Þoka

Það er ansi mikil þoka hér í dag, ég sá ekki húsið á móti í morgun þegar ég vaknaði, sé orðið útlínurnar núna en maður hefur það eiginlega á tilfinningunni að maður sé innan í bómullarhnoðra þegar veðrið er svona. Skrapp í búðina áðan og það var virkilega óþægilegt að labba í svona mikilli þoku ég sá ekki nema rétt fram fyrir tærnar á mér og það var ekki sjens að sjá hvort það væru bílar þegar farið var yfir götur. Bara skrítið Woundering

Annars er ekkert að gerast hjá mér, er komin með töskurnar til að setja niður í en hugsa að ég fari ekki í það fyrr en á morgun, það er reyndar ekki eins og að það sé eitthvað rosa verk að henda smá fötum í tösku. Vil samt ekki eiga það eftir á Sunnudaginn þar sem að þá vil ég geta tekið því rólega og lagt mig !! Því að við verðum að fara héðan ekki seinna en 2:30 aðfaranótt mánudagsins þannig að það verður ekki mikið um nætursvefn þá nóttina. Sideways 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband