11.10.2008 | 14:24
í belg og biðu.
Þegar ég fór út í byrjun Sept að þá fórum við í ferð til Austurríkis í tæpa viku. Við reyndar byrjuðum á því að fara í Ítölsku alpana til S.Virgilio og vorum þar í eina nótt. Þar var bæjarhátíð og bara fjör og mikið gaman. Við vorum komin þangað seinni partinn og byrjuðum á því að fara út að borða og þar fékk ég bónorð og hring ! (Já Geithafurinn leynir á sér ) Fórum svo á bæjarhátíðina og ég væri til í að gera þetta að árlegum viðburði þar sem það er bara gaman þarna.
Fórum svo næsta morgun áfram il Salzburg þar áttum við bókað herbergi í 3 nætur á fjölskyldureknu gistihúsi. Þegar við komum að þá er okkur sagt að við fáum litla svítu á sama verði og herbergið og ekki var það slæmt !! Vorum á tveimur hæðum stofa með flatskjá sjónvarpi niðri og litlar svalir og uppi svefnherbergi með öðrum flatskjá og baðherbergi. Bara flott !!! En veðrið lék ekki við okkur þarna það var rigning og meiri rigning allan tímann. En við fórum nú samt í gönguferð um miðbæinn en það var ekki mikið fjör í svona bleytu þannig að við fórum í saltnámu, skoðuðum kastala og safn og svo var náttúrlega farið á einhverja bjórstofu sem Geithafurinn gat ekki beðið eftir að heimsækja. Augustiner eða eitthvað svoleiðis heitir það, það er reyndar hægt að kaupa sér fleira en bjór þarna og fullt að borða eða koma með mat með sér þannig að það er ekki svo slæmt að sitja þarna.
En síðan fórum við til Innsbruck í tvo daga og það var bara frábært ! Þar er kominn staður sem ég vildi búa á. Við vorum svo að segja í miðbænum þannig að það var handhægt að fara um gangandi. Þar fengum við frábært veður og ég hefði verið til í að vera mikið lengur. En það verður kannski næst....það er sagt að þeir hafi frábæra jólamarkaði, aldrei að vita hvort maður skelli sér það er að segja ef að debet kortið mitt verður farið að virka. Þar skoðuðum við miðbæinn og svo fórum við uppá fjall með kláf og það var slatti löng ferð við urðum að fara með 3 farartækum fyrst með einhverskonar lest og síðan voru tveir kláfar. Wow var þetta hátt !! Rosalega flott útsýni en ekki kannski mjög sniðugt fyrir lofthrædda ..eins og mig
Það var frábært að geta farið í ferðalag til annarra landa ( komum líka við í litlu þorpi í Þýskalandi) og að þurfa ekki að fljúga !! En hraðinn á hraðbrautunum þarna er samt skelfilegur við vorum á tímabili á 180 og það var sko ekkert á miðað við marga sem þutu frammúr og voru horfnir með það sama . Ég vildi allavega ekki keyra þetta það er alveg víst.
En allavega meira en nóg í bili og þetta er annað bloggið í dag....held ég sé búin með kvótann fyrir næstu viku.
Athugasemdir
Hjartanlega til hamingju með bónorðið, hvenær verður brúðkaupið? Það er alltaf gaman að koma til annarra landa, nema hvað ég er ástfangin af Ítalíu og gæti vel hugsað mér að búa þar. Bestu kveðjur Jóna
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 11.10.2008 kl. 21:29
Jájá.. það var svosem auðvitað að maður fengi ekki að frétta af þessu nema á blogginu..... held að ég þurfi nú að setjast niður með tilvonandi mági mínum fyrr en síðar og fara yfir eitt og annað ;)
Til lukku gamla fólk :) alltaf svo sætt þegar fólk nær svona vel saman í ellinni ;)
Steini (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 20:57
Jóna : Takk takk Það er ekki búið að ákveða neinn dag. En já Ítalía er ansi góð sko allavega ekki eins mikið stress hér eins og heima á klakanum.
Steini : Þakka þér en já við gamla fólkið erum sko ekkert að flýta okkur með hlutina, annað en unga fólkið nú til dags.
Ólöf , 14.10.2008 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.