Færsluflokkur: Bloggar

Fílamaðurinn og saumaskapur.

Ég er eins og fílamaðurinn eins og er. Frown Ég var bitin svo mikið í gær að ég er að verða galin úr kláða. Er með allavega 11 á höndunum og svo tvö stór á vinstri kinninni, get eiginlega ekki látið sjá mig utandyra eins og er. Errm Ákvað að láta garðstörf eiga sig í dag þar sem ég hætti ekki á meiri bit í bili. Þannig að ég fór að gera annað sem ég er nú ekki þekkt fyrir sem var að gera við buxur og þar sem ekki er til saumavél hér að þá varð ég að gera þetta í höndunum. Ég hef nú vanalega hent þessu í mömmu bara, en það er víst ekki hægt þegar maður er í öðru landi ! Spurning upp á hverju maður tekur næst. Cool


Helgin.

Hvað skyldi ég hafa verið að gera um helgina ??? Vinna í garðinum !! Ekki eitthvað sem ég er mikið fyrir og þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki með græna fingur ! En þessi garður hér er þvílík hörmung að ef það væri keppni um ljótasta garðinn að þá myndi hann vinna. Þannig að það var ákveðið að fara nú að reyna að taka til hendinni og reyna að laga hann eitthvað til. Ég er búin að vera að klippa niður greinar þar sem það þarf að taka nokkur tré. Og við það hitti ég ansi margar gerðir af dýrum,Frown fullt af köngulóm stórum sem smáum, risa snigla, engisprettu og svo bévítans moskítóið sem er búið að bíta mig þvílíkt mikið. Svo er einhverskonar skúr hér í bakgarðinum sem á að vera undir eldivið en þegar við vorum komin aðeins inn að þá var nú minnst af honum heldur allskonar drasli sem auðvitað hefði átt að fara á haugana fyrir löngu síðan en það virðist ekki vera í lagi að henda neinu alveg sama hvort það séu ónýt verkfæri eða gamlar hurðir sem verða aldrei notaðar. En því verður hent núna en þetta er svo mikið að Geithafurinn verður að fá lánaðan stóran bíl til að það sé hægt að koma þessu á haugana. Semsagt mikið fjör og mikið gaman hér....NOT !!!Devil

Ég reyndi að borga inn á skólann á laugardaginn en það er ekki hægt hér í bæ. Geithafurinn verður að fara fyrir mig á morgun og í vissan banka svo að þetta gangi. Bankinn sem við fórum í er á pósthúsinu þar er banki líka og wow hvað það getur tekið taugarnar að fara þar inn. Það voru allavega 5 að vinna en bara einn gjaldkeri og hún var að afgreiða. Þegar það er búið stendur hún upp og fer á bakvið og er þar góða stund en loksins kemur hún aftur og við förum til hennar og segjumst ætla að leggja inn á reikning. Þá fengum við fengum risa blað sem við áttum að fylla út, en það var um allt annað en að leggja inn á reikning svo við tölum við hana aftur og útskýrum aftur hvað þurfi að gera...jú annað blað fáum við en ennþá vitlaust þá gáfumst við upp.

Hef reyndar lent í því þarna að það er meira en erfitt að leggja inn á reikning þegar ég fór fyrir Geithafurinn að leggja inn á hann einu sinni að þá sögðu þær að það væri ekki hægt. Eigandi reiknings væri sá eini sem gæti lagt inn á sinn reikning. Shocking  Gæti skilið svoleiðis ef það væri verið að taka út en þegar maður er að leggja inn....þetta er bara steypa. 


Jólin.

Það eru komin jól hér í flestar búðir. Hef farið á nokkra staði í gær og í dag og það má segja að það er eins gott að Geithafurinn stoppaði mig af því að annars hefði ég keypt og keypt ! Það var svo margt flott sem ég sá sem mig langaði í eins og seríur, kúlur, jólasveinar og ótalmargt annað. Það eina sem ég keypti á endanum voru jólakort. Smile   Á samt ábyggilega eftir að freistast í eitthvað meira á næstunni þótt það fari ekki upp alveg strax.Wink

.......

Stundum getur Geithafurinn alveg gert mig geggjaða !!! í morgun áður en hann fór í vinnuna að þá var hann að stinga upp á hinu og öðru í hádegismat þar sem honum langaði í eitthvað gott. Ég reyndi að vera rosa góð og steikti kjúlla sveppi og sauð grjón...en nei þegar hann kemur í mat þá segir hann ...ehemm ég er ekki svangur mér var boðið í pizzu áðan. Angry Bíði hann bara þar til ég elda eitthvað næst !! Hann reyndar reyndi að koma vel út og kom heim með gjöf handa mér, halloween kertastjaka. Smile

Annars langar mig svo í kók zero !! er orðin alveg húkt á því en í þessari einu búð sem selur drykkjarvörur hér í bænum er ekki til kók zero !! Hvað gera bændur þá ??? reyna líklega að þrauka til morguns þegar það verður farið til Ravenna að kaupa inn. Ætla sko að komast í almennilega búð !

Langar líka svo að fara í raftækjabúð þar sem mig langar svooo í ipod ! Veit samt ekki hvort ég læt það eftir mér, þarf að skoða verð og þessháttar. Langar svo að geta haft einhverja góða tónlist að hlusta á þegar ég fer út að labba.


Úr einu í annað.

Það er reyndar ekkert að gerast hér þessa dagana. Það hefur verið rigning meira og minna þannig að ég hef verið ansi löt við að fara út. Skrapp reyndar áðan að kaupa mér lottó enda er það það eina sem hægt er að gera hér í bæ eftir hádegi á fimmtudögum. Matvörubúðin er lokuð og reyndar allar hinar líka, sem og kaffihús já bara allt held ég nema tóbaksbúðirnar. Þannig að ég skellti mér bara þangað aðað kaupa lottó og keypti mér tvo skafmiða í leiðinni og kom út í gróða...ekki stórum reyndar en allt í góðu meðan það er ekki tap. Tounge

Annars eru þvílík læti hér núna þar sem straukonan er hér. Held að ég hafi aldrei hitt háværari konu ! Það er reyndar mjög þægilegt að fá allt straujað en þetta getur gengið út í öfgar þar sem amma gamla vill láta strauja allt og hún er ekki hress þegar ég fer með minn þvott upp til að þurrka því ef ég þurrka niðri að þá er allt tekið og ég fæ það ekki afhent fyrr en það er búið að strauja.! Hún ætlaði til dæmis að taka af mér flíspeysu áðan þar sem það átti sko að strauja hana. Ég var nú ekki alveg á því !! 

Annars er stefnan tekin á að byrja í skólanum 12 nóv. þarf að fara í einhvern sérstakan banka til að borga inn á. Þarf að gera það á laugardaginn eða mánudaginn og þá get ég gengið frá þessu. Hlakka orðið til að byrja enda verður tilbreyting að vera alla vikuna í Ravenna en ekki hér í þorpinu.Smile Rútuferðinar meira að segja passa mér mjög vel bæði til að fara í skólann og heim þannig að þetta lítur bara vel út.

 


Hitaraunir.

Þegar það kólnar úti að þá verða húsin hér alveg skelfilega köld ! Hér inni var orðið ansi kalt á sunnudagskvöldið þá voru 17 gráður í húsinu og það er einfaldlega KALT !!!! Þá var hitakerfið sett á stað og jú þá lagaðist það en eiginlega einum of ! Núna eru rúm 22 stig og það er bara allt of heitt þar sem veðrið hefur lagast. Ég er að bíða eftir að Geithafurinn komi heim svo að hann geti slökkt á hitanum þar sem ég vil ekki fara að fikta í þessu. Það var víst skipt um allt hitadæmið í húsinu fyrir ca 3 árum og núna á að vera hægt að stýra þessu frá litlum tölvumæli en það er alveg sama hvað það er farið eftir leiðbeiningum að þá lækkar ekki hitinn ...bara hækkar. Og þótt mér finnist vont að vera í mjög köldu húsi að þá er það skrattanum skárra en allt of heitu. Ég get alltaf farið í peysu. Whistling

 


Ein í heiminum ?

Þannig leið mér áðan þegar ég var á leið út í búð. Það er kalt og smá rigning og þá er bara enginn á ferli !! Yfirleitt mætir maður slatti mörgum en ekki í dag, ég var farin að hallast að því að það væri bara allt lokað í þorpinu. Ég fór stóran hring þar sem ég þurfti að fara í hraðbanka og þótt það séu þrír hér að þá eru þeir allir á svo að segja sama stað og þar með slatti langt frá matvörubúðinni. Skil ekki alveg svona skipulag. Woundering

 


Kuldi !

Það er sko haustveður hér þessa dagana. Það rignir mikið og svo er þvílíkt rok. Við ætluðum að grilla í kvöld en snarhættum við það þegar það komu bara þrumur og eldingar og úrhellis rigning, spurning hvort það viðrar betur á morgun. Skruppum aðeins til Casalborsetti í dag þar sem ég ætlaði að taka nokkrar myndir en það varð ekki mikið úr því þar sem það var svo mikið sandrok að það var varla hægt að hafa augun opin. Tók nokkrar út í loftið og læt eina fylgja með hér af ölduganginum sem var við innsiglinguna inn í bæinn.

Öldugangur.

 




Ég ætlaði reyndar ekki að vera mikið úti í dag þar sem ég er ennþá slatti kvefuð en það plagar mig samt mest á nóttunni...spurning um að fara að snúa sólahringnum við svo að ég geti sofið. Pirrandi að vera að vakna á klukkutíma á fresti alla nóttina ...ég meira að segja gafst upp í nótt og fór fram og hitaði mér mjólk og fékk mér hunang út í...eins og mér finnst það vont !! Sick

 

 


Kvef.

Er að verða soldið þreytt á þessu kvefi ! Mér líður eins og ég sé með bómull í hausnum og eyrunum. Dröslaði mér samt í apótekið áðan til að kaupa hóstamikstúru, ætla að vona að hún geri eitthvað gagn þar sem ég hósta stanslaust á nóttunni og get því lítið sofið. Það er semsagt fjör hér núna eða þannig.Errm Deginum verður semsagt eytt undir feld við sjónvarpsgláp eða lestur þar sem ég held ég reki ekki nefið út meira í dag. 

Sitt lítið af hverju.

Ég er ennþá lasin en hef þó komið slatta í verk í dag. Er búin að hafa samband við skólann og fá þær upplýsingar sem mig vantaði og get líklega bara byrjað fljótlega í Nóvember. Smile

Mér hefur sjaldan brugðið eins mikið og áðan. Ég sat og var að horfa á sjónvarpið þegar að það það kom þessi risa elding og bara alveg við gluggan hjá mér !! Og núna eru þrumur og eldingar og þessi líka úrhellis rigning. Mikið er ég fegin að þurfa ekki að fara út núna. En þar sem þrumurnar eru að aukast að þá er ég að hugsa um að slökkva á tölvunni og fara að gera eitthvað annað. Mér er ekki um allt þetta ljósashow sem er hérna núna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband