Færsluflokkur: Bloggar

Ekki minn dagur í dag.

Æ sumir dagar eru bara erfiðir ! Ég fann það eiginlega um leið og ég vaknaði að þetta yrði erfiður dagur og það var rétt. Það var bara eins og hausinn væri ekki skrúfaður á í dag. Alveg sama hvað ég reyndi að segja og gera það kom vitlaust út. Blush Ég vona bara að morgundagurinn verði betri. Það var reyndar ekki bara skólinn sem gekk á afturfótunum heldur allt, ég til dæmis ætlaði að taka út pening svo að ég gæti borgað restina af skólanum á morgun en nei þá vildi hraðbankinn ekki kortið svo ég fór í annan og sá tók við því en ég hélt að hann ætlaði að eiga það því það tók svo langan tíma að fá það aftur en hann gat svo ekkert gert vegna sambandsleysis. Spurning um að fara bara að sofa núna ?

En það er ekki oft sem ég drekk tvö glös af víni og það um hádegisbil en það var svoleiðis í dag. Rúmlega 12 voru þrjár flöskur dregnar fram og við fengum að smakka ...ég get nú ekki sagt að mér hafi fundist þetta skelfilega gott sko en ég kunni ekki við að neita enda var búið að hella í glas handa mér. En þetta braut upp daginn og var fínt bara. Smile


..............

Ég er búin að finna mér snilldar leið til að komast í skólann þannig að núna ætla ég bara að labba þetta og vera ekkert að taka strætó þar sem ég er bara fljótari labbandi. Ég náði meira að segja fyrstu rútu heim í dag. Ég var komin heim klukkan 2 þannig að það gerist ekki betra. Smile Væri reyndar alveg til í að vera einn eftirmiðdag í miðbænum og þvælast í búðum en ég nenni ekki að bíða eftir að þær opni. Þær eru lokaðar frá 13 til 15:30  ég þarf að skoða þetta betur við tækifæri. Annars skelli ég mér einhvern morguninn þegar skólinn er búinn og dunda mér í miðbænum.

Veit ekki alveg hvernig morgundagurinn verður í skólanum þar sem Austurríkisnemandinn ætlar að koma mér þrjár vínflöskur sem hann keypti í gær og gefa að smakka. Ætli það verði ekki bara umræður um vín. Woundering


Dagur tvö.

Ég ákvað í morgun að prufa að labba í skólann frá rútustoppi rétt hjá lestarstöðinni og það gekk mjög vel ég var innanvið 10 mín á leiðinni og ég held að ég geri þetta bara að vana þar sem annars þarf ég að bíða í skólanum eftir að klukkan verði 9. En þegar skólinn var búinn og ég fór til baka að þá tók ég ranga beygju en fattaði það fljótlega og komst á rétt ról. Labbaði í einhverjar auka 10 mín en það er ekki svo slæmt. Blush Ég náði meira að segja fyrri rútu heim þannig að þetta kemur allt saman.

Fyrsti skóladagurinn.

Já fyrsti skóladagurinn að baki og gekk bara nokkuð vel. Geithafurinn keyrði mig á staðinn í morgun þar sem ég átti að vera mætt 8:30 en næstu dagar eru allir frá 9 til 13 þannig að ég tek rútuna fram og til baka. Þarf  reyndar að skoða aðeins betur strætó ferðirnar svo að ég komist kannski fyrr til baka heim. Ég var komin heim klukkan 3 í dag en ætti jafnvel að geta verið komin um 2. En þetta skýrist allt á næstu dögum.

Ekki erum við nú mörg í bekk við erum 3 stykki. Einn frá Austurríki og einn Þjóðverji og svo ég en þeir eru bara í eina og tvær vikur en ég í fjórar þannig að ég veit ekki hvernig þetta verður þegar lengra kemur. Það eina sem veldur mér smá vandræðum er nafnið mitt. Það halda allir að Ólöf sé karlmannsnafn og svo þegar fólk sér föðurnafnið að þá fölnar það upp og segist ekki geta sagt þetta. Woundering  En þetta verður bara fínt held ég, mjög heimilislegur skóli bara og allir tilbúnir að aðstoða þannig að þetta verður bara gaman.Smile


Laugardagur.

Frekar rólegur dagur hér í dag. Skruppum í verslunarmiðstöð og þar var verið að setja upp jólin og ég átti erfitt með að kaupa ekki eitt af hverju. Tounge Sá svo margt flott, en ákvað að láta það eiga sig og hafði að sitja á mér...í þetta sinn !

Annars fór ég líka á skrifstofu sem selur miða í rútuna þar sem ég ætlaði að kaupa mér miða sem gildir í rútuna héðan og svo innan Ravenna. En þá er hætt að selja miða sem gilda í mánuð eftir kaupdag heldur verður maður að kaupa þá frá 1 hvers mánaðar þannig að þá fór það, ég verð að sjá til á mánudaginn hvernig tímasetningar á skólanum verða til að vita hvort ég get notað ferðir með Geithafrinum eða hvort ég verð að kaupa marga miða fyrir hvern dag. Woundering  Annars bíða ég bara spennt eftir mánudeginum þar sem ekkert virðist ganga auðveldlega í sambandi við skólann,  ( hann er fluttur, erfitt að borga inn á, þetta með rútuna) semsagt allt eins öfugsnúið eins og hægt er þannig að það er spurning hvað ég er að fara út í !


Markaður.

Á hverjum fimmtudagsmorgni er markaður hér í bænum. Þá fyllast bílastæðin í miðbænum af allskonar vörum og allskonar fólki. Ég hef stundum labbað þarna í gegn þar sem það er ekki hjá því komist ef maður á erindi í miðbæinn en í morgun ákvað ég að gera mér ferð og skoða þar sem næstu fjórar vikur verð ég í skólanum á þessum tíma. Ekki gat ég nú séð margt sem mig langaði í enda virtist bara vera endalaust úrval af blómóttum kjólum og ég tel mig ekki vera kominn á þann aldur ennþá að ganga í svoleiðis. Errm   Þegar ég kom soldið lengra að þá sá ég slatta af fólki fyrir framan stóran bíl sem eiginlega bara búð á hjólum með fisk, grillaðan eða nýveiddan. Ég verð nú að viðurkenna að ég þekki nú ekki fiskinöfnin á Ítölsku en ákvað samt að skella mér í slaginn og kaupa mér grillaðan fisk. Fínn fiskur en ég hef ekki hugmynd um hvað ég var að borða samt sem áður. Smile   

Birr.

Er skelfilega krumpin í dag. Það er skítakuldi úti og reyndar inni líka, ekki oft sem ég er inni í flíspeysu en þannig er það í dag.Shocking Annars gerist ekki mikið hér, er að reyna að hafa auga með gömlunni á neðri hæðinni þar sem mér finnst hún vera farin að verða soldið rugluð. Enda kannski ekki von á öðru hún er nú orðin 86 ára. En hún fer eins og herforingi um allt með hjólið sitt. Hún teymir það um þar sem hún er hætt að geta hjólað. Verst að hún er stórhættuleg í umferðinni !! Lítur ekkert í kringum sig bara fer yfir þegar henni hentar. Það munaði hársbreidd að hún væri keyrð niður núna einn daginn bíllinn rétt hafði að sveigja frá....en hún tók ekki einu sinni eftir þessu Woundering bara hélt sínu striki.

Það liggur við að mig langi að setja upp eins og eina jólaseríu þótt nóvember sé bara rétt byrjaður. Enda orðið niðamyrkur klukkan 5 á daginn. En ætli ég reyni ekki að hemja mig til mánaðamóta. Errm

 


Bleh.

Er ekki í neinu bloggstuði þessa dagana. Þyrfti að fá mér tölvu þar sem þessi er eiginlega á síðasta snúning og netið er meira en hægt þannig að ég rétt fer á netið til að lesa fréttir og renna yfir blogg og get oft ekki kommentað hjá fólki þar sem síðurnar koma ekki allar inn. Semsagt fjör !

Annars byrja ég í skólanum á mánudaginn ég var svo ánægð þar sem hann gat ekki verið betur staðsettur, ég gat hoppað úr rútunni og var kominn eftir nokkur skref en nei það var náttúrlega of gott til að vera satt.Því þegar ég fékk póstinn um hvenær ætti að byrja að þá var nýtt heimilisfang. Þannig að núna verð ég að fara á lestarstöðina ( rútan stoppar þar) og síðan taka strætó og eitthvað svona gaman....ekki alveg ég þar sem ég er svo áttavillt að ég get týnst allstaðar.  En semsagt ef þið heyrið um týndan Íslending að þá er það ábyggilega ég. Woundering


.....

Var að koma inn eftir að fara í göngu um þorpið. Frábært veður og gaman að fara um þar sem það er hrekkjavakan og þótt það sé nú ekki mikið haldið upp á hana hér að þá eru búðirnar með útskorin grasker fyrir utan hjá sér ...bara flott ! En annars er ég eiginlega komin í vorfíling eftir gönguna þar sem fólk er á fullu í garðvinnu, graslykt í loftinu þar sem margir eru að slá og já bara vorveður.Smile Ég veit allavega hvað við hér verðum að gera á morgun ef veðrið verður svona áfram....já í garðinum Sick get eiginlega ekki hugsað mér það þar sem það er svo mikið sem liggur fyrir en það verður víst að byrja á því svo að það klárist einhvertímann. 

Miðvikudagur.

Ég hafði loksins í gær að borga inn á skólann og senda þeim allt sem þarf þannig að núna bíð ég bara spennt eftir að fá tölvupóst eða hringingu frá þeim sem staðfestir byrjunardaginn. Smile

Í gærkvöldi ætluðum við út að borða pizzu en þeir staðir sem við ætluðum á voru lokaðir...mjög líklega vegna þess að það er rauður dagur hér á morgun og þá eru þeir opnir, þeir hafa fært til frídag hjá sér. Þannig að við fórum í nágrannabæ ( þar sem var lokað líka) en þá tók við þvílík bílalest eins langt og augað eygði. Það var úrhellisrigning en þegar við fórum að rýna út að þá sáum við blá ljós í fjarska. Eftir ca 30 mín fóru fram hjá okkur bílar með flutningbíl og svo bílflak sem ég eiginlega fékk bara áfall við að sjá. Ég er bara fegin að við vorum ekki framar í þessari röð þar sem ég hefði ekki viljað sjá það sem fram fór þarna. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband