Ferðasagan

 

Þá er það ferðasagan, ég ætla nú bara að stikla á stóru þar sem þetta verður ábyggilega nógu langt með því. Ferðin hófst aðfaranótt mánudagsins 20 nóv við lögðum af stað klukkan eitt um nóttina þar sem það var ansi mikil þoka. Við vorum samt komin allt of snemma á flugvöllinn (Milan, Bergamo) en það er samt betra en að vera seinn. Þeir hafa greinlega ekki séð marga Íslendinga fara þarna í gegn þar sem að sú sem tjekkaði mig inn gat ekki hætt að skoða vegabréfið og sagði að ég væri fyrsti Íslendingurinn sem hún tjekkaði inn. Í öryggis tjekkinu að þá var ég komin í gegn þegar það kemur vörður alveg á öðru hundraðinu og ég hélt að nú ætti að taka mig í eitthvað meira tjekk en nei þá hafði hann séð vegabréfið mitt sem ég hélt á vildi bara óska mér góðrar ferðar.

 

En loksins hófst ferðin og eftir ca 90 mín flug millilentum við í Berlín þar sem við þurftum að bíða í 3 tíma og svo var um 50 mín flug til Köben. Við vorum komin á hótelið um klukkan þrjú, við drösluðum farangrinum upp og fórum svo út að skoða okkur um í miðbænum. En þegar við komim svo á hótelið um kvöldið að þá sáum við að herbergið var ekkert sérstaklega hreint en við ákváðum að láta það eiga sig til morguns. Þá fór ég í móttökuna og spurði hvort að það væri ekki hægt að þrifa soldið betur á meðan við værum í burtu og jú það var nú ekki málið en allan tímann sem við vorum þarna var ekkert gert í málunum það var jú skift um handklæði og tekið rusl en ekkert annað. Það er allavega ljóst að þetta hótel veljum við ekki aftur !

 

En það sem við gerðum var ansi mikið !W00t

Fórum tvisvar yfir til Malmö og það var reglulega gaman. Langar að heimsækja Svíþjóð núna.

Fórum í Tivoli sem er náttúrlega bara gaman fyrir jólin, ég vann bangsa á tombólu og segul á ísskáp í einhverjum leik og Geithafurinn vann bangsa og jójó í skot leik.

Heimsóttum Carlsberg verksmiðjuna.

Fórum til Hróarskeldu  og skoðuðum víkingaskipa safn.

Fórum til Helsingör og skoðuðum kastala og sjávarfiska safn

Fórum í dýragarðinn í Köben.

Þvældumst hingað og þangað um Kaupmannahöfn fórum á söfn og skoðuðum hitt og annað.

 

Ég verð nú að segja að ég var nú orðin meira en þreytt þegar kom að heimferðinni en við lögðum af stað á flugvöllinn um 10 á mándagsmorguninn og vorum komin heim um eitt um nóttina þannig að þetta var slatti langt ferðalag. Í Berlín lentum við í smá veseni með farangur þar sem hann átti að hafa verið tjekkaður inn alla leið frá Köben en önnur taskan okkar var tekin út og við urðum að dröslast með hana með okkur þar til það var byrjað að tjékka inn en það hafðist allt að lokum. Geithafurinn lenti samt í smá veseni þegar hann var að fara í gengum öryggistjekkið. Það eru nýjar reglur þannig að það má ekki hafa vökva eða snyrtivörur nema í litlu magni og á í glærum poka. Hann hafði keypt nokkar litlar pulsur á flugvellinum í Berlín og var með þær í handfarangrinum og þegar allt var gegnumlýst að þá vildu þeir fá að opna töskuna og það var ekkert mál. Ég átti samt mjög bágt með að hlæja ekki þegar töllvörðurinn tók upp pulsurnar og sagði það eru komnar nýjar reglur um snyrtivörur, hefurðu heyrt það. Já við höfðum það en við töldum nú ekki pulsur með snyrtivörum en það gera þeir greinilega þarna því að Geithafurinn varð að fara með þær fram og setja þær í glæran poka og fara aftur í gegn.

 

Læt þetta duga í bili og er farin að halda áfram að þvo þvott sem er endalaus eftir ferðalagið !

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Kvitt og Svíþjóð er frábært land

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.11.2006 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband