Færsluflokkur: Bloggar

Lasarus.

Eða eiginlega lasarusar hér á bæ. Geithafurinn er búinn að vera lasinn í nokkra daga og er að lagast og þá er ég að taka við. Woundering Ætla að vona að ég sleppi við að fara til læknis allavega, ég skrapp með Geithafrinum á mánudaginn og við þurftum að bíða í tvo tíma. Skemmtum okkur við að horfa á endurnar sem læknirinn er með í garðinum. 

Er búin að fá kaffivél þannig að núna get ég fengið mér espresso aftur. Smile Bara ljúft !!

Annars á ég mér skugga á kvöldin núna, gamli hundurinn kemur upp um sjö á kvöldin og sest á tærnar á mér og eltir mig hver skref. Ef ég sest niður að þá sefur hann við tærnar á mér, núna til dæmis heyrast bara hrotur. Smile


Jólin Jólin.

Ég vissi eiginleg ekki hvað var að gerast í morgun þegar ég labbaði út í búð. Þegar ég kom á aðalgötuna að þá voru kallar uppi í stigum við alla ljósastaura. Ég hélt nú bara að það væri verið að laga eitthvað en þegar ég labbaði lengra að þá kom í ljós hvað þeir voru að gera...setja upp jólaskraut.Shocking Mér fannst þetta ekki alveg passa í sól og blíðu að horfa á jólaskraut upp um allt. En það er víst komið fram í miðjan okt og þá byrjar jólafárið allstaðar !! 

Sunnudagur.

Ekkert um að vera hér í dag. Það heltist þvílíkt kvef í Geithafurinn í gær að hann er bara veikur þannig að það er bara verið heima. Enda ekki mikið í boði hér á sunnudögum þar sem flestar búðir eru lokaðar....við reyndar þurfum að fara í búð þar sem okkur vantar kaffivél ! En það sleppur alveg þar til í næstu viku. Fínt að drekka ekki kaffi í nokkra daga eftir allt kaffi þambið í sumar. Whistling

Verslunarferð.

Ekki fékk ég að sofa út í morgun þar sem við ákváðum að fara í verslunarmiðstöð sem er í ca klukkutíma fjarlægð héðan og við lögðum af stað um 8 svo að við værum komin um það leyti sem opnaði til að losna við mestu traffikina. Við byrjuðum á sportvörubúð þar sem ég ætlaði að kaupa mér strigaskó en eftir að vera búin að máta fullt að þá ákvað ég að láta það vera að sinni þar sem ég fann ekkert sem mér langaði í. Það getur verið skelfilega pirrandi að reyna að fá á sig skó þegar maður þarf  númer 42 til 43 Devil ég get allavega alveg gleymt því að leita í konuskóm það er yfirleitt ekkert stærra en 41.

Skruppum svo í matvörubúðina og þótt við værum snemma að þá var alveg meira en nóg af fólki ! Ég verð gersamlega rugluð þarna inni þetta er svo stórt og alltaf fólk allstaðar. Þetta er eins og á Þorláksmessu þarna alla daga held ég. En við vorum komin heim aftur rúmlega 2 þannig að þetta tók ekki nema rúma 6 tíma !! Held ég láti búðir eiga sig næstu daga. Woundering


Partur 3

Ég svaf svo að segja allan þriðjudaginn. Rétt fór út í búð og fór svo aftur að sofa og fór ekki á fætur fyrr en 17:30 þegar ég þurfti að fara að taka mig til þar sem ég tók rútuna til Ravenna til að hitta Geithafurinn þar sem við þurftum að versla smá. Á miðvikudaginn svaf ég til 11 um morguninn og ég var rétt að dröslast á fætur þegar amma kom upp til að vita hvort ég væri lifandi þar sem henni fannst eitthvað skrítið að ég væri ekki komin á stjá. Wink Er loksins að verða ég sjálf held ég en það tekur mig alltaf nokkra daga að jafna mig eftir svona ferðalag. Loftslagið er allt annað og virðist virka á mig eins og svefnlyf fyrstu dagana. Annars hef ég bara verið að ganga frá farangri og farið í gönguferðir til að sjá hvort að eitthvað hafi breyst hér og það virðist ekki vera....það er sama fólkið sem maður mætir og sami haninn sem galar allan daginn og sömu hundarnir sem gelta á mann. Smile  

Partur 2

Við höfðum góðan tíma í Leifsstöð og var það fínt þar sem það er búið að breyta svo miklu síðan ég fór þar um síðast að það var gaman að skoða. Þegar komið var út til London settum við töskurnar í geymslu og tókum taxa í lítinn bæ ekki langt frá flugvellinum þar sem við fengum okkur Indverskan mat. Fínt að vera ekki allan daginn á vellinum þar sem það er alltaf svo troðið að það er varla hægt að setjast niður. Við tókum svo lestina til baka og biðum eftir að geta tjekkað okkur inn þar sem við ætluðum að versla smá eftir vopnaleitina. Við vorum með þeim fyrstu að tjekka okkur inn sem betur fer þar sem að þegar það var búið að þá trúðum við ekki hvað við sáum ! Það voru raðir út um allt til að komast í gegnum vopnaleitina, það tók einn klukkutíma að komast þangað og þegar það var búið tók við færiband þar sem maður átti að setja skóna sína. Fólk var orðið svo seint á ferð að það fór ekki í skóna aftur heldur hljóp bara með þá í fanginu að reyna að ná vélunum. Ég hætti við að versla, hljóp og keypti mér bók og svo fórum við bara í næstu röð sem var út í vélina. Shocking   Ég ætla ekki að lýsa því hvað ég var þreytt þegar ég komst á áfangastað enda fór ég beint að sofa !

Partur 1.

Ótrúlega sem síðasta vika hefur verið fljót að líða. Síðasta föstudag var kistulagning og mikið er ég fegin að það var annan dag en jarðarförin, en hún var á laugardeginum og svo var kaffi í hótelinu á eftir. En svo á sunnudaginn var pakkað niður og við vorum komin í Keflavík um 4 leytið. Ég á ábyggilega eftir að nota mér það aftur seinna að gista þarna þegar ég á flug snemma. En mér fannst samt skrítið að það virtist aldrei neinn vera við ég varð að bíða eftir að fá lykil í korter og sú sem lét mig fá hann gat ekki tekið við greiðslu og ég hafði loksins að borga eftir að hafa gert 5 tilraunir. Við fórum í göngu og fengum okkur að borða og tókum þessu bara rólega. Einu tók ég eftir að það var alltaf stoppað við gangbrautir það lá við að maður þyrfti bara að hugsa um að fara yfir og þá stoppuðu bara allir. Semsagt Keflavíkur veran var bara fín.Smile Við fengum svo keyrslu á flugvöllinn klukkan 5:30 á mánudagsmorguninn.

Arg !!

Var búin að skrifa þvílíkt langt blogg með ferðasögunni og svo hvarf það allt saman Devil ! Verð líklega að setja þetta inn í pörtum hef ábyggilega verið of lengi að pikka.  Reyni aftur síðar þegar mér er runnin reiðin !!

Þreytt !

Er loksins að vakna til lífsins ! Hef aldrei verið svona þeytt eftir ferðalag, það má liggur við segja að ég sé búin að sofa Sleeping síðan ég komst á leiðarenda um miðnætti á mánudagskvöldið. Hafði loksins að taka upp út töskunum rétt áðan og er að hugsa um að leggja mig þar til við förum út að borða pizzu í kvöld. En annars kemur ferðasagan fljótlega.....later....

Leti !

Er skelfilega löt í dag og er að hugsa um að geyma bara allt til morguns sem ég ætlaði að gera í dag. Wink Reyndar er ekkert af þessu nauðsynlegt þannig að þetta er alveg á góður róli. Er bara eitthvað skelfilega andlaus og nenni ákkurat engu.

Skrapp nú samt út að borða með henni Önnu í gærkvöldi. Smile Held svei mér þá að ég sé ennþá södd enda ultum við næstum því út af staðnum. Við vorum reyndar eitthvað voðalega ónýtar og höfðum ekki einu sinni orku í að panta eftirrétt. Woundering


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband