22.3.2008 | 18:10
Páskainnkaup.
Við ákváðum að reyna að losna við mestu örtröðina og fara snemma að versla og vorum mætt í stærsta stórmarkaðinn í Ravenna 10 mín fyrir 9 í morgun. Semsagt áður en opnaði ! Við fengum okkur körfu ( það er gert úti) og löbbuðum að hurðinni skyldum ekki alveg hvað það stóðu margir þar en við rétt komumst inn í anddyrið því það var þvílík biðröð að mér féllust hendur !! Ég var að hugsa um að bakka bara út og sleppa þessu. Og ekki lagaðist það þegar það var farið að hleypa inn því þá kom í ljós að það voru 3 raðir sem voru að bíða og bara í okkar röð taldi ég hátt í 100 manns.
Við vorum samt ótrúlega fljót ekki nema klukkutíma en úff hvað ég var fegin að komast út !! En allavega Gleðilega Páska !


Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.