Voff

Ég skrapp út í morgun og þegar ég var komin smáspöl hérna frá húsinu að þá finn ég að það kemur eitthvað við lappirnar á mér en pæli ekkert í því fyrr en að það er stigið aftan á hælinn á mér. Ég verð nú að viðurkenna að mér brá soldið Woundering en þegar ég leit við að þá var þarna eitt stykki hundur sem ég hef oft séð en þar sem ég er nú ekki mikið fyrir að tala við ókunnuga hunda að þá hef ég ekkert reynt að vera að púkka upp á hann enda hefur hann alltaf verið hálf styggur, alltaf hlaupinn ef það er einhver hreyfing nálægt. En í morgun að þá losnaði ég ekki við hann, hann gekk á hælunum á mér alveg heim að aðalgötunni þá stoppaði hann og ég náttúrlega hélt áfram og fór í búðina sem ég þurfti að fara í og þegar ég kem til baka sömu leið að þá beið hann eftir mér þar sem hann hafði hætt að elta mig og fylgdi mér heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Annað hvort get ég sagt til hamingju með hundinn... Eða þú ert komin með alsheimer.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.12.2006 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband