Síðustu dagar.

Ekki mikið að ske hér en samt hefur verið nóg að snúast síðustu daga einhvernvegin. Í fyrradag fór allt á flot á baðherberginu hér á efri hæðinni og þar sem ég er nú ekki mjög góð í pípulögnum að þá fór ég og náði í gamlann sem var að vesenast í garðinum. Það endaði þannig að það varð að skrúfa fyrir allt vatn þar inni. Daginn eftir kom hann aftur til að reyna að laga þetta og það komst á kalt vatn en ef ég skrúfa frá einum krana að þá fer að renna hér og þar úr öðrum krönum þannig að þetta er ekki alveg að gera sig.Whistling En það átti að koma pípari seinni partinn í gær en hann er ekki kominn ennþá þannig að það er spurning hvað þetta verður lengi svona.

Eyddi síðan morgninum í að raka laufblöð þar sem það sást ekki orðið í gangstéttina hérna. Var að þessu í rúma tvo tíma og fyllti 4 stóra svarta ruslapoka en ég var varla komin inn aftur þegar allt var orðið fullt aftur. Þetta er sagan endalausa eins og er. Það eru nefnilega nokkur risa tré í garðinum og þau eru sko að fella lauf ! En þetta var reyndar alveg ágætt þar sem veðrið hér er fínt þessa dagana og nóg að vera bara á stuttermabol úti. En eins og oftast eftir að vera úti einhverja stund að þá er ég öll bitin og er núna með tvöfalda kinn ...semsagt mjög smart.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir

Laufblöðin af trjánum hér eru fokin í veður og vind, kannski eru þau komin til þín?  Ég væri alveg til í að geta verið á stuttermabol en hér erum við búin að taka fram kuldajakka, trefla og vettlinga.

Þetta hlýtur að vera óneitanlega skemmtileg til breyting að vita aldrei úr hvaða krana kemur þegar skrúfað er frá;)

Bestu bit kveðjur til þín því ég er enn að jafna mig eftir bitin sem ég fékk úti

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 17.10.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband