Skreytingar og kúamjólk

Þá er þetta hús ekki lengur það eina óskreytta í nágrenninu ! Ég tók mig til í dag og skellti seríunni á svalirnar og það tókst bara nokkuð vel þótt ég segi sjálf frá Happy Það eru líklega fimm mismunandi blikk sem hægt er að hafa en ég ákvað nú bara að sleppa því allavega í bili.

Þegar Geithafurinn kom heim sagði hann mér að skella mér í skó því við værum að fara að kaupa kúamjólk beint úr kúnni. Ég var nú ekkert voða spennt þar sem ég vil nú bara venjulega mjólk út í te eða kaffi og læt það duga af mjólk. En ég fór með honum og þetta var bara ansi sniðugt, það er allavega búið að setja upp í nágrannabæ, sjálfsala sem selur mjólk beint úr kúnni. Þú getur komið með flösku eða keypt hana þar og setur peninginn í og þá opnast hleri og þú færð mjólk. Svo þegar þú ert búin að taka flöskuna fer af stað hreinsun og allt þvegið og svo geturðu byrjað aftur. Við keyptum nú bara tvær flöskur í þessari ferð eina handa Geithafrinum og svo eina handa Ömmu gömlu. En ég held að ég haldi mig við þessa búðarkeyptu áframUndecided


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband