Jólaæði .....

Það var heldur betur jólaæði sem hér réð ríkjum í dag. Við vöknuðum fyrir 8 þar sem við ætluðum að vera svo sniðug að vera komin í verslunarmiðstöðina rúmlega 9 svo að við myndum losna við mestu örtröðina af fólki. En það gekk ekki alveg eftir, það höfðu greinilega ansi margir haft það sama í huga Woundering mér bara féllust hendur þegar við komum inn í stórmarkaðinn það var maður við mann og það var varla hægt að komst um held ég hafi bara aldrei lent í öðru eins ! Það voru 61 kassi þarna og allir í gangi en samt var biðröð allstaðar. En þetta hafðist nú allt á endanum, sem betur fer var minni traffic á hinum stöðunum sem við fórum á. En við höfðum að klára það sem við þurftum að kaupa og við meira að segja keyptum jólaseríu til að setja á svalirnar Smile Ég verð líklega að reyna að drösla henni þangað á morgun þar sem þessi karlpeningur hér á heimilinu er ekki fáanlegur til þess. En það hlýtur að reddast, reyndar get ég alveg bara hent henni út og látið hana liggja eins og hún lendir, það virðist allavega vera skreytinga stíllinn hér og það að láta ljósin blikka....það er alveg must sko !! En það kemur í ljós á morgun hvort ég verð blikk óð líka, eins og er heillar það mig ekki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband