3.12.2006 | 16:50
Jólaæði !!
Þvílíkt jólaæði sem er í gangi í öllum búðum hér ! Það eru allar búðir opnar á Sunnudögum núna fram að jólum og við ákváðum að fara snemma í morgun svo að við myndum nú losna við mestu traffikina, ég ætlaði að skoða jóladót og svo þurftum við að versla nokkra hluti. Þetta tók sko tímann sinn og ég skoðaði ekki einu sinni jóladótið ég var orðin svo ringluð þarna inni. Það var ekki hægt að komast um, það var maður við mann og það voru ábyggilega 40 kassar í gangi og langar biðraðir við þá alla. Ég held að eftir þetta að þá sé ég búin að ákveða að fresta jólunum fram í Januar
Verðum samt hér heima á jóladag sem er mikill léttir fyrir mig !!!! Get ekki lýst því hvað mig langaði ekki að fara í jólahádegismat hjá föðurfamilíunni !!! og náttúrlega kærustu pabba Geithafursins sem er höfð í felum allt árið nema þennan dag ! Hef verið að hugsa upp allar afsakanir sem mér datt í hug undanfarið til að losna undan þessu en Geithafurinn (sem vill heldur ekki fara) sagði að það yrði ekki auðvelt við yrðum að fara og vera þarna 25 des. Ég vil bara ekkert vera þarna með fólki sem ég hitti aldrei (nema ömmuna og afann) og þegar við hittumst að þá eru bara heilu ræðurnar um það hvar maður á að búa. Það er bara ekkert þeirra mál hvort við búum hér eða flytjum aftur til Íslands. Ég ætla ekki að eyða jólunum í að rökræða það ! En semsagt við ætlum að vera hér og borða með Ömmu gömlu á neðri hæðinni Þau geta ekki sagt neitt við því, þau eru nokkur saman en Amma gamla er ein. Ég umgengst hana mikið meira og vil mikið frekar vera hjá henni og Geithafurinn var bara alveg sammála mér þegar ég stakk upp á þessu og ég held að sú gamla sér meira en ánægð með þetta. Með þessu geri ég ábyggilega allt vitlaust í familíunni en það verður þá bara að hafa það !!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.