Löng verslunarferð.

Hef bara aldrei verslað eins mikið á mig sjálfa á einum degi eins og ég gerði í dag. Whistling Fór semsagt í Reykjavíkina til að skoða mér föt og oft hefur það nú endað með því að ekkert er keypt, en ekki í dag. Kom heim með marga poka og náttúrlega með tómt veski, en það náttúrlega bara fylgir svona dögum. Var í búðum frá rúmlega 11 og þar til klukkan var farin að ganga fimm. Shocking Held reyndar að ég sé búin með kvótann á fötum í bili....eða svona næstum því, mig vantar ennþá jakka en hann hlýtur að finnast einhverstaðar.

Annars er bara allt í nokkuð góðu, það er farið að styttast í að Geithafurinn komi á klakann í tvær vikur og það er aldrei að vita nema það verði reynt að ferðast eitthvað smá ef tækifæri gefst til á frídögum hjá mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir

Hæ hæ

Ég reyndi að senda þér tölvupóst en held að hann hafi ekki borist til þín, var að spá í hvort að þú vildir koma með kallinn í mat?  Bara ef það hentar ykkur.  Mig langar til að hitta þig og kallinn þinn auðvitað svo að ef þetta hentar ekki þá gætum við bara hist á Selfossi.... Ég veit ekki hvort þú hefur mailið mitt en það er jona@uppsveitir.is.  Smá hugmynd: fara Gullfoss- Geysir og koma síðan í mat til mín

Kveðja

Jóna

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 26.6.2008 kl. 16:47

2 Smámynd: Ólöf

Fann póstinn og vonandi komst minn póstur til skila til þín .

Ólöf , 26.6.2008 kl. 17:47

3 Smámynd: Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir

Hæ ég hef ekki fengið póst frá þér, værir þú til í að senda mér aftur?

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 28.6.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband