15.6.2008 | 12:46
Skin og skúrir.
Sumir dagar eru þannig og gærdagurinn var einn af þeim. Hann byrjaði vel og lá ég bara í leti framan af þar til ég fór á sýningu sem er hér í bæ. Fannst hún reyndar ekkert sérstök en hitti slatta af fólki á þessum hring sem ég fór og náði að eyða fullt af pening. Alltaf ansi auðvelt að eyða þeim.
En í gærkvöldi fékk ég síðan slæmar fréttir að utan sem snúa að ömmu gömlu á neðri hæðinni, en eins og er lítur allt mjög illa út. Þegar svona stendur á er erfitt að vera svona langt í burtu !!
Athugasemdir
*Piff* það er sko rétt að auðvelt er að eyða þessum blessuðu peningum. Knús á þig og ömmuna gömlu á neðri hæðinni.
Annars væri nú gaman að rekast á þig
Sigrún (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.