Anda djúpt og telja upp á hundrað !!!!

Að fara hér á pósthúsið til að nota bankann getur gert mann galinn !!! Ég þurfti að fara þangað í morgun þar sem ég þurfti að setja pening inn á kort hjá Geithafrinum áður en við förum til Köben ( Pabbi hans gaf okkur jólagjöfina fyrirfram í gær.) Ég var reyndar alveg viss um að þetta gengi illa þar sem ég hef gert þetta einu sinni áður og þá var þetta varla hægt þar sem þær vildu meina að bara eigandinn gæti lagt inn á kortið. Right....ég meina ok allt í lagi að eigandi geti bara tekið út en ef að einhver vill leggja inn af hverju á það ekki að vera ok ???

En ég allavega fór og þegar ég komst að að þá var ég eini kúnninn ég fékk blað til að fylla út hjá gjaldkeranum og það tók enga stund en hún mátti ekkert vera að að taka við því aftur því að hún var núna upptekin við að lesa sms eftir að bíða og bíða að þá sagði ég er þetta ok sem ég er búin að fylla út, þá tók hún blaðið og hélt áfram að lesa sms Crying En loksins var hún tilbúin að klára afgreiðsluna og þegar hún fór að telja peningana að þá vantaði smá horn á einn seðilinn og þá hófst mikið vesen. Þær tækju ekki við svona seðlum það yrðir að fara með þá í bankann, hvort ég ætti ekki annan ( nákvæmlega ég geng með fullt veski af stórum seðlum eða þannig...viltu velja seðil ?) en halló þessi seðill kom úr bankanum í gær og þá svona með smá horn rifið. Þær ætluðu að senda mig í bankann en ehemm halló þær eru banki !!!!  Eftir langa mæðu hafðist þetta þó en ég var alveg á mörkunum með að segja bara hætta við þetta allt, og senda Geithafurinn þegar hann er búinn að vinna.

Og annað banka tengt...ég hef oft sett í krukku cent og svona smápeninga eins og ég hef oft gert heima og taldi að hér gæti ég bara farið í bankann og þeir myndu telja og skipta eins og þar...en nei það er víst ekki þeir vilja ekki klink ! Þú verður að fara með þetta í búð og reyna að fá þá til að skipta þessu Shocking

Fyrst ég er byrjuð á þessum pirr pistli að þá er alveg eins gott að hafa þetta með....ég er alveg á mörkunum á að gerast hundamorðingi Devil!!!! Frá rúmlega 6 alla morgna og fram eftir kvöldi er stanslaust voff voff voff !! Helv.... hundurinn stoppar aldrei. Ég meina það er ekkert að því að heyra gelt stundum en þegar það er orðið stanslaust 12 tíma eða meira á dag að þá er það orðið of mikið !! Það er ekki eins og hann sé einn heima það er fólk heima það er sama hvort hann er inni eða úti það er bara gelt stanslaust.

En jæja ég læt þessu pirrings bloggið lokið að sinni...ciao ciao


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Erfiður dagur?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.11.2006 kl. 10:09

2 Smámynd: Ólöf

Já það má eiginlega segja það :)

Ólöf , 11.11.2006 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband