samt bara engan veginn að fara að pæla í farangri og þess háttar. Þarf að rífa mig upp á rassgatinu og reyna að klára sem mest á morgun, svo það sé ekki eftir síðar í vikunni.
Er líka að skoða gististaði í Keflavík eða nágrenni er að hugsa um að vera þar nóttina fyrir flugið þar sem það er eldsnemma. Ef einhver getur mælt með stað vinsamlegast skildu eftir komment.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.9.2007 | 11:29
Þá fer að..

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.9.2007 | 11:51
Sorg í hjarta.
Ekki mikið bloggstuð hér þessa dagana. Síðustu dagar hafa einkennst að bið sem tók svo enda snemma í gærmorgun þegar amma dó. Ótrúlegt hvað þetta tók stuttan tíma !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.9.2007 | 11:52
Fimmtudagur.
Ekki mikið að frétta héðan, reyndar er gamla konan komin á sjúkrahús og skrapp ég aðeins í morgun til hennar. Ég er samt ekki viss um að ég verði mikið þar, ég entist í cirka hálftíma þá fór ég aftur.
Annars er ég bara heima að reyna að gera einhver heimilisverk og í hundapössun og einhvernveginn er alltaf nóg að gera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.9.2007 | 16:03
Úr einu í annað.
Ég er búin að vera í einhverju húsmæðrakasti í dag, þvo þvott og þurrka og er síðan búin að búa til lazagna sem á að vera í kvöldmatinn. Enda veitti ekki orðið af þar sem Mamma sést varla heima þessa dagana þar sem ef hún er ekki að vinna að þá er hún hjá ömmu.
Ég er hætt að sofa þar og tek ekki vaktir þar heldur eins og er. Hef bara einfaldlega ekki taugar í það. Það er reyndar dagamunur en eins og verið hefur undanfarið þegar ég hef verið að þá einfaldlega treysti ég mér ekki til að vera þar ein.
Ekki nennti ég nú að fylgjast mikið með afmælinu sem var hér um helgina nema að skreppa á markaðinn enda var veðrið leiðinlegt á Laugardaginn ! Hélt ég yrði ekki eldri þegar brúarsöngurinn byrjaði á Laugardagskvöldið. En ég skil ekki hvað þurfti að vera að troða Árna í hann. Það heyrðust orðaskil hér inn um allt hús ! Ég var semsagt ekki mjög kát þá !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.9.2007 | 14:07
Laugardagur.
Þvílíkt veður þessa dagana ! Ég skrapp út í búð og í Tryggvaskála á tombólu þar sem er einhver markaður í tilefni afmælisins, og ég held ég látið það duga í dag ! Held mig bara innandyra þar til á morgun. Meira að segja Ingólfsfjall er hvítt niður í hlíðar....birrr birr !! Er ekki alveg komin í vetrarfíling ennþá.
Annars er ekki mikið að gerast, ég hef reyndar ekki verið mikið hjá gömlu konunni síðustu daga er búin að vera eitthvað hálf slöpp og var eiginlega bara búin á því. Enda er kannski ekki sniðugt að smita hana af einhverju kvefi og óþverra ef hægt er að komst hjá því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2007 | 11:45
Fimmtudagur.
Það var ansi ljúft að sofa út í morgun. Var heima í nótt en í burtu þá síðustu, veit ekki ennþá með þá næstu en það kemur í ljós. Var í gær að reyna að hnýta nokkra lausa enda og klára smá sem lá fyrir og held að allt sé bara í nokkuð góðum málum eins og er. Það var reyndar ekki gaman að vera á ferðinni í gær í allri rigningunni !! Oj bara !
En annars er vika á morgun síðan ég vann minn síðasta dag, mér finnst það vera mikið lengra! Tíminn er greinilega eitthvað að hægja á sér á miðað við hraðferðina sem var í allt sumar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.9.2007 | 11:54
Andlaus.
Ég er eitthvað voðalega andlaus eins og er. Svaf reyndar heima í nótt og náði þá ágætis svefni eftir tvær nætur í burtu. Veit ekki ennþá hvar ég verð í nótt, en það kemur í ljós þegar líður á daginn. Var reyndar svo búin á því í gærkvöldi að ég var ábyggilega sofnuð um leið og ég lagðist á koddann sem var bara um 10. Ekki oft sem það gerist ! En annars er ekkert að frétta af mér ég geri lítið þessa dagana nema að fara á milli heimilis og íbúðarinnar hennar Ömmu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.9.2007 | 20:57
Þá er vinnan búin !!
Þá er ég laus úr vinnunni ! Það er ansi ljúft, á ekki von á að vinna meira þarna í bili en það er aldrei að vita ef að þeim vantar að þá kannski hleyp ég í skarðið.
Annars er ég bara þreytt, var búin að vera hjá ömmu í nokkrar nætur og aðfaranótt miðvikudagsins svaf ég sama og ekkert þar sem það er komin súrefnisvél þar inn og ég er mjög viðkvæm fyrir hávaða og get ekki sofið ef eitthvað er í gangi. Þannig að í gær mætti ég svo að segja ósofin í vinnuna. Og auðvitað var þá brjálað að gera !! Einn sá brjálaðasti dagur sem ég hef verið þarna í sumar þannig að þegar heim var komið var ég bara vindlaus og er eiginlega ennþá. Ætlaði ekki að trúa því að það væri kominn tími á að fara í vinnuna í morgun þegar klukkan hringdi þar sem mér fannst ég vera nýfarin að sofa. En ég get allavega sofið út á morgun en svo tek ég líklega næturvaktina aftur annað kvöld, allavega eina nótt en það er spurning hvernig þessu verður raðað niður, þar sem það þarf að vera hjá henni allan sólarhringinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)