Netleysi !

Er búin að vera netlaus alla vikuna !!! Er búin að komast að því að ég get alveg lifað á þess en það er samt soldið pirrandi að geta ekki skoðað póst og lesið fréttirnar af klakanum. En þetta er víst loksins komið í lag...með annari nettengingu samt þar sem sú gamla er ennþá óvirk. Devil Held ég geymi samt netið til morguns fyrst ég er hvort eð er búin að vera án þess og fari að sofa í hausinn á mér þar sem það er komið miðnætti hér.

Myndir.

casalborsetti 20april084Litli skógurinn sem við löbbuðum í gegnum.

 

 

 

 

 

 

 

casalborsetti 20april087 Þar var fullt af könglatrjám.

 

 

 

 

 

 

 

casalborsetti 20april083 Og síðan ein af ströndinni.


Enn einn Sunnudagur...

Það er þvílíkt gott veður hér í dag ! Enda gat ég ekki staðist það að fara í smá gönguferð þegar við fórum til Casalborsetti í morgun. Við fórum í gegnum skóg sem er í útjaðri bæjarins og fórum niður á strönd. Það hefði alveg verið hægt að fara í sólbað...eða allavega ég hefði alveg getað það en sumir vildu bara vera í sinni flís peysu. Shocking En allavega er farin aftur út í góða veðrið. Smile


Ekkert að gerast !

Það er nákvæmlega ekkert að gerast hér þessa dagana ! Ég fer sama og ekkert þessa dagana en samt er eins og það verði ekkert úr tímanum eins og er. Það er alltaf komin helgi og maður kemur einhverveginn engu í verk. Ég verð að fara að reyna að rífa mig upp á rassinum og reyna að koma einhverju í verk á næstu vikum.Whistling

Eins og sprungin blaðra !

Er þannig í dag. Spurning hvort það sé eftir gærkvöldið en við fórum út að borða á stað sem við höfum aldrei farið á áður. Það var hægt að fá allskonar mat fisk, kjöt, pizzur og ég var að pæla í að fá mér pizzu en Geithafurinn stakk upp á að ég myndi nú prufa eitthvað annað svona til tilbreytingar. Ég ákvað að gera það og fékk mér pasta fyllt með sveppum í forrétt og lambakjöt í aðalrétt. Ég fæ pastað og það er fyllt með sveppum en er í kjötsósu ( á matseðli var ekki sagt að það væri sósa ) sem mér fannst nú ekkert spes enda var frekar sérstakt bragð af henni. Geithafurinn smakkaði og var frekar skrítinn á svipinn og sagði lítið, nema bara finnst þér þetta gott ? Já já þetta er ágætt sagði ég og kláraði af disknum. Ég hélt að þetta væri bara venjuleg kjötsósa úr svínahakki eins og er yfirleitt hér en nei uppistaðan var svínalifur. Sick Sick Sem betur fer komst ég ekki að því fyrr en ég var komin heim !! Ég sem borða ekki lifur í neinni mynd !! Hér eftir fæ ég mér pizzu ef ég fer eitthvað út að borða. Smile

Dagurinn í dag hefur einhvernvegin orðið að engu, skrapp reyndar til Ravenna að kaupa mér malt. Mig er búið að langa í malt í marga daga og þótt Egils sé alltaf best að þá er það sem fæst hér alveg þrælgott !! En það sossum styttist í að ég geti fengið mér Egils malt og Egils kristal...slurp hvað mig langar í svoleiðis !!


Atjú og grátur !

Þannig er ástandið hér þessa dagana ! Ég er semsagt með ofnæmi á háu stigi eins og er, enda er allt að springa út. Spurning hvað fólk hér í þorpinu heldur þegar ég er alltaf að þerra tár úti á götu. Wink

Annars er allt í nokkuð góðum gír og ekki mikið að gerast. Amma gamla hefur ekki talað við mig í nokkra daga því að það kom upp enn eitt vesen með þvott og Geithafurinn talaði við hana og svo hún við mig daginn eftir því hún vill alltaf að ég sé á sama máli og hún en í þetta sinn var ég það ekki !! Og sú gamla móðgaðist heldur betur þegar ég svaraði henni, hún fór inn til sín og lokaði á eftir sér og hefur ekki talað orð við mig síðan.

Hef bara sama og ekkert farið undanfarið skrapp reyndar til Ravenna með rútunni í gærkvöldi og hitti Geithafurinn á lestarstöðinni og við fórum að versla. En úff hvað mér er illa við að taka rúturnar hér, ég er nú ekkert ofsalega bílhrædd en í þessum rútuferðum þá er ég sko bílhrædd!! Í gær munaði hársbreidd að einn keyrði inni í hliðina á rútunni og svo munaði hársbreidd að rútan keyrði niður hjólreiðamann. Og þetta er fyrir utan hringtorgin sem farin eru sem eru alveg kafli út af fyrir sig.

En læt þetta duga í bili...Ciao

P.S. Steini þetta var gert bara fyrir þig. Tounge

 

 


Rok og meira rok !!

Þvílíkt rokrassgat hér í dag !! Ég er búin að þurfa að fara út í bæ tvisvar í dag og þótt ég sé nú ekki léttavara að þá mátti ekki miklu muna að ég færi á flug. Angry Mætti fullt af stórum trjágreinum og einu reiðhjóli Shocking svo var vegavinna á einum stað og öll merki sem þeir voru að reyna að hafa uppi duttu jafnóðum niður.

Annars er bara allt í góðu reyndar var laugardagurinn ekki mjög spes ! Fínt veður en það var alveg sama hvað ég reyndi að gera að það gekk allt á afturfótunum. Fór á pósthúsið og þar fékk ég ekki afgreiðslu af því að ég var ekki að senda neitt...var búin að bíða ég veit ekki hvað lengi en alltaf tók hún fólk framfyrir sem var að senda eitthvað. Auðvitað þarf það að komast að ég mig vantaði afgreiðslu þarna líka. Devil Næst ætla ég að hafa með bréf stílað á sjálfa mig því þá er ég að senda eitthvað og ætti að komast að ! En ég allavega gafst upp eftir að vera þarna í ábyggilega 30 mín og var ekkert á leiðinni að fá afgreiðslu.

Ætlaði í apótekið en þá var það lokað...það er semsagt bara opið stundum á laugardögum.

Ætlaði í sturtu og þá virkaði hún ekki almennilega og það var bara á laugardaginn því að núna virkar hún fínt þótt ekkert hafi verið gert.Shocking  En sumir dagar eru bars svona !

 

 


Leti !

Bara leti í gangi í dag. Ég ákvað samt að vera voða hress áðan og fara í smá göngu þar sem ég þurfti að fara í tvær búðir. En þegar ég kom að matvörubúðinni var allt lokað vegna vörutalningar þannig að þetta verður bara að bíða til morguns en ég allavega fékk ágætis gönguferð í góða veðrinu. FootinMouth   Verð samt ábyggilega að fara einhverjar krókaleiðir í búð á morgun þar sem það er verið að grafa upp götuna. Það á eitthvað að fara að gera við vatnslagnir því við fengum bréf um að það verður allt vatnslaust á morgun frá 9 til 3....semsagt mikið fjör. Gat samt ekki annað en brosað þegar ég las bréfið því það er ps í endann sem segir að ef eitthvað sé að veðri (rigning) að þá verður viðgerð frestað. Er ekki alveg viss um að það myndi gera sig á klakanum.Wink

Punktar....

...Hef ekki verið í miklu bloggstuði undanfarið enda hefur bara verið nóg að snúast fyrst ég er loksins laus við flensuna.Tounge

... Hundspottið er reyndar ekki alveg nógu hresst, mér leist ekki á blikuna þegar ég koma heim einn daginn í vikunni þá skalf hann allur og var draghaltur þannig að það var brunað til dýra þegar Geithafurinn kom heim. Hundurinn var greindur með gigt og nú hef ég það skemmtilega verk að koma í hann tveimur töflum á hverjum degi.

...Í nótt var tímanum breytt þannig að núna er ég tveimur tímum á undan.

... Amma gamla er öll klambúleruð á fæti þar sem hún var að bambrast með 12 lítra af vatni niður nokkrar tröppur og datt.

... Ég held það sé farið að vora þar sem það er þvílíkt gott veður hér á daginn, enda er allt að lifna við. Er farin að mæta litlu salamöndrunum á tröppunum. Bara sætt sko.InLove

... En annars er bara allt í góðum gír, ég er bara fengin að geta stundað nýja áhugamálið mitt aftur og er það bara gaman þar sem ég er búin að hitta slatta af nýju fólki.


Páskainnkaup.

Við ákváðum að reyna að losna við mestu örtröðina og fara snemma að versla og vorum mætt í stærsta stórmarkaðinn í Ravenna 10 mín fyrir 9 í morgun. Semsagt áður en opnaði ! Við fengum okkur körfu ( það er gert úti) og löbbuðum að hurðinni skyldum ekki alveg hvað það stóðu margir þar en við rétt komumst inn í anddyrið því það var þvílík biðröð að mér féllust hendur !! Ég var að hugsa um að bakka bara út og sleppa þessu. Og ekki lagaðist það þegar það var farið að hleypa inn því þá kom í ljós að það voru 3 raðir sem voru að bíða og bara í okkar röð taldi ég hátt í 100 manns.Shocking   Við vorum samt ótrúlega fljót ekki nema klukkutíma en úff hvað ég var fegin að komast út !! En allavega Gleðilega Páska ! Smile

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband