5.12.2006 | 15:38
Jólin Jólin
Ég held að allir grannarnir okkar séu búnir að setja upp einhverslags jólaljós úti, þannig að þá erum bara við eftir
Ég veit ekki ennþá hvað og hvar á að setja upp ...en ég veit að ef ég geri þetta ekki að þá verður það ekki gert og trén úti eru allt of há fyrir mig til að príla í ! Er að pæla í að setja bara á svalirnar hugsa að það sé hættu minnst. En reyndar er fyrsta skrefið kannski að kaupa seríu en það verður gert fljótlega. Annars er ég ekki komin í neinn jólafíling á eftir að kaupa allar jólagjafir og jólakort, verð að reyna að koma þessu í verk um helgina.

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.