Færsluflokkur: Bloggar
17.10.2007 | 17:56
Lasarus.
Eða eiginlega lasarusar hér á bæ. Geithafurinn er búinn að vera lasinn í nokkra daga og er að lagast og þá er ég að taka við. Ætla að vona að ég sleppi við að fara til læknis allavega, ég skrapp með Geithafrinum á mánudaginn og við þurftum að bíða í tvo tíma. Skemmtum okkur við að horfa á endurnar sem læknirinn er með í garðinum.
Er búin að fá kaffivél þannig að núna get ég fengið mér espresso aftur. Bara ljúft !!
Annars á ég mér skugga á kvöldin núna, gamli hundurinn kemur upp um sjö á kvöldin og sest á tærnar á mér og eltir mig hver skref. Ef ég sest niður að þá sefur hann við tærnar á mér, núna til dæmis heyrast bara hrotur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2007 | 16:22
Jólin Jólin.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.10.2007 | 13:33
Sunnudagur.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2007 | 18:16
Verslunarferð.
Ekki fékk ég að sofa út í morgun þar sem við ákváðum að fara í verslunarmiðstöð sem er í ca klukkutíma fjarlægð héðan og við lögðum af stað um 8 svo að við værum komin um það leyti sem opnaði til að losna við mestu traffikina. Við byrjuðum á sportvörubúð þar sem ég ætlaði að kaupa mér strigaskó en eftir að vera búin að máta fullt að þá ákvað ég að láta það vera að sinni þar sem ég fann ekkert sem mér langaði í. Það getur verið skelfilega pirrandi að reyna að fá á sig skó þegar maður þarf númer 42 til 43 ég get allavega alveg gleymt því að leita í konuskóm það er yfirleitt ekkert stærra en 41.
Skruppum svo í matvörubúðina og þótt við værum snemma að þá var alveg meira en nóg af fólki ! Ég verð gersamlega rugluð þarna inni þetta er svo stórt og alltaf fólk allstaðar. Þetta er eins og á Þorláksmessu þarna alla daga held ég. En við vorum komin heim aftur rúmlega 2 þannig að þetta tók ekki nema rúma 6 tíma !! Held ég láti búðir eiga sig næstu daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2007 | 13:08
Partur 3


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.10.2007 | 12:57
Partur 2

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2007 | 12:50
Partur 1.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.10.2007 | 10:01
Arg !!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2007 | 13:45
Þreytt !

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2007 | 11:55
Leti !
Er skelfilega löt í dag og er að hugsa um að geyma bara allt til morguns sem ég ætlaði að gera í dag. Reyndar er ekkert af þessu nauðsynlegt þannig að þetta er alveg á góður róli. Er bara eitthvað skelfilega andlaus og nenni ákkurat engu.
Skrapp nú samt út að borða með henni Önnu í gærkvöldi. Held svei mér þá að ég sé ennþá södd enda ultum við næstum því út af staðnum. Við vorum reyndar eitthvað voðalega ónýtar og höfðum ekki einu sinni orku í að panta eftirrétt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)