19.12.2006 | 18:01
Jamm og já
Það er ekki jólalegt hér fyrir fimmaura !! Mér fannst frekar vera vor í lofti en að jólin væru á næsta leyti þegar ég fór hér um allan bæ í morgun í rigningarúða, sem var reyndar bara alveg skrambi hressandi
Ég komst að því um helgina að ég get ekki verið stigamaður !! Ég reyndar vissi það alveg áður en varð samt að prófa þar sem ömmu gömlu vantaði svo að láta skifta um peru og vildi bíða eftir Geithafrinum en ég var nú ekki á því ! Maður þarf ekkert að hafa eitthvert dinglumdangl til að skifta um peru. Ég fór upp í tröppu og í þriðja þrepi náði ég upp en ehemm gat ekki sleppt báðum höndum þar sem mig svimaði ekkert smá að horfa niður. Ég ætlaði nú samt ekki að gefast upp, en upp í stigann færi ég ekki, ég náði mér bara í stóran stól sem til var hér uppi og dröslaði honum niður og þá gekk þetta eins og í sögu, ég semsagt get skift um peru....svo lengi sem ég þarf ekki að klifra til þess
Athugasemdir
Híhíhíhí... þetta er sennilega ættgeng lofthræðsla ;)
Sigrún (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.