Bjöllur !

Ég þoli ekki bjöllur Crying Sem betur fer var ég ein heima áðan annars veit ég ekki hvað fólk hefði haldið ! Ég semsagt fór niður að ná í þvott, tók úr vélinni og greip svo með mér upp nokkur þurr handklæði. Ég henti þeim á rúmið og hljóp út með blauta þvottinn til að hengja hann út. Þegar ég kem inn aftur fer ég að brjóta saman og um leið og ég tek upp handklæði kemur þessi risa bjalla í ljós Angry ég náttúrlega henti því frá mér en þá lenti náttúrlega bjallan á rúminu mínu....og ég þoli sko ekki skordýr þar !!! Ég hljóp að ná mér í bréf til að taka hana upp ...ojjj bara gat ekki hugsað mér að henda henni í ruslið svo að hún kæmi ekki skríðandi þar upp aftur og ekki gat ég kramið hana með puttunumUndecided þannig að ég flýtti mér út á tröppur í bréfinu með hana og grýtti henni eins langt og ég gat. Væri alveg til í að þessi dýr færu að hverfa, það er komin nóvember þannig að það er eiginlega alveg kominn tími á það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahaha þær eru so sætar  allavega skárri en kakkalakkar og köngulær og jafnvel moskító!!

þóra (IP-tala skráð) 9.11.2006 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband