Færsluflokkur: Bloggar

Meira bleah...

Ekki mikið að segja frekar en venjulega. Er ennþá föst á facebook þegar ég kemst á netið. Sem er eldsnemma á morgnana eða á kvöldin þar sem tengingin er ekki virk milli 9 og 5 á daginn. Væri mikið til í að fá sítengingu en það er bara ekki í boði hér í bæ enn sem komið er.

Helgin var frekar róleg hér á bæ. Á laugardaginn var almennur frídagur hér og flest allt lokað nema barir og veitingahús en svo var allt opið í gær og planið var að fara í búð og kaupa inn fyrir vikuna en við vorum fljót að snúa við þegar við sáum alla örtröðina sem var kominn rétt eftir opnun. Vorum ekki alveg að nenna því að standa í röð í lengri tíma. Þannig að dagurinn fór í garðvinnu og tilfæringar hér innanhúss þar sem við erum að færa okkur um herbergi og erum að gera það klárt. Það tekst kannski fyrir jól ef að ilmurinn sem er í því verður farinn. En pabbi Geithafursins hefur verið með þetta herbergi og skápurinn var fullur af ilmspjöldum, ilmjurtum og sápum. Ég er ekki að ýkja þegar ég segi að ég fór út með fullan höldupoka af ilmdóti þaðan út ! Get ekki sagt að svona ilmdót sé alveg fyrir mig !Sick

Svo eru reyndar köngulær að angra mig þessa dagana. Á síðustu dögum hefur tvisvar komið fyrir að í eldhúsinu eru risastórar svartar á labbi! Ég hélt ég yrði ekki eldri á laugardagskvöldið þar sem ég var ein heima og mætti einni !!! Sem betur fer kom Geithafurinn heim því að ég hefði ekki getað farið að sofa vitandi af svona flykki frammi, og svona stórar legg ég ekki í að taka...ég var að hugsa um að taka fram ryksuguna og ryksuga kvikindið og henda svo bara öllu draslinu út. Devil


Bleah.

Hef ekki mikið að segja eins og er. Nákvæmlega ekkert að gerast hér. Fórum reyndar í mat til gömlu hjónanna í gær og þar var náttúrlega reynt að troða í mann endalaust. Síðan var bara garðvinna og solleiðs enda var fínt að komast aðeins út eftir að vera inni með flensu en auðvitað er ég með óteljandi flugnabit eftir það Devil . Dagurinn í dag var tekinn snemma var komin á fætur fyrir 8 (hefði allajafna verið 9 en klukkunni var breytt síðustu nótt) byrjuðum á að fara í morgunmat a barinn og síðan var farið í smá búðarferð. Vorum komin að búðinni rétt fyrir opnun og ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég sá allt fólkið sem var farið að bíða í röðum fyrir utan. Hélt að ég yrði þarna í dag en allt hafðist þetta nú og bara nokkuð fljótt á miðað við fjöldann. En allavega meira síðar.....

Lasarus.

Er lasarus þessa dagana þar sem ég hef einhvernveginn haft að ná mér í flensu. Sit með tissjú og nefdropa í annari og Panodil hot í hinni. Woundering Er ekki mikið á blogginu eins og er þar sem ég er föst í facebook þegar ég kemst á netið.

Síðustu dagar.

Ekki mikið að ske hér en samt hefur verið nóg að snúast síðustu daga einhvernvegin. Í fyrradag fór allt á flot á baðherberginu hér á efri hæðinni og þar sem ég er nú ekki mjög góð í pípulögnum að þá fór ég og náði í gamlann sem var að vesenast í garðinum. Það endaði þannig að það varð að skrúfa fyrir allt vatn þar inni. Daginn eftir kom hann aftur til að reyna að laga þetta og það komst á kalt vatn en ef ég skrúfa frá einum krana að þá fer að renna hér og þar úr öðrum krönum þannig að þetta er ekki alveg að gera sig.Whistling En það átti að koma pípari seinni partinn í gær en hann er ekki kominn ennþá þannig að það er spurning hvað þetta verður lengi svona.

Eyddi síðan morgninum í að raka laufblöð þar sem það sást ekki orðið í gangstéttina hérna. Var að þessu í rúma tvo tíma og fyllti 4 stóra svarta ruslapoka en ég var varla komin inn aftur þegar allt var orðið fullt aftur. Þetta er sagan endalausa eins og er. Það eru nefnilega nokkur risa tré í garðinum og þau eru sko að fella lauf ! En þetta var reyndar alveg ágætt þar sem veðrið hér er fínt þessa dagana og nóg að vera bara á stuttermabol úti. En eins og oftast eftir að vera úti einhverja stund að þá er ég öll bitin og er núna með tvöfalda kinn ...semsagt mjög smart.


í belg og biðu.

Þegar ég fór út í byrjun Sept að þá fórum við í ferð til Austurríkis í tæpa viku. Við reyndar byrjuðum á því að fara í Ítölsku alpana til S.Virgilio og vorum þar í eina nótt. Þar var bæjarhátíð og bara fjör og mikið gaman. Við vorum komin þangað seinni partinn og byrjuðum á því að fara út að borða og þar fékk ég bónorð og hring ! (Já Geithafurinn leynir á sér Wink) Fórum svo á bæjarhátíðina og ég væri til í að gera þetta að árlegum viðburði þar sem það er bara gaman þarna.

Fórum svo næsta morgun áfram il Salzburg þar áttum við bókað herbergi í 3 nætur á fjölskyldureknu gistihúsi. Þegar við komum að þá er okkur sagt að við fáum litla svítu á sama verði og herbergið og ekki var það slæmt !! Vorum á tveimur hæðum stofa með flatskjá sjónvarpi niðri og litlar svalir og uppi svefnherbergi með öðrum flatskjá og baðherbergi. Bara flott !!! En veðrið lék ekki við okkur þarna það var rigning og meiri rigning allan tímann. En við fórum nú samt í gönguferð um miðbæinn en það var ekki mikið fjör í svona bleytu þannig að við fórum í saltnámu, skoðuðum kastala og safn og svo var náttúrlega farið á einhverja bjórstofu sem Geithafurinn gat ekki beðið eftir að heimsækja. Augustiner eða eitthvað svoleiðis heitir það, það er reyndar hægt að kaupa sér fleira en bjór þarna og fullt að borða eða koma með mat með sér þannig að það er ekki svo slæmt að sitja þarna. 

En síðan fórum við til Innsbruck í tvo daga og það var bara frábært ! Þar er kominn staður sem ég vildi búa á. Við vorum svo að segja í miðbænum þannig að það var handhægt að fara um gangandi. Þar fengum við frábært veður og ég hefði verið til í að vera mikið lengur. En það verður kannski næst....það er sagt að þeir hafi frábæra jólamarkaði, aldrei að vita hvort maður skelli sér það er að segja ef að debet kortið mitt verður farið að virka. Wink Þar skoðuðum við miðbæinn og svo fórum við uppá fjall með kláf og það var slatti löng ferð við urðum að fara með 3 farartækum fyrst með einhverskonar lest og síðan voru tveir kláfar. Wow var þetta hátt !! Rosalega flott útsýni en ekki kannski mjög sniðugt fyrir lofthrædda ..eins og mig Blush

Það var frábært að geta farið í ferðalag til annarra landa ( komum líka við í litlu þorpi í Þýskalandi) og að þurfa ekki að fljúga !! En hraðinn á hraðbrautunum þarna er samt skelfilegur við vorum á tímabili á 180 og það var sko ekkert á miðað við marga sem þutu frammúr og voru horfnir með það sama . Ég vildi allavega ekki keyra þetta það er alveg víst.

En allavega meira en nóg í bili og þetta er annað bloggið í dag....held ég sé búin með kvótann fyrir næstu viku.

 


........

Hvað er eiginlega hægt að segja eins og er ??? Ég er ekki ennþá búin að skrifa ferðasögu ...þarf að gera það við tækifæri allavega einhverja punkta. Annars er lítið gert hér eins og staðan er ég get náttúrlega ekki tekið út af debet korti frekar en aðrir sem eru erlendis og þar sem ég er ekki með kredit kort að þá get ég bara alls ekkert tekið út. Reyndar væri ekki mjög spennandi að taka út heldur þar sem gengið er svo rokkandi að maður hefði ekki hugmynd um hvað evrurnar kostuðu.Frown  En það er rekar óþægileg tilfinning að eiga pening en geta ekki nálgast hann ef maður þarf á að halda. Woundering

Annars verður dagurinn í dag rólegur hjá mér þar sem kallarnir eru í garðvinnu ásamt garðyrkjumanni ( vinur geithafursins ) Ég var reyndar í garðvinnu í gær í nokkra klukkutíma og endaði með möööööörg flugnabit, algerlega óþolandi þessar moskító !  En allavega ciao í bili meira síðar.....


Farin aftur af klakanum.

Ég þarf að taka mig til og skrifa ferðasöguna við tækifæri. Er búin að finna íslensku stafina á lyklaborðinu þannig að þetta er allt að koma. Ég kemst reyndar ekki á netið hér nema eftir 5 á daginn og svo bara á kvöldin og um helgar en það er reyndar alveg ok. Það dugar alveg. Smile

Annað er nú ekki að gerast hér....það reyndar liggur nóg fyrir af verkefnum þar sem við erum að breyta um svefnherbergi og eigum eftir að græja það smá. Svo er fullt af dóti sem þar að fara í gegn um frá ömmu gömlu, við fórum um daginn með svo mörg handklæði hingað upp að það er einn skápur svo fullur að ég legg ekki í að opna hann aftur, allavega ekki fyrr ég hef fundið framtíðar pláss fyrir þau. Ég er ekki að ýkja þegar ég segi að þau eru í öllum litum og öllum stærðum og svo mörg að það væri hægt að þvo handklæði hér á 4 mánaða fresti þótt það væru notuð 2 á dag allavega.

 


Komin aftur....

Er að hugsa um að byrja aftur að blogga en samt kannski í breyttri mynd...jafnvel að hafa bloggið bara læst. Þarf að skoða þetta næstu daga hvernig þetta verður.Woundering

Er annars á klakanum eins og er. Er búin að búa í ferðatösku í þrjár vikur eiginlega. Fór semsagt út og eftir 3 daga fórum við Geithafurinn í viku ferðalag til Austurríkis. Það var reglulega gaman og aldrei að vita nema að ferðasaga komi síðar. Vorum rétt komin heim og þá fékk ég þær fréttir að amma mín hafði dáið og kom ég því aftur á miðvikudagskvöldið. En það hefur heldur betur fækkað gamla fólkinu í kringum mann á einu ári. Í sept í fyrra fór amma, síðan amman á neðri hæðinni úti í sumar og svo núna hin amma mín.

En allavega meira síðar...


Þar kom að því.

goodbye3Tók þá ákvörðun um helgina að hætta að blogga, er ekki að nenna þessu lengur og þá er bara best að hætta. Takk fyrir samfylgdina. Smile


Óþekktargormar !!

Ég var að fara að stilla vekjaraklukkuna mína í símanum mínum áðan þegar að ég komst að því að hann var horfinn úr vasanum. Ég hafði verið inni í stofu rétt áður og fór því þangað til að athuga hvort hann væri þar. Þegar þangað kom var mér ekki mjög skemmt, þar sat Esja ( hin var saklaus núna en á það til að vera prakkari líka ) og skemmti sér vel við leika sér með símann. Frown Á þessum stutta tíma þá var búið að borða af honum gúmmí sem var á hliðinni og hann var náttúrlega vel blautur af hundaslefi !!  Hver myndi trúa því af þessum myndum að þessar elskur gætu verið svona miklir óþekktargormar !EsjaAmbrosia

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband